Feykir


Feykir - 17.08.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 17.08.2016, Blaðsíða 10
10 30/2016 „Rífandi gangur og hellingur að gera“ Mikil aukning gesta á Skagaströnd í sumar Nú er sumarið smám saman að renna sitt skeið og fyrirtæki og einstaklingar farnir að huga að haustinu með öllum sínum jarðarlitum og veðratilbrigðum. Blaðamaður Feykis átti leið til Skagastrandar og ákvað að kíkja við í tveimur mest áberandi fyrirtækjunum á svæðinu er snerta á ferða- mannabransanum; veitingastaðnum Borginni og Spákonuhofi. Samkvæmt Þórarni Br. Ingv- arssyni, vert á Borginni, var sumarið í fyrra hreint út sagt ömurlegt og veðrið spilaði þar aðalhlutverk. „Veðrið í ár er búið að vera dásamlegt og það hefur skilað sér í fullum sal á hverju einasta kvöldi. Það er bara rífandi gangur og hellingur að gera.” Segir hann ennfremur að í meirihluta séu þetta erlendir ferðamenn sem eru að sækja veitingastaðinn heim. „En veðrið er að gera það að verkum að Íslendingar eru að koma líka. Fólk er ekki að víla það fyrir sér lengur að keyra þennan litla spotta frá þjóð- veginum og hingað á Skaga- strönd.“ Þar spili internetið stóran þátt, því fólk sem hefur borðað að Borginni, sé að skrifa athugasemdir og gefa stjörnur á Facebook-síðu Borgarinnar og á ferðasíðum á borð við Trip Advisor. Aukning í spánum Sigrún Lárusdóttir, spákona hjá Spákonuhofinu segir að það hafi orðið nokkur aukning á gestum. „En mjög mikil aukning á spám.“ Um er að ræða erlenda ferða-menn og íslenska í bland. „Í júní voru þetta nær eingöngu erlendir gestir en þegar það fór að líða á sumarið og Íslendingar fóru í sumarfrí þá fóru þeir að skila sér til okkar.“ Sigrún segir ennfremur að sumir komi til þeirra ár eftir ár, nær eingöngu aðkomufólk. „Jú, það skila sér inn nokkrir heimamenn auð- vitað en þeir setjast frekar niður og fá sér kaffi með okkur og spjalla, enda er enginn spá- maður í sínu föðurlandi.“ UMFJÖLLUN Björgvin Gunnarsson 28 Þórarinn á Borginni. MYND: BG Úr Spákonuhofi.. MYND: BG „Vil sjá meira af trausti og virðingu á Alþingi“ Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Bjarni hefur setið lengst allra núverandi í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar, eða síðan árið 2002. Feykir hitti Bjarna að máli í vikunni og spurði út í bakgrunn hans og helstu baráttumál og hversvegna hann ákvað að gefa kost á sér í landsmálin. Bjarni er uppalinn í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi en faðir hans, Jón Bjarnason fv. alþingismaður er fæddur í Asparvík á Ströndum og móðir hans, Ingibjörg Sólveig Kolka er Húnvetningur, fædd á Blönduósi. Fjölskylda Bjarna bjó í Bjarnarhöfn uns hún flutti í Skagafjörð 1981 er faðir hans gerðist skólameistari á Hólum í Hjaltadal. Bjarni er stúdent frá FNV en lærði síðan sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í fiskifræði og stærð- fræðilegri tölfræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum. Eiginkona Bjarna er Izati Zahra, og á hann eina dóttur af fyrra sambandi, Kristínu Kolku. Í dag stundar Bjarni meistaranám, með áherslu á sjálfbæra stjórnun, við Háskólann á Bifröst samhliða öðrum störfum. Bjarni tók virkan þátt í öllu íþróttastarfi. „Meðan ég bjó í Bjarnarhöfn, en einnig hér, eftir að ég kom í Skagafjörðinn og keppti ég einkum í spretthlaupum. Hápunkt- urinn á þeim vettvangi var for- mennska Landsmótsnefndar UMFÍ 2004 á Sauðárkróki.“ „Ég kenndi um tíma við ferðamáladeild og fiskieldisdeild Hólaskóla. Eftir að námi lauk kom ég hingað og var forstöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofn- unar í 12 ár. Síðan vann ég um tíma við sjávarrannsóknir hjá Biopol á Skagaströnd og í dag veiti ég forstöðu Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem verið er að koma af stað aftur,“ segir Bjarni, aðspurður um fyrri störf. „Í vísinda- og rannsókna- starfi skiptir ekki máli hvort sam- starfsverkefni, svo sem við erlenda aðila, eru unnin í Reykjavík eða úti á landi,“ segir hann. „Það hefur sýnt sig að þarna eru tækifæri sem þarf að nýta betur. Sömuleiðis í ýmis konar þróunar- og nýsköpunar- verkefnum. Það er margt spennandi að gerast út um land allt, þó það fari ekki endilega mikið fyrir því og það þarf að hlúa betur að slíku.