Feykir - 17.08.2016, Page 3
30/2016 3
Feykiflottur
Liggurðu á frétt? Áttu skemmtilega
mynd sem gaman væri að birta í Feyki?
Hafðu samband > feykir@feykir.is
350 ár frá fyrstu prentun Passíusálmanna
Hólahátíð um helgina
Hin árlega Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal
um helgina. Hófst hún á föstudaginn með
tónleikum í Hóladómkirkju þar sem barokksveit
Hólastiftis kom fram, en í ár voru Hólahátíðin og
Barokkhátíðin sameinaðar í eina hátíð. Á hátíðinni
var þess minnst að 350 ár eru liðin frá því að
Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar komu fyrst
út á prenti og af því tilefni hefur sýning á útgáfum
sálmanna verið opin í Auðunarstofu allan
ágústmánuð.
Á laugardaginn var gengin pílagrímaganga frá Gröf
á Höfðaströnd heim að Hólum og að henni lokinni var
helgistund í Hóladómkirkju og kvöldverður Undir
Byrðunni.
Á sunnudaginn hófst dagskrá með messu í Hóla-
dómkirkju. Sr. Hildur Eir Bolladóttir predikaði en
fyrir altari þjónuðu sr. Halla Rut Stefánsdóttir sóknar-
prestur, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup
á Hólum og sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson biskup.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir lýsti
blessun. Kór Hóladómkirkju söng, undir stjórn
Jóhanns Bjarnasonar og Helena Guðlaug Bjarnadóttir
sópran söng einsöng. Félagar úr barokksveit Hóla-
stiftis, þau Lára Sóley Jóhannsdóttir, Ásdís Arnardóttir
og Eyþór Ingi Jónsson, léku á hljóðfæri.
Að messu lokinni var boðið upp á hátíðarkaffi í
Hólaskóla. Var síðan haldin samkomu í Hóladóm-
kirkju þar sem sr. Solveig Lára flutti ávarp og forseti
Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flutti hátíðar-
ræðu, eins og nánar er greint frá á forsíðu. Meðfylgj-
andi myndir tók blaðamaður Feykis á Hólum á sunnu-
daginn. /KSE
Vikuna 7.–13. ágúst var rúmum 686 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum 276 tonnum var
landað á Sauðárkróki, tæpum 14 tonnum á Hvammstanga og rúmum 20 tonnum á Hofsósi.
Alls gera þetta um 1.000 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE
Aflatölur 7.–13. ágúst á Norðurlandi vestra
Um þúsund tonn að landi
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
HVAMMSTANGI
Brák HU 8 Handfæri 736
Harpa HU 4 Dragnót 13.140
Alls á Hvammstanga 13.876
SKAGASTRÖND
Arnar HU 1 Botnvarpa 524.088
Auður HU 94 Handfæri 813
Bjartur í Vík HU 11 Landb.lína 792
Blær HU 77 Landb.lína 381
Bogga í Vík Grásleppunet 817
Dagrún HU 121 Þorskfisknet 7.455
Dísa HU 91 Handfæri 225
Dúddi Gísla GK 48 Lína 6.250
Eyjólfur Ól. HU 100 Handfæri 3.024
Fengsæll HU 56 Grásleppunet 574
Geiri HU Handfæri 802
Guðrún R. HU 162 Handfæri 784
Gyðjan HU 44 Handfæri 663
Hafdís HU Handfæri 807
Hafrún HU 12 Dragnót 25.964
Húni HU 62 Þorskanet 814
Jenný HU 40 Handfæri 548
Kambur HU 24 Handfæri 394
Óli Gísla GK 112 Lína 2.671
Sandfell SU 75 Lína 38.123
Sighvatur GK 57 Lína 66.497
Skalli HU 33 Handfæri 805
Svalur HU 124 Handfæri 793
Sæfari HU 200 Landb. lína 933
Sæunn HU 30 Handfæri 788
Víðir EA 423 Handfæri 814
Alls á Skagaströnd 686.619
SAUÐÁRKRÓKUR
Badda SK 114 Þorskfisknet 476
Fannar SK 11 Handfæri 428
Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 24.547
Gammur SK 12 Þorskfisknet 2.749
Gjávík SK 20 Handfæri 366
Hafey SK 10 Handfæri 721
Helga Guðm. SK 23 Handfæri 338
Klakkur SK 5 Botnvarpa 96.285
Maró SK 33 Handfæri 286
Málmey SK 1 Botnvarpa 147.023
Már SK 90 Handfæri 773
Óskar SK 13 Handfæri 605
Sæborg HU 80 Handfæri 473
Vinur SK 22 Handfæri 160
Ösp SK 135 Handfæri 573
Alls á Sauðárkróki 275.803
HOFSÓS
Álborg SK 88 Handfæri 654
Ásmundur SK 123 Landb. lína 2.082
Bíldsey SH 65 Landb. lína 8.147
Geisli SK 66 Línutrekt 3.317
Skáley SK 32 Handfæri 379
Von SK 21 Handfæri 320
Þorgrímur SK 27 Landb.lína 5.211
Samtals 20.110
Innilegar þakkir til allra
fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna fráfalls
Valgarðs B. Guðmundssonar
sem lést 9. júlí sl.
Rut Valdimarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.