Feykir


Feykir - 31.03.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 31.03.2016, Blaðsíða 10
10 12/2016 Stórkostlegt þrekvirki Á mánudagskvöldið brá undirrituð sér á lokasýningu Rokkóperunnar Súperstar, sem sett var á fjalirnar í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Í stuttu máli sagt var ferðin hvers kílómeters virði og rúmlega það, enda sýningin með því allra besta sem undirrituð hefur séð í áhugaleikhúsi. Leikstjórinn segir í ávarpi í leikskrá að í leikhúsi geti svo margt klikkað að það sé í rauninni stórmerki- legt að nokkurn tíma verði til gott leikhús. En þarna klikkaði ekkert og úr varð stórkostlegt leikhús. Rokkóperan Súperstar, eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, átti 45 ára afmæli síðastliðið haust, einmitt um það leyti sem æfingar hófust á Hvammstanga. Það er Sigurður Líndal Þórisson, sem nýlega er fluttur heim eftir um tuttugu ár starf við leikhús í London, sem leikstýrir þessari uppfærslu. Kom hann að verk- efninu að Ingibjörg Jónsdóttir og fleiri skipuleggjendur höfðu lagt drög að uppfærslunni, en undirbúningur hefur staðið lengi. Í verkinu er textinn einkum sóttur í Jóhannesarguðspjall og er atburðarásin rakin frá sjónarhóli Júdasar sem er aðal- persónan í verkinu, ásamt Jesú Kristi og Maríu Magdalenu, en ástinni er fléttað inn í sögu- þráðinn á þann veg að María þarf að takast á við tilfinningar sínar gagnvart Jesú. Íslenskun verksins er eftir Hannes Örn Blandon og Emelíu Baldursdóttur. Tuttugu leikarar koma fram í sýningunni, auk fimm manna hljómsveitar og fjölmargra aðila á bak við tjöldin. Með hlutverk Jesú fer Kristinn Rúnar Víglundsson, Hrafnhildur K. Jónsdóttir er í hlutverki Maríu og Valdimar Gunnlaugsson í hlutverki Júdasar. Öll skila þau sínum hlutverkum frábærlega, bæði leik og söng. Sama er að segja um aðra sem stíga á svið, söngurinn er fallegur og hver hreyfing þaulæfð. Alveg magnað hvað mikið er af hæfileikaríku fólki í ekki stærra samfélagi. Það var ekki laust við gæsahúð og jafnvel nokkur tár á hvarmi í áhrifamestu atriðunum en einnig læddust fram stöku bros, ekki síst þegar Tómas Örn Daníelsson steig á svið í hlutverki Heródesar. Dansarnir voru fallegir, búningar vel Söngleikurinn Superstar á Hvammstanga stórkostlegu uppfærslu af Súperstar, geta verið stoltir af sínu framlagi um ókomna tíð. Ég þakka fyrir frábæra kvöldstund í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hlakka til að sjá hvað samfélagsleikhúsið þar tekur sér næst fyrir hendur. Kristín S. Einarsdóttir, blaðamaður heppnaðir og einföld sviðs- myndin þjónaði tilgangi sínum vel. Þá fannst mér alveg frábært að lagt skyldi vera í þá miklu vinnu að hækka áhorfenda- bekkina upp þannig allir sæju vel yfir sviðið. Lýsingin var líka skemmtileg og áhrifarík, ekki síst í atriðinu þar sem Jesús er hýddur með svipu og svo virðist sem blóð hans leki um sviðið. Tónlistin barst líka afar vel um salinn, söngur og undirleikur skilaði sér vel í eyru áhorfenda. Allt myndaði þetta sannfærandi heild sem hélt áhorfandanum föngnum frá upphafi til enda. Og ekki var verra að sýningin skyldi akkúrat vera um páska, þannig að segja má að maður hafi fengið boðskap þeirra beint í æð. Í leikskrá talar leikstjóri um samfélagsleikshús, sem ekki er einungis afsprengi samfélagsins, heldur líka samfélaginu til góða: „Samfélagsleikhús styrkir samheldni. Samheldni býr til sterkara samfélag; sterkara samfélag býr til sterkara samfélagsleikhús.“ Þetta eru orð að sönnu og samfélagið á Hvammstanga hefur svo sannarlega búið til gott leikhús, sem margir nutu góðs af, enda uppselt á þær fjórar sýningar sem auglýstar voru, sem og á þá fimmtu sem bætt var við. Allir þeir sem lagt hafa á sig ómælda vinnu undanfarna mánuði, til að koma á svið þessari MYNDIR: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.