Feykir


Feykir - 06.07.2016, Síða 8

Feykir - 06.07.2016, Síða 8
8 26/2016 Á Löngumýri í Skagafirði hefur í áratugi verið boðið upp á orlofsdvöl fyrir eldri borgara. Dvölin er á vegum Eldriborgara- ráðs Þjóðkirkjunnar og það er Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ráðsins, sem hefur umsjón með henni. Gestirnir og starfsfólkið eru sammála um að það sé einstak- lega gott að vera á Löngumýri, þar sem aðstaðan og umhverfið er til fyrirmyndar. Auðheyrt var á dvalargestum sem blaðamaður Feykis hitti í síðustu viku að þeir eru ánægðir og að dvölin gefur þeim mikið og er tilhlökkunar- efni allt árið. Þórey Dögg segir að upphaf orlofsdvalarinnar megi rekja aftur til ársins 1978, þegar formlegt starf fyrir eldri borgara í kirkjunum á höfuðborgar- svæðinu hófst. Þá voru einstaka áhugasamir prestar farnir að fara með eldri borgara í styttri ferðir sem þróaðist svo í átt að því formi sem nú er á orlofsdvölinni, sem nú hefur verið á Löngumýri árum saman en var áður í Skálholti. Ásamt Þóreyju Dögg, sem er djákni, eru djáknanemi og djáknakandídat með hverjum hóp, auk starfsfólksins á Löngu- mýri. Nefnir hún sérstaklega hversu þakklát hún sé fólki sem er tilbúið að koma og taka þrátt í afþreyingu fyrir gestina, en kvöldvökur eru á hverju kvöldi og þá koma heimamenn gjarnan með tónlistaratriði, fyrirlestra eða slíka afþreyingu. Þórey Dögg ítrekar að orlofsdvölin sé í boði fyrir eldri borgara um allt land, þó hingað til hafi flestir gestanna komið úr Reykjavík. „Við viljum bjóða eldri borgunum upp á góða dvöl, þar sem við erum að tryggja þeim góða þjónustu andlega, líkamlega og trúarlega. Mark- hópurinn okkar er fólk sem á ekki kost á að fara mikið í aðrar ferðir, til dæmis af heilsu- farsástæðum,“ segir hann hún. Þrjú ár eru síðan Þórey Dögg hóf störf og síðan hefur hún unnið að því að kynna orlofsdvölina. Nú er svo komið að þrátt fyrir að hópunum hafi fjölgað myndaðist biðlisti í ár. Hún hefur einnig verið ötul við að afla fjár til að niðurgreiða dvölina, sem býðst þátttakendum á kostnaðarverði, til að allir eigi kost á að vera með, óháð fjárhag. „Viss um að við lifum á þessu allt árið“ Orlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir „Dásamlegt að vera hérna“ Hjónin Lilja Þorsteinsdóttir og Ingi Bergvin Sigmarsson úr Reykjavík voru að ljúka annarri dvöl sinni á Löngu- mýri þegar blaðamann bar að garði. „Við vorum hérna í fyrra og líkaði afskaplega vel, þess vegna erum við komin hingað aftur,“ segja þau. „Það er alveg dásamlegt að vera hérna,“ segir Ingi og Lilja bætir við að sér finnist alltaf fallegt og gaman að koma í Skagafjörðinn. „Þjónustufólkið er alveg dýrlegt og það fólk sem stendur að þessu alveg frábært. Það stjanar við mann,“ segja þau. Þau hjónin segja jafnframt að starfið sé fjöl- breytt og félagsskapurinn mjög góður. „Það styður hver annan ef eitthvað er, við erum 27 hérna í einu,“ segir Lilja. Ingi Bergvin segir blaða- manni frá ferð til Akureyrar í blíðskaparveðri og er ánægður með að hafa komist í sínar æskuslóðir í Eyjafirði. Lilja er hins vegar úr Vestamanna- eyjum. „Hann kom á vertíð,“ segir hún brosandi þegar blaðamaður innir þau eftir hvar leiðir þeirra lágu saman. Að lokum segjast þau ætla að nota tækifærið og heimsækja vinafólk í Skagafirði, áður en þau halda heim á leið með strætó. Lilja Þorsteinsdóttir og Ingi Bergvin Sigmarsson, búsett í Reykjavík Kærleikur, elska og góðvild Karen Lísa Guðmundsdóttir var að koma á Löngumýri í fyrsta sinn og segist hafa komið fyrir hvatningu vin- konu sinnar, sem kynntist Þóreyju Dögg þegar hún starfaði í Fella- og Hóla- kirkju, og hafði frétt af orlofsdvölinni. Sjálf hefur Karen Lísa verið virk í félagsstarfi Neskirkju. „Þetta er alveg yndislegt sam- vera hérna, umhverfið og allt hérna er svo yndislegt og gott og stúlkurnar sem eru hérna með okkur. Þær gera okkur eins gott og mögulegt er,“ segir Karen Lísa. „Þetta er einn kærleikur, elska og góðvild. Hér eru allir eins og ein fjölskylda Ég finn líka fyrir miklum frið og kærleik hérna inni, sem fylgir oft þar sem Guðs orð er haft um hönd,“ segir hún. Karen Lísa segist hafa verið virk í barnastarfi KFUK hérna áður fyrr. Henni finnst hún komin aftur til þeirra ára og segir morgunstundirnar, þar sem m.a. eru sungnir fallegir barnasálmar ánægjulegar. Hún er orðin ekkja og segist fá mikla tilbreytingu og ánægju út úr dvölinni. Það sé gott að komast í þessa dvöl á sumrin, þegar mikið af félagsstarfi eldri borgara liggur niðri. Dvölina segir hún hafa liðið mjög fljótt og segist ætla að sækja um aftur á næsta ári. „Ég er viss um að við lifum á þessu þegar við komum heim, lengi á eftir,“ segir hún að lokum. Karen Lísa Guðmundsdóttir, búsett í Reykjavík „Væri ekki búin að koma svona oft ef það væri ekki gott að vera hér“ Guðný Erla, sem jafnan er kölluð Erla, var í sinni sjö- undu orlofsdvöl á Löngu- mýri í síðustu viku. „Mér líkar mjög vel, ég væri ekki búin að fara svona oft ef það væri ekki gott að vera hér,“ segir hún. „Fyrst kom ég með mágkonu minni en nú getur hún ekki farið lengur, síðan kom ég með vinkonum en ég er búin að vera ein í herbergi fjórum sinnum. Erla bjó lengi í Grindavík og hefur verið ekkja í tíu ár. Hún segist fara í dagvistun aldraðra á Þorraseli við Vesturgötu í Reykjavík þrisvar í viku. „Þar erum við að sauma og prjóna. Ég var líka í leshópi, útskurði og kór eldri borgara, en það er komið í sumarfrí.“ Hún segist hafa kynnst mörgum á Löngu- mýri og hitt ýmsa sem hún þekkti í þessari dvöl, þó hún hafi ekki vitað af þeim fyrir. „Mér líkar mjög vel hérna og þjónustan er góð,“ segir hún að lokum. Guðný Erla Jónsdóttir, búsett í Reykjavík Fjölmennt og góðmennt á Löngumýri. MYNIRD: KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.