Feykir


Feykir - 06.07.2016, Side 10

Feykir - 06.07.2016, Side 10
10 26/2016 Vel lukkað Landsmót hestamanna að baki Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við lands- mótsgesti á laugardag en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. „Þetta gekk gríðar- lega vel, frábær hópur sem gerði þetta mögulegt, bæði í aðdraganda mótsins og á meðan á því stóð og frábærir gestir. Frábær umgengni, gleði hjá gestum og svæðið sannaði sig sem glæsilegt hátíðarsvæði. Hólar eru þjóðarleikvangur íslenska hestsins!“ sagði Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsmótsins í samtali við Feyki. Af helstu úrslitum er að segja að Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing. Þau hlutu 9,16 í einkunn. Nökkvi frá Syðra-Skörðugili skákaði Loka frá Selfossi og sigraði B-flokkinn með 9,21. Jakob Svavar Sigurðs- son sat Nökkva. Konráð Valur Sveinsson sigraði 100m skeiðið á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II á besta tíma ársins í heiminum til þessa, 7,42. Gústaf Ásgeir Hinriksson úr Fáki er Landsmótssigurvegari í ungmennaflokki á hestinum Pósti frá Litla-Dal með einkunn- ina 8,88. Hafþór Hreiðar Birgis- son úr Spretti sigraði unglinga- flokkinn á Villimey frá Hafnarfirði og hlutu þau 8,82 í einkunn. Kristján Árni Birgis- son er Landsmótssigurvegari í barnaflokki á Sjens frá Bringu með 8,95 í einkunn. Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli sigraði Lands- mótstöltið en sigur þeirra var nokkuð öruggur og hlutu þeir 9,22 í aðaleinkunn. Bjarni Bjarnason setti heimsmet í 250m skeiði og fór sprettinn á Heru frá Þóroddsstöðum á tímanum 21,41 sek., fyrra heimsmet var 21,49 sek. Árni Björn Pálsson á Korku frá Steinnesi var fljótastur að renna 150 metrana á skeiði, 13,86 sekúndur. Arður frá Brautarholti hlaut Sleipnisbikarinn en hann er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. Fimm stóðhestar hlutu 1. verðlaun fyrir afkvæmi; Seiður frá Flugumýri II, Spuni frá Vesturkoti, Álf- finnur frá Syðri-Gegnishólum, Grunur frá Oddhóli, Kjerúlf frá Kollaleiru. Fleiri fréttir af Landsmóti má finna á Feykir.is /BÞ Æsispenna í skeiðkeppni á fimmtudeginum. MYND: ÓAB „Svæðið sannaði sig sem glæsilegt hátíðarsvæði“ Barnabörn Sveins Guðmundssonar, Svala, Anna Lóa og Sveinn, afhjúpuðu minnis- varða er reistur var til heiðurs afa þeirra. MYND: BG Sigurbjörn Bárðarson fór mikinn að venju. MYND: ÓAB Troðfull mönin á lokakvöldi Landsmóts. MYND: ÓAB Fánareið við setningu LM 2016. MYND: MARTINA GATES Magnús Magnússon var mættur. MYND: ÓAB Frá verðlaunaafhendingu. MYND: MARTINA GATES Hestur og stúlka. MYND: MARTINA GATES Séð yfir mótssvæðið sl. miðvikudag. MYND: PIB

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.