Feykir


Feykir - 17.08.2016, Qupperneq 4

Feykir - 17.08.2016, Qupperneq 4
4 30/2016 AÐSENT ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER 2016 Jónína Erna gefur kost á sér í 2.-3. sæti í forvali Sjálfstæðisflokksins Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í annað til þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Ég hef undanfarin sex ár setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar, komið þar að ýmsum málum sem snerta sveitarfél- agið og öðlast talsverða reynslu. Auk þess hef ég gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit nú í stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Þessi reynsla ætti að nýtast mér vel við störf á Alþingi og þau málefni sem ég vil leggja áherslu á eins og t.d. vegamál, en vegir innan kjördæmisins eru víða í slæmu ástandi og þarf að gera mun betur þar. Einnig þarf að hraða ljósleiðara- væðingu kjördæmisins og reyndar landsins alls. Mikilvægt er líka að hlúa að grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjón- ustu og menntakerfinu. Ég tel að þetta og ótal margt annað getum við gert án þess að skattar séu í hæstu hæðum ef atvinnulíf fær að blómstra og þar með hagur allra. Ég hlakka til að hitta sem flesta á næstu vikum til að kynna mig og heyra hvað er kjósendum í kjördæminu efst í huga. Jónína Erna Arnardóttir Aðalsteinn Orri gefur kost á sér í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Ég, Aðalsteinn Orri Arason tilkynni hér með framboð mitt til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og mun sækjast eftir 4. sæti listans. Ég er 25 ára gamall, frá Varmahlíð í Skagafirði. Stúdent og húsasmiður frá Fjölbrauta- skóla Norðlands vestra, bú- fræðingur frá Landbúnaðar- háskóla Íslands og starfa sem landbúnaðar- og bygginga- verktaki. Ég hef brennandi áhuga á stjórnmálum og málefnum líðandi stundar. Mín markmið eru skýr: Huga þarf að jaðarsvæðum þar sem byggð stendur höllum fæti. Bættar sam- göngur, öflugar tengingar og dreifikerfi. Grunnþjón- usta s.s. menntun og heilbrigðisþjónusta þarf að vera góð. Jöfn tækifæri allra til náms, starfa og athafna. Stöðuleiki atvinnulífs í kjördæminu. Frelsi fólks til nýsköpunar. Nýting lands og sjávar samhliða verndun. Skapandi greinar að ógleymdum vaxandi tækifærum í ferðaþjónustu. Svona mætti lengi telja. Ég vona að ég hitti sem flesta og fái að heyra mismunandi sjónarmið sem brenna á fólki svo farsæla niðurstöðu sé hægt að fá í sem flestum málum. Aðalsteinn Orri Arason Lilja Rafney gefur kost á sér til forystu í forvali VG Ég býð mig fram í forvali VG og gef kost á mér til að leiða áfram lista VG í Norðvesturkjördæmi. Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdóms- ríkir umbrota- tímar í lífi þjóðarinn- ar. Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggi- legan hátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi fyrir alla. Ég er landsbyggðar- og alþýðu- kona, sprottin úr jarðvegi verka- lýðsbaráttu og baráttu fyrir hagsmunamálum landsbyggð- arinnar. Ég gjörþekki lífsbaráttu fólksins til sjávar og sveita. Landsbyggðin er minn staður og ég hef búið áfram í mínu byggðarlagi – Suðureyri við Súgandafjörð – eftir að ég varð þingmaður þótt vinnan fari að mestu fram í Reykjavík. Bak- grunnur minn úr verkalýðs- málum og sveitarstjórnarmálum hefur nýst mér vel í störfum mínum sem þingmaður. Ég hef alltaf tekið og mun alltaf taka slaginn fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Barátta mín á Alþingi hefur einkum snúist um að koma fram breytingum á fiskveiðistjórnar- kerfinu, stuðla að innviðaupp- byggingu á landsbyggðinni, öfl- ugum landbúnaði, jafnrétti til náms, náttúruvernd og endur- reisn heilbrigðis- og velferðar- kerfisins þar sem hagsmunir aldraðra, öryrkja og unga fólksins eru tryggðir. Það er vissulega mikilvægt að hafa góðar hugsjónir en það er ekki síður mikilvægt að fylgja þeim eftir og tala fyrir þeim við hvert tækifæri. Aukinn jöfnuður er lykilatriði í þeim breytingum sem ég vil gera á samfélagi okkar. Við eigum öll að hafa sömu tækifæri til lífs og þroska, við berum öll ábyrgð og skyldur gagnvart samfélagi okkar og okkur ber að hafna sérhags- munagæslu og spillingu af- dráttarlaust. Ég þekki hinn pólitíska slag og er reiðubúin til að berjast áfram með Vinstri grænum hinni góðu baráttu fyrir jöfnuði og velmegun um land allt. Ég leita því stuðnings kjósenda til að leiða áfram framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi í kom- andi Alþingiskosningum. Með góðri kveðju. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður. Hafdís sækist eftir að skipa þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokssins Ég, Hafdís Gunnarsdóttir, gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvestur kjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 og sækist eftir 3. sæti á listanum. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðfeðma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka. Ég tók nýverið við starfi forstöðumanns liðveislu hjá Ísafjarðarbæ, en hef síðastliðin þrjú ár gegnt starfi ráðgjafa hjá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. Þar áður vann ég sem kennari frá árinu 2004. Ég hef verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum í Ísafjarðarbæ í mörg ár og gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ég er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins. Ég er 36 ára gömul, gift Shiran Þórissyni fjármálastjóra og eigum við tvo syni. Ég er fædd og uppalin á Ísafirði en bjó í Reykjavík á árunum 2000-2004 á meðan ég nam iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands. Að því loknu flutti ég aftur til Ísafjarðar og lagði stund á fjarnám frá Háskólanum á Akureyri. Ég útskrifaðist þaðan árið 2008 með B.Ed. í grunnskólakennarafræði. Mér finnst það vera forréttindi að búa með fjölskylduna mína út á landi og er tilbúin til að vinna fyrir kjördæmið mitt. Hafdís Gunnarsdóttir x 2016 Lárus Ástmar gefur kost á sér í 1.-2. sæti í forvali Vinstri grænna Ég undirritaður Lárus Ástmar Hannesson, í Stykkishólmi, býð mig fram í 1. – 2. sætið á lista í forvali Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs í Norðvesturkjör- dæmi, fyrir komandi Alþingiskosn- ingar. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um árabil, verið varaþingmaður frá 2013. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms í tíu ár, verið forseti bæjarstjórnar í 4 ár, um tíma formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í lok síðasta kjörtímabils. Ég er búfræðingur og kennari að mennt. Ég er formaður Landssambands hesta- mannafélaga frá 2014 og formaður Landsmóts ehf. einnig frá 2014. Ég er fæddur í Stykkishólmi 1966 og hef búið þar mestan part ævinnar. Ég er giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur rekstrarfræðingi hjá Sæferðum. María er frá Akranesi og eigum við fjögur börn Hrefnu Rós (1994), Halldóru Kristínu (1997), Önnu Soffíu (1999) og Valdimar Hannes (2003). Ég hef mikinn áhuga á samfélags- málum og þá ekki síst málefnum lands- byggðarinnar og að hún fái tækifæri að nýta þá möguleika til uppbyggingar sem á hverju svæði eru og þjónusta við íbúana sé eins og best verður á kosið. Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi Lumarðu á frétt? Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.