Feykir - 19.10.2016, Side 2
2 39/2016
Í Kastljósi í byrjun vikunnar mættust þau Björt Ólafsdóttir og
Brynjar Níelsson og ræddu m.a. um „hrútskýringar“. Það, ásamt
ýmsu öðru, leiddi huga minn að því hvort ég væri hér í
Skagafirði stödd í mekka karlmennskunnar. Nú kann að vera að
ég móðgi einhverja lesendur með kaldhæðinni kímnigáfu minni
og alhæfingu um heilt hérað og íbúa þess, en vonandi leiðir það
ekki til rýrnunar á áskrifendalista blaðsins.
Fyrir hátt í fimm árum var ég stödd á kennaraþingi hér í
Skagafirði, ásamt fyrrum vinnufélögum í Grunnskólanum á
Hólmavík. Um kvöldið var boðið upp á afurðir skagfirsku Matar-
kistunnar og höndlað með öl frá bjórbændum víða um land. Á
boðstólum voru einnig heima-
tilbúin skemmtiatriði, semsagt,
ekta skagfirsk skemmtun. Ef ég
man rétt hallaði heldur á konur í
kynjakvóta þeirra sem fram komu,
þrátt fyrir að skólar séu annálaðir
kvennavinnustaðir. Þegar líða fór á
skemmtidagskrána hnippti sessu-
nautur minn og fyrrum vinnu-
félagi, sem er karlkyns femínisti –
já, þeir eru til – í mig og benti mér
á að það kynni að vera viðskipta-
tækifæri að flytjast hingað norður
og taka að sér nýsköpum í
skemmtanaiðnaði. Rök hans voru þau að skemmtiatriðin ein-
kenndust af gríni þar sem hefðbundnar staðalmyndir kynjanna
væru í hávegum hafðar, nokkuð sem hann taldi tilheyra síðustu
öld.
Ekki legg ég dóm á það, enda óvíða skemmtilegra að skemmta
sér en í Skagafirði. Og þó að ég tæki hest minn og hnakk skömmu
síðar og flytti norður, þá var það nú í allt öðrum tilgangi en að
reyna að vera fyndin í samkeppni við söngelska og góðglaða
skemmtikrafta Skagfirðinga. Það örlar þó á því að ég hafi velt fyrir
mér spurningu þeirri sem varpað var fram hér í byrjun.
Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er látið að því liggja að Skag-
firðingar séu hneigðir til ferðalaga og prangs, einkum hestaprangs
en að vinna heima að búum sínum og bitni sá búskussaháttur á
konum þeirra og börnum. Ennfremur að þeir séu rígmontnir,
drykkfelldir og áflogagjarnir. En skýringin á þessum ummælum
ferðabókahöfunda kann að liggja í því að í fornöld hafi þeir verið
taldir djarfir menn, sem unnu mjög frelsi sínu og vernduðu það
dyggilega.
Karlakórar, hrútadómar, hestamennska og framsóknar-
mennska eru stór partur af ímynd svæðisins. Raunar er það svo að
flest eru þessi hugðarefni einnig orðin kvennasport í seinni tíð,
nema ef vera skyldi karlakórarnir, þeir eru hugsanlega síðasta vígi
karlmennskunnar í Skagafirði. Og það má ef til vill verja á
hetjulegan hátt, líkt og þegar Þórir Jökull varðist eftir að kirkjugrið
voru á honum rofin og hann höggvin á Miklabæ að undirlagi
Gissurar Þorvaldssonar. Sem kunnugt er varðist hann vel og
karlmannlega við dauða sínum, þannig að síðan er í minnum haft,
„ok kvað vísu þessa, áðr en hann lagðist undir höggit.“
Upp skalt á kjöl klífa,
köld es sjávar drífa,
kostaðu hug þinn herða,
hér muntu lifit verða.
Skafl beygjattu, skalli,
þótt skúr á þig falli,
ást hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hver deyja.
Kristin Sigurrós Einarsdóttir, kvenremba með kvefpest.
