Feykir


Feykir - 06.04.2016, Blaðsíða 5

Feykir - 06.04.2016, Blaðsíða 5
13/2016 5 Vorið er komið og grundirnar gróa Tindastólsmenn komnir í fjögurra liða úrslit eftir frækna frammistöðu gegn Keflvíkingum Það var boðið upp á taumlausa skemmtun og farsælan endi í Síkinu sl. mánudagskvöld þegar Keflvíkingar komu sperrtir til leiks eftir að Stólarnir höfðu, að sögn körfuboltaspekinga landsins, kveikt neistann í Keflvíkingum í þriðja leik liðanna sem Suðurnesja- mennirnir unnu örugglega. Sú tíra var ekki lengi að slokkna því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur í Síkinu 98-68 fyrir Tinda- stól sem hefur því tryggt sæti sitt í fjögurra liða úrslitunum með 3-1 sigri í rimmu liðanna. Stemningin í Síkinu var hreint geggjuð því hálftíma fyrir leik var stúkan þéttsetin, aðeins Keflvíkingar sem létu bíða eftir sér. Þeir voru í fínu stuði þegar þeir mættu og mikið gaman að heyra stuðningsmannasveitir liðanna kallast á á löngum köflum allt kvöldið. Eftir rúmar þrjár mínútur var staðan orðin 13-3 og vörn Tindastóls algjörlega mögnuð. Helgi Viggós var í ham og allar hreyfingar tímasettar upp á ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF „Stóra markmiðið sem loksins náðist“ Skagfirðingur Íslandsmeistari í Fitness Skagfirðingurinn Elmar Eysteinsson gerði sér lítið fyrir og hreppti Íslandsmeistaratitli í Fitness á fimmtudaginn var. Feykir spjallaði við Elmar um mótið, undirbúninginn og feril hans í Fitness. Hverra manna ertu? -Ég er sonur Eysteins Steingrímssonar frá Laufhóli og Aldísar Axelsdóttur frá Litlu- Brekku. Þau búa núna á Laufhóli en vinna bæði á Hólum, ásamt því að vera með búskap. Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í fitness? -Ég tók þátt á mínu fyrsta móti árið 2012 en þá keppti ég í unglingafitness. Mótið gekk ekkert sérstaklega vel hjá mér en þá kviknaði upp eldur innra með mér og ég vissi nákvæmlega hvað mig langaði til að gera. Það tókst síðan núna næstum fjórum árum síðar. Hefurðu keppt á mörgum mótum? -Ég er búinn að keppa á fjórum mótum samtals. Aldrei hefur mér fundist ég ná að skila mínu besta fyrr en núna en öll mótin sem ég keppti á hafa hvatt mig áfram til þess að leggja enn harðar að mér svo ég geti náð markmiðum mínum. Kom sigurinn á óvart? -Fyrir hvert Elmar Eysteinsson. MYND: ICELAND FITNESS einasta mót sem ég hef keppt á hef ég alltaf stefnt á sigur og spáð mikið í keppinautum mínum. Fyrir þetta mót ákvað ég að leggja alla mínu orku í að hugsa bara um mig og að ég komi eins góður og ég mögulega gæti verið. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki stefnt á sigur fyrir þetta mót. Ég virkilega trúði því að ég gæti unnið og það var mitt markmið. Maður veit samt aldrei og sérstaklega þegar maður keppir í gríðarlega sterkum ellefu manna flokki. Tekurðu þátt í öðrum íþróttum? -Nei, það geri ég ekki. Fitnessið tekur allan minn tíma og rúmlega það. Ég æfði körfubolta og knattspyrnu þegar ég var yngri með Tindastól en það er orðið langt síðan ég hætti. En maður tekur nú stundum smá sprikl í boltanum eins og Molduxamótið um jólin og Jónsmessu-fótboltamótið á Hofsósi og hef virkilega gaman af því. Ertu búinn að setja þér ný markmið í framhaldi af sigrinum? -Nei, þetta var stóra markmiðið sem loksins náðist. Næsta vika verður tekin í að skoða og meta framhaldið og möguleikana. Ég hef aðeins verið að skoða mót utan landssteinana en veit ekkert hvort það verði núna fljótlega eða seinna. Sama hvað þá er markmiðið að halda áfram að bæta sig og gera enn betur en núna um helgina, ég er bara rétt að byrja í Ísólfur Líndal hefur tekið þátt í KS-Deildinni frá upphafi, að undanskyldu árinu í fyrra. Hann er í liðinu Ísbess/ Hleðsla og segir skipta sig mestu máli að hann og hesturinn sem hann keppir á í hvert skipti fari heim sáttir hvor við annan. Hver er maðurinn? Ég er 38 ára bóndi í Húnaþingi vestra. Hvaðan ertu? Ég er fæddur og uppalinn á Lækjamóti og þar bý ég nú með fjölskyldu minni, þeim Vigdísi, Ísak Þóri og