Feykir


Feykir - 06.04.2016, Blaðsíða 8

Feykir - 06.04.2016, Blaðsíða 8
8 13/2016 Edda Borg Stefánsdóttir frá Sauðárkróki er nú búsett á Akureyri. Hún er uppalin á Króknum, fædd 1991. „Ég er dóttir Stebba Gauks, starfar sem töframaður í Loðskinn, kenndur við Gauksstaði á Skaga, og Ollu Dísar, dóttir Gígju og Árna heitinna á Hólmagrund.“ Röddin er aðal hljóðfæri Eddu en einnig spilar hún á píanó og gítar. „Mig langar að læra á kontrabassa og blásturshljóðfæri líka, það er alltaf hægt að bæta við sig!“ segir hún eldhress. Helsta afrekið í tónlistinni segir hún einfaldlega hafa verið drífa sig loksins til að semja og fara í söngnám. Ég tek grunnpróf í Tónlistarskóla Akureyrar núna í apríl. Annars var auðvitað mjög skemmtilegt að fá að vera Tarantúla með Arnari og Helga,“ segir Edda og vísar þar í lagið Tarantúlur með Úlfur Úlfur. Hvaða lag varstu að hlusta á? Sissy That Walk með RuPaul, dásamleg dragdrottning sem er með þáttaröð í anda ANTM. Ég var að horfa á nýjasta þáttinn rétt í þessu. Uppáhalds tónlistartímabil? Æh, ég fýla í alvörunni eitthvað af öllu, kann svo innilega að meta hvernig þetta breytist allt saman og vil halda í fjölbreytnina, en sjöundi áratugurinn var allavega mjög mikilvægur í tónlist. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Þessa dagana eru það rappettur sem sperra eyrun uppá innblástur, Jenelle Monáe, ANTI nýja Edda Borg Stefánsdóttir / rödd, píanó, gítar „Það er alltaf allt í boði í tónlist, það er það besta við hana“ ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Toppurinn VINSÆLUSTU LÖGIN Á PLAYLISTANUM Yoga JANELLE MONÁE Don’t Wait MAPEI Gangsta KAT DAHLIA Summertime ELLA FITZGERALD I Want You THE BEATLES From Time DRAKE (er að vinna í síðustu þremur lögunum í skólanum) platan með Rihanna og Coldplay þar sem ég og Halla systir erum að fara á þá í sumar! Svo virðist ég alltaf vera með eitt lag sem ég gjörsamlega spila aftur, aftur og aftur. Núna er það Gangsta með Kat Dahlia. Annars er ég nýbúin með langt skeið af Pentatonix, sem er ótrúlega skemmtilega blandaður hópur sem notar engin hljóðfæri, bara raddir. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Ég fékk nú ekkert tónlistaruppeldi (ef það er orð?) en í dag er það hvað sem ég set á, sem er oftast jazz eða rapp, við erum bara tvö á heimilinu og Ómar kærastinn minn er álíka músíkalskur og gafall. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég þori ekki að fara með það en allar líkur á Bob Marley eða Red Hot Chili Peppers. Hvaða græjur varstu þá með? Við tvíburarnir fengum litlar græjur í jólagjöf eitthvert árið, með bláum hátölurum. Alveg mega svalar. Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf? Amma Gígja heitin gaf okkur alltaf geisladisk í jólagjöf sem við völdum sjálfar. Ég man ekki hver var fyrst, en man vel eftir Try This með P!nk. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Þessa dagana skipti ég um stöð ef Seven Years Old með Lukas Graham byrjar. Ég er nokkuð viss um að það séu bara hallærislegir hipstera stælar í mér af því að öllum finnst það gott. Svo spilar inní hvað það fær rosalega mikla spilun og þannig fær maður smá ógeð. Uppáhalds Júróvisjónlagið? Vávává, besta vinkona mín, Heiða Jonna, er Eurovision sjúk og búin að mata mig vel! Ég held að ekkert toppi Euphoria og Is it True. Annars er Ein bißchen Frieden, sigurlag þjóðverja 1982, eitthvað sem gleður alltaf með sínu dásemdar hallæri! Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Þar stendur poppið sig alltaf vel, ef fólk kann textan er það 90% líklegra til að dansa. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Vá, svo misjafnt, hvetjandi, krúttlegu og nægjusömu Úlfur Úlfur, Ellu Fitzgerald, Led Zeppelin, Amy Winehouse... Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Svarið við þessari spurningu var Coldplay með Höllu systur, hún þá að sjá Coldplay og ég að sjá hana bilast, haha. En það verður að raunveruleika í sumar svo nú verð ég að finna eitthvað nýtt, Rihanna með Klöru systur eða Kanye vin okkar Gígju systur! Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst kominn með bílprófið? Þegar ég rúntaði með strákunum voru það nánast alltaf Foo Fighters eða Sálin og Gospel. