Feykir


Feykir - 31.03.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 31.03.2016, Blaðsíða 6
6 12/2016 nokkur ár heima eftir það. Báðar fluttust þær suður og býr Birna nú í Kópavogi en Elín er látin fyrir nokkrum árum. Sváfu í kirkjunni á meðan bærinn var byggður Víðidalstunga var frá fornu fari höfuðból og var jörðin í eigu Vídalínsættarinnar um aldir en Páll Vídalín lögmaður var meðal ábúenda þar. Jón Hákonarson lét rita Flateyjarbók á staðnum en hún barst síðar vestur í Flatey á Breiðafirði og dregur nafn sitt þaðan. Kirkja er á staðnum og eru fyrstu heimildir um hana í Sturlungu frá árinu 1252. Núverandi kirkja var byggð árið Ólafur B. Óskarsson í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra í Feykisviðtali „Ég er fæddur hér 7. maí 1943, í hríðarveðri,“ segir Óli þegar við setjumst niður við eldhúsborðið í Víðidalstungu á skírdag. „Ég hef oft fengið að heyra að það hafi verið vont veður þennan dag. Helgi heitinn í Valdarási var þá hér að hjálpa foreldrum mínum og var sendur til að sækja ljósmóðurina og villtist hálf- partinn. Hann minnti mig oft á VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir hvað það hefði verið afleitt veður þegar ég fæddist.“ Foreldrar Óla voru þau Hallfríður Björnsdóttir og Óskar Teitsson. Hallfríður var áður gift Ólafi Jónassyni og bjuggu þau í Litla-Dal en Ólafur féll frá eftir tíu ára sambúð. Með honum átti hún dæturnar Elínu og Birnu Kristínu en Óli er einkasonur föður síns. Eldri systirin, Elín, var nánast flutt að heiman þegar hann var að alast upp, en Birna fermdist í Víðidalstungu og var Ólafur B. Óskarsson er fæddur í Víðidalstungu í Víðidal vorið 1943, hefur búið þar alla tíð síðan og tók þar við búskap af foreldrum sínum fyrir 44 árum. Hann er kvæntur Brynhildi Gísladóttur og eiga þau þrjár dætur. Auk bústarfanna hefur Óli í Tungu, eins og hann er oftast kallaður, komið víða við í félagsmálum og var til að mynda oddviti fyrrum Þorkelshólshrepps og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil. Áhugamálin tengjast flest náttúrunni og hugurinn hefur aldrei stefnt frá heimahögunum. Feykir heimsótti Óla í Víðidals- tungu og spjallaði við hann um búskapinn, félags- störfin og samfélagið í Húnaþingi vestra. 1889 og að miklu leyti endurgerð árið 1960, þegar hún var að hruni komin. Óli segir fjölskyldu sína ætíð hafa haft miklar taugar til kirkjunnar, sem stendur örskammt frá bænum og blasir við út um eldhúsgluggann. Er hann meðhjálpari í kirkjunni, líkt og faðir hans og afi voru báðir um tíma. Gamli bærinn í Víðidals- tungu, þar sem Óli er fæddur, stóð nokkru sunnar en núver- andi íbúðarhús. „Hann brann svo sumarið 1946. Þá var þetta hús drifið upp. Það stóð eftir hluti af gamla bænum, þar var eldhúsið og hægt að vera yfir daginn en við sváfum í kirkjunni í nokkra mánuði, þangað til hægt var að flytja inn í kjallarann á þessu húsi,“ rifjar hann upp. Sem fyrr segir var Óli lengst af eina barnið á bænum en amma hans, Jóhanna Björns- dóttir, bjó hjá fjölskyldunni til dánardags. Komu hún og afi Óla, Teitur Teitsson, á jörðina árið 1904, og keyptu hana síðar, en helmingur jarðarinnar var þá í eigu Einars Benediktssonar skálds. Þau eignuðust þrettán börn og af þeim komust ellefu til fullorðins ára. Teitur féll frá árið 1923 en Jóhanna bjó áfram á bænum og gerðist Óskar sonur hennar ráðsmaður hjá henni, þar til hann tók sjálfur við búinu og fór að búa með Hallfríði árið 1942. Fram kemur í spjallinu að foreldrar Óla og ömmur og afar voru öll Húnvetningar. Hall- fríður móðir hans var frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Jóhanna föðuramma hans var alin upp á Marðarnúpi í Vatnsdal og Teitur, föðurafi hans, ólst upp á Ánastöðum á Vatnsnesi og fleiri bæjum. „Enda sagði Hilda, konan mín, þegar hún kom hingað, að annar hver Vestur- Húnvetningur væri skyldur mér,“ segir hann og kímir. Foreldrar Teits og systkini fluttu öll vestur um haf, til Ameríku eins og algengt var á þeim tíma en sjálfur varð Teitur eftir, fyrir hálfgerða tilviljun. „Það stóð til að hann færi líka en það var eitthvað knappt um farareyrinn hjá einni systurinni svo hann lánaði henni fyrir fargjaldinu og ætlaði að koma á eftir, en það varð ekkert af því,“ segir Óli og þakkar tilveru sína að svo varð ekki. Hann bætir því við að í viðtali við systurina, sem birt var í Lögbergi í tilefni af 100 ára afmæli hennar, hafi hún sagt frá þessu og bætt því við að hefði henni dottið í hug að Teitur kæmi ekki á eftir hefði hún aldrei farið, því þau hefðu verið samrýmd systkini. Hann segir Óli við kirkjuna í Víðidalstungu. MYND: SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hilda með Sigríði, Ragnheiður og Óli með Hallfríði. Myndin er tekin kringum 1985. MYND: ÚR EINKASAFNI „Geri núorðið bara það sem mér þykir skemmtilegt“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.