Feykir - 06.04.2016, Page 11
13/2016 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að fá sér
rúgbrauð með lifrarkæfu...
Spakmæli vikunnar
Það er ekki ástin heldur afbrýðisemin sem vill
fyrir hvern mun vita allt. - Frithiof Brandt
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is
Krossgáta
UPPSKRIFT III
Súkkulaðidrykkur
með Kahlúa
150 g Síríus 70% súkkulaði,
fínsaxað
8 msk Kahlúa-líkjör
8 dl mjólk, heit
Aðferð: Setjið súkkulaðið og
Kahlúa-líkjörinn í könnu eða skál
og hrærið saman. Hellið sjóðheitri
mjólkinni saman við og hrærið þar
til súkkulaðið er bráðið og hefur
blandast saman við mjólkina.
Skiptið drykknum jafnt í 4 meðal-
stór glös. Skreytið t.d. með þeytt-
um rjóma og rifnu súkkulaði.
UPPSKRIFT IV
Brownies með
karamellukeimi
280 g Síríus Konsum 70%
súkkulaði
3 egg
2 tsk vanilludropar
280 g púðursykur
80 g hveiti
1½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
200 g smjör, bráðið
200 g pekanhnetur
Aðferð: Hitið ofninn í 170°C.
Saxið allt súkkulaðið og bræðið
helminginn af því yfir vatnsbaði.
Þeytið egg, vanilludropa og
púðursykur saman þar til blandan
verður létt og ljós. Sigtið hveiti,
lyftiduft og salt og blandið verlega
saman við. Blandið bræddu
súkkulaði og smjör saman við
deigið og hrærið varlega saman
við.
Smyrjið 20 sm x 30 sm fer-
kantað kökuform vel og klæðið
það að innan með bökunarpappír.
Hellið deiginu í formið og bakið í
20-22 mínútur. Leyfið kökunni að
kólna dálítið í forminu áður en
hún er skorin í bita. Berið bitana
fram volga með vanilluís eða
þeyttum rjóma og berjum.
Verði ykkur að góðu!
Súkkulaði, súkkulaði
og meira súkkulaði
UPPSKRIFT I
Rjómaís
½ l rjómi
4 egg
4 msk ljós púðursykur
vanillusykur
100 g rjómasúkkulaði
1 msk kaffilíkjör
Aðferð: Þeytið rjómann. Þeytið
saman púðursykur og egg. Setjið
rjómann og vanillusykurinn saman
við. Brytjið súkkulaðið og setjið það
út í. Frystið í fallegu formi.
Sósa:
100 g rjómasúkkulaði
2 dl rjómi
Aðferð: Bræðið súkkulaðið og
rjómann saman við vægan hita eða
í vatnsbaði og berið fram heitt með
ísnum. Fyllt Síríus súkkulaði er
einnig ljúffengt í svona sósu.
UPPSKRIFT II
Súkkulaðiskonsur
100 g Síríus Konsum
suðusúkkulaði, grófsaxað
350 g hveiti (gæti þurft meira)
1½ tsk lyftiduft
½ tsk kardimommur,
malaðar (má sleppa)
1 msk sykur
1 tsk salt
2 msk olía eða bráðið smjörlíki
½ dl mjólk
1½ dl sýrður rjómi, 10%
1 egg
Aðferð: Hitið ofninn í 200°C.
Blandið söxuðu súkkulaði, hveiti,
lyftidufti, kardimommum, sykri
og salti saman í skál. Þeytið olíu
eða smjörlíki, mjólk, sýrðan rjóma
og egg saman í annarri skál og
blandið þessu saman við þurrefn-
in.
Hnoðið deigið vel saman og
bætið við meira hveiti ef þarf.
Rúllið deigið í pylsu og skerið hana
í 6 sm langa bita. Raðið þeim á
pappírsklædda bökunarplötu og
bakið kökurnar í 10–12 mínútur,
eða þar til þær eru fallega
gullinbrúnar.
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglind@feykir.is
Nú eru flestir sennilega
útbelgdir af súkkulaðiáti eftir
páskana en ef svo ólíklega vill
til að einhverjir eigi til páskaegg afgangs og vantar hugmyndir
til að gera eitthvað gott úr þeim þá leggur Feykir til eftirfarandi
uppskriftir af vefsíðu Nóa Siríus, noi.is.
Sælkerar takið eftir! Feykir spyr...
Hvað gerðir þú
um páskana?
Spurt á Facebook
UMSJÓN berglind@feykir.is
„Ég messaði þrisvar á páskadag,
fór í heimsókn til mömmu
og pabba á annan og endaði
á að sjá glæsilega uppfærslu
á Jesus Christ Superstar á
Hvammstanga.“
Sigríður Gunnarsdóttir,
Sauðárkróki
„Fór með megnið af fjöl-
skyldunni til Vestmannaeyja í
tvö stórafmæli í fjölskyldunni.
Alltaf gaman að koma þangað.“
Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
Sauðárkróki
„Fór í fermingu til Eskifjarðar
á skírdag eftir það var ég í
rólegheitum heima en sýndi
tvö bíó á annan í páskum.“
Sigurbjörn Björnsson,
Sauðárkróki
„Páskunum var eytt hjá tengdó
á Dalvík, skíðaæfingar og mót
hjá þeim tíu ára og rólegheit hjá
okkur hinum.“
Guðmann Jónasson,
Blönduósi
Hahaha...
Af hverju skilaði Hafnfirðingurinn bindinu aftur í búðina?
-Það var of þröngt um hálsinn.
Vissurðu að...
... á Suðurheimsskautinu er jökull sem heitir Blóðfoss en hann gefur
reglulega frá sér rauðan vökva, líkt og jöklinum blæði?
... að Rómverjar stunduðu það að þrífa og hvíta tennur sínar með
hlandi? Þetta ku virka en í guðanna bænum ekki gera þetta!
... Vladimir Nabokov fann næstum því upp broskallinn?