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Ég get ómögulega valið einn, gæti blandað 15 listamönnum saman, þangað til ég heyri eitthvað nýtt og vil þá bæta því við. Það er alltaf ALLT í boði í tónlist, það er það besta við hana. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? VÓ! Ég ólst ekki upp við neitt af þessu gamla góða svo ég er enn að kynna mér það sjálf. Bubba plöturnar Kona, Sögur 1980-1990 og 1990-2000 voru alltaf í jeppanum hans pabba á ferðalögum, svo ég segi þær. við hana á til að geta haldið heyskapnum áfram. „Ég hef aldrei verið hestamaður,“ ítrekar hann, „en mér þykir gaman að hafa upplifað þetta.“ Segja má að áhugamál Óla í Víðidalstungu séu samofin dalnum og umhverfinu, enda tengjast þau náttúrunni og útiveru. Hann hefur rennt fyrir fisk í Víðidalsánni þegar færi hefur gefist, enda á Víðidalstunga land að ánni. Til eru frásagnir Óskars, föður hans, af veiðiskap sem stundaður var fyrir daga veiðifélags. Þá var dregið á í ánni, sem kallað var. „Víði- dalstunga hefur löngum verið mesta veiðijörðin í héraðinu á eftir Þingeyrum. Aðalveiði Víði- dalstungumanna var í Kerunum sem kölluð eru, þar sem Fitjaáin fellur í Víðidalsána. Þá var ekki laxastigi þar og laxinn stoppaði því þar. Þarna var svolítið sérstakur veiðiskapur, en pabbi var sá síðasti sem stundaði hann. Laxinn safnaðist saman upp á milli fossanna, þar sem er pyttur og klöpp út í. Þá fóru tveir menn þar upp og létu netið detta ofan í hylinn og svo var laxinn dreginn upp í klöppina og á land,“ útskýrir Óli og bætir því við að faðir hans hafi mest fengið 90 laxa þar á einum degi, líklega árið 1927. Óli kveðst lítt áhugsamur um að veiða lax til að sleppa honum, eins og nú er orðið algengt og nokkuð langt sé orðið síðan hann veiddi lax síðast. Mest segist hann hafa veitt heima við en einnig farið þó nokkur ár í Grímsá í Borgarfirði með Þorbirni Gíslasyni, mági sínum, sem lengi var leiðsögumaður þar. „Grímsá er hin uppáhalds- áin, alveg eins íbúar í Lundar- reykjadal og allt tengdafólkið mitt, sem hefur tekið mér afskaplega vel alla tíð, eru hitt uppáhaldsfólkið,“ segir hann. Rjúpnaveiðin gat verið ágætist búbót Veiðiáhuginn er ekki bundinn við stangveiðina því Óli stundaði rjúpnaveiðar og á það enn til að ganga til rjúpna í nágrenni bæjarins, svona til að sækja í matinn. „Á þessum árum sem ég stundaði þetta mest, eftir 1960, var talsvert mikið af rjúpu og þá var maður að hafa frá 30 til 50 rjúpur yfir daginn og komst ég mest upp í 70. Þegar það fór að fara niður fyrir 20 fannst manni það heldur rýrt, en nú þykir ágætt að fá tvær til þrjár.“ Þannig gat rjúpnaveiðin að sögn Óla verið ágætis búbót, auk þess að vera hin besta skemmtun. Grenjavinnslu stundaði Óli í mörg ár. Þó hann sé hættur að liggja á greni segist hann alltaf farinn að kíkja yfir í fjallið þegar snjóa tekur að leysa, til að vita hvort grenin sem hann þekkir séu komin upp úr. Hann segist svo hafa tekið upp á því á gamals aldri að skjóta tófur heimavið, ásamt Hallfríði dóttur sinni. Veiða þau þær jafnvel úr fjárhúsunum, enda er tófan farin að ganga heim að bæjum og henni hefur fjölgað síðan hann var sem mest við grenjavinnslu. Óli segist una því vel að geta verið áfram í búskapnum með dætrunum og gantast með að í dag sé hann vinnumaður á búinu og hafi lýst því yfir þegar hann varð „löggilt gamalmenni“ að hér eftir gerði hann bara það sem honum þætti skemmtilegt. Dæturnar tvær séu orðnar ábyrgar fyrir helstu ákvörðunum varðandi búskapinn og eigi í dag meirihlutaeign í búinu, sem hefur verið rekið sem einka- hlutafélag síðustu tíu árin. „Þær leita gjarnan ráða, sem er hið besta mál, enda hef ég alltaf sagt það þegar ég hef verið að hætta í hinu og þessu, að ef einhver vill tala við mig þá er það í góðu lagi,“ segir hann. Þó að bústörfin og veiði- skapurinn hafi minnkað, segist Óli oft fá sér göngutúr sér til andlegrar og líkamlegrar heilsu- bótar og þá liggi leiðin gjarnan niður að ánni. Blaðamann rennir þó grun í að þátttakan í bú- störfunum sé meiri en Óli vill vera láta, enda er hann farinn út til gegninga skömmu eftir að spjallinu og kaffidrykkjunni er lokið. „Ég hef lifað mér til ánægju og ætla að gera það áfram, meðan heilsan leyfir,“ segir hann að lokum. Óli við fjárhúsin. Núorðið segist hann bara vera vinnumaður á bænum og gera helst það sem sér þyki skemmtilegt. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.