“ Bjarni segist í störfum sínum að sveitarstjórnarmálum hafa kynnst hinu pólitíska landslagi vel „Þetta eru búin að vera spennandi verkefni og maður er búinn að vinna með mörgum,“ segir hann. Á undan- förnum fjórtán árum hefur hann m.a. verið forseti sveitarstjórnar, formaður skólanefndar Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra og formaður landshlutasamtakanna SSNV. „Þar voru mörg og spennandi verkefni sem kröfðust samstarfs við fleiri aðila. Ég hef lagt áherslu á að mynda góð tengsl við sveitar- stjórnarfólk á öllu landinu og tel það mjög verðmætt. Við áttum t.d. mjög gott samstarf við Vestlendinga og Vestfirðinga um að koma á Strætó, þar sem við lögðum áherslu á að þetta væru samgöngur innan svæðis og fyrir svæðið en ekki bara í gegnum það,“ nefnir hann sem dæmi um þau verkefni sem hann hefur komið að. Verkefnin segir Bjarni gjarnan hafa snúið að því að berjast fyrir hagsmunum lands- byggðarinnar. „Þar hefur maður bæði verið að verja og sækja, það Bjarni Jónsson vill leiða lista Vg í Norðvesturkjördæmi VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur þurft að verja það sem við höfum líka.“ Tilbúinn að stíga þetta skref Bjarni segir það raunar vera eðlilegt framhald af þátttöku sinni sveitar- stjórnarmálum að bjóða sig fram til Alþingis. „Það er ákveðin ástríða sem fylgir pólitík og margir kannast við sem vilja hafa áhrif á eigið samfélag; að fylgja málum eftir og koma góðum hlutum til leiðar. Ég er verkefnamiðaður og málafylgju- maður þegar kemur að því að koma þeim í framkvæmd. Hins vegar liggur fyrir að mörgum hlutum í héraði kemur maður ekki áfram nema með því að vinna að stjórnmálum á landsvísu og hafa áhrif á löggjöf og fjárveitingar fyrir landið allt. Mér finnst þetta vera rétti tímapunkturinn og ég tel að ég gæti ekki verið tilbúnari til að stíga þetta skref.“ Aðspurður um helstu baráttumál sín segist Bjarni vera einlægur baráttumaður fyrir byggðajafnrétti og réttindum fólks til að geta notið þjónustu, óháð búsetu, og nefndir hann þar sem dæmi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá séu sam- göngur, fjölbreytt atvinna og menntun og skólastarf á landsbyggðinni honum hugleikin málefni. „Í kjördæminu eru þrír háskólar og öflugir framhaldsskólar og framhaldsdeildir sem eru lykill að því að halda í fólkið og fá nýtt fólk í byggðirnar. Ferðaþjónustan er í vexti og ekki má gleyma tæki- færunum sem eru í öflugum landbúnaði og sjávarútvegi, t.d. í þróunarstarfi í matvælavinnslu, sem eru einkennisgreinar lands- hlutans,“ segir hann. Í sjávar- útveginum er hvað mikilvægast að bæði veiðar og vinnsla haldist heima í byggðarlögunum og veiti þar örugga atvinnu og verðmæta- sköpun. Bjarni nefnir einnig að mikilvægt sé að viðhalda þjónustu á lands- byggðinni og leggja áherslu á að fjölga tækifærum fyrir ungt fólk til að búa sér líf á landsbyggðinni. „Annars hef ég tekið þátt í flokks- starfi Vinstri grænna frá upphafi og fylgt þeim grunnstefum sem þar voru lögð og höfð að leiðarljósi; jafnrétti, náttúruvernd, fjölbreyti- leika og sjálfstæði. „Ég legg mikla áherslu á þverpólitískt samstarf og ef stefnan er ljós tel ég að oft sé jafnvel auðveldara að semja um það sem greinir á milli og virða það og einhenda sér í sameiginleg við- fangsefni. Traust og virðing eru grundvallaratriði í pólitík og ég vil sjá meira af því á Alþingi, þvert á flokka,“ segir Bjarni Jónsson að lokum. Bjarni að vitja um álagildrur í Áshildarholtsvatni. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.