Guðmari. Hefurðu tekið þátt í KS- Deildinni áður? Já, ég hef verið með í deildinni frá upphafi að undanskildu síðasta ári. Hvernig hefur það gengið? Það hefur bara gengið vel í gegnum tíðina, hef unnið hinar ýmsu greinar og oft verið í úrslitum. Ég vann deildina 2013 of 2014 sem var mjög gaman. Hvernig líst þér á KS deildina í ár? Deildin er bara mjög skemmtileg. Það er alltaf gaman að fylgjast með ungum og efnilegum knöpum og hestum sem eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Ásamt því að sjá hvernig eldri og reyndari hestar og menn koma stemmdir til leiks. Varstu sáttur við sæti þitt á síðasta keppniskvöldi? Á síðasta móti var töltið, þar endaði ég í öðru sæti. Það sem skiptir mig mestu máli er að ég og hesturinn sem ég keppi á í hvert skipti förum heim sáttir hvor við annan. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? Á þau mót sem eftir eru stefni ég á að koma með Gulltopp frá Þjóðólfshaga II í gæðingafimi og T2. Í skeiðið langar mig síðan til að renna Korða frá Kanastöðum sem er að koma til baka eftir langvinn meiðsli. Hverjir eru aðalkostir þeirra? Gulltoppur er frábær hestur, sjálf- berandi og skemmtilegur með einstakan hæfileika til að bera sig vel á slökum taum á tölti. Korði er mjög fljótur á skeiði og elskar það. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? Já, ég hef verið að keppa í Meistaradeildinni fyrir sunnan í vetur. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? Nei, ekkert sérstakt. Ísólfur Líndal Vann KS-Deildina 2013 og 2014 ( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is Jerome Hill finnur enga leið framhjá Helga Viggós og Darrel Lewis og þannig var það lengstum á mánudaginn. Anthony Gurley og Helgi Margeirs fylgjast með úr seilingarfjarlægð. MYND: ÓAB þessu og hlakka mikið til að setja mér ný markmið. Eitthvað að lokum? -Þessari íþrótt hefur alltaf fylgt mikið umtal um að þeir sem stundi sportið noti stera og ólögleg efni til þess að ná góðum árangri. Ég get sagt með 100% hreinni samvisku að ég hef aldrei notast við nein ólögleg efni til þess að ná árangri. Svo það sé alveg á hreinu þá er ég ekki að saka einn né neinn um að notast við þessi efni. En þegar ég byrjaði fékk ég oft að heyra frá ýmsum aðilum að ég myndi aldrei ná neinum árangri í þessari íþrótt ef ég ætlaði ekki að nota stera eða lyf til að hjálpa mér og það væri það sem þyrfti. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er sú að ég vil sýna að þetta sé hægt á náttúrlegan og góðan hátt og einnig vil ég vera fyrirmynd fyrir aðra sem hafa áhuga á að keppa og vilja fara sömu leið. Með gríðarlegri vinnu, skipulagi og miklum aga er allt hægt. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í gegnum þetta ferli, það er ekki hægt að fara einn í gegnum þetta og maður þarf að eiga góða fjölskyldu og vini að svo þetta gangi. Að lokum vil ég minnast á kærustuna mína hana Anítu Rós Aradóttur sem hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið og stutt við bakið á mér alveg síðan við fórum að hittast fyrir um þremur árum síðan. Hefði ekki getað þetta án hennar. Hún er sjálf bikarmeistari í módel- fitness ásamt því að hafa unnið heildarstigakeppnina í þeim flokki og veit því hvað þarf til þess að ná árangri í þessari íþrótt. /KSE sekúndubrot. Í sókn Stólanna gekk nánast allt upp sömuleiðis og það var helst að Lewis væri að klikka í skotunum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30- 11 og talnaglöggir menn voru fljótir að framreikna það og töldu það næsta víst að leikurinn endaði 120-44. Ekki gekk það nú alveg eftir en í hálfleik var staðan 50-28 og áfram héldu Stólarnir á fullri ferð í þriðja leikhluta þar sem Dempsey fór á kostum. Mest náðu Tindastólsmenn 42 stiga forystu í fjórða leikhluta en gestirnir löguðu stöðuna aðeins í blálokin. /ÓAB Stig Tindastóls: Dempsey 20, Gurley 15, Viðar 13, Pétur 12, Helgi Viggós 11, Lewis 10, Helgi Margeirs 9, Hannes 5 og Ingvi 3.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.