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
LEIÐARI
Mekka karlmennskunnar? Finni kom færandi hendi í Veiðisafnið
Glæsileg gjöf til Veiðisafnsins á Stokkseyri
Hinn landskunni veiðimaður
Sigurfinnur Jónsson frá Sauðár-
króki hefur ánafnað Veiðisafn-
inu á Stokkseyri persónulega
muni ásamt Beretta haglabyssu
sem hann notaði til veiða í fjölda
mörg ár.
Páll Reynisson safnstjóri
Veiðisafnsins segir um höfð-
inglega gjöf að ræða en þessir
munir hafa verið í sýningu á
Veiðisafninu um nokkurn tíma.
Vart þarf að kynna Sigurfinn
veiðimann enda löngu lands-
þekktur af sínum veiðum og má
nefna að hann hefur gengið til
rjúpna í 70 ár og haldið
veiðibækur alla sína tíð.
„Gjöf Sigurfinns inniheldur
m.a. ljósmyndir, dagbók,
skotapakka og skinn af forláta
villisvíni sem hann veiddi í
Póllandi ásamt hleðslutækjum
Hæsta fermetraverðið
á Sauðárkróki
Skýrsla Íslandsbanka um fasteignamarkaðinn
Í skýrslu Íslandsbanka um
íbúðamarkaðinn, sem bankinn
birti á mánudag, er fjallað um
íbúðamarkaðinn í hverjum
landhluta. Samkvæmt
skýrslunni er íbúðaverð hæst í
Sveitarfélaginu Skagafirði, en
þar hefur fermetraverðið verið
að meðaltali 162 þúsund
krónur fyrstu níu mánuði þessa
árs. Þá eiga nærri 60% af
íbúðaviðskiptum í landshlut-
anum sér stað í sveitarfélaginu.
Í skýrslunni kemur jafnframt
fram að í fyrra hafi meðal-
fermetraverð á Norðurlandi
vestra verið lægst á Blönduósi
og ef gert sé ráð fyrir sömu
verðþróun þar og í lands-
hlutanum í heild fyrir fyrstu
níu mánuði þessa árs þá sé
meðalfermetraverð á Blönduósi
um 100 þúsund krónur. Aðeins
tólf kaupsamningar voru gerðir
á Blönduósi á árinu 2015, sem
nemur þó um 12% af öllum
íbúðaviðskiptum í landshlut-
anum.
Tekið er fram í skýrslunni að
opinber gögn Þjóðskrár nái
einungis til Skagafjarðar og
Blönduóss og því sé ekki frekara
niðurbrot eftir bæjum á
Norðurlandi vestra í boði.
Samkvæmt skýrslunni eru dýr-
ustu íbúðirnar í landshlutanum
á bilinu 70–110m2. Fermetrinn
í slíkum íbúðum kostaði að
meðaltali um 153 þúsund
krónur á fyrstu níu mánuðum
ársins 2016. Skýrsluna í heild
má nálgast vef Íslandsbanka en
hún ber yfirskriftina Íslenskur
íbúðamarkaður. /KSE
Vikuna 9. - 15. október var tæpum 560 tonnum landað á Skagaströnd og ríflega 60 tonnum á
Hofsósi. Tæpum 322 tonnum var landað á Sauðárkróki. Engar aflatölur bárust frá
Hvammstanga. Alls gera þetta um 952 tonn á Norðurlandi vestra. Það hefur því aflast vel í
haustblíðunni undanfarna daga. /KSE
Aflatölur 9.–15. október á Norðurlandi vestra
Aflast vel í blíðunni
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Landb. lína 14.512
Arnar HU 1 Botnvarpa 428.968
Auður HU 94 Handfæri 778
Dísa HU 91 Botnvarpa 875
Dúddi Gísla GK 48 Lína 9.182
Guðbjörg SH 45 Landb.lína 14.517
Guðmundur á Hópi Landb.lína 6.860
Hafrún HU 12 Dragnót 6.951
Hjördís HU 16 Handfæri 1.929
Íslandsbersi HU 113 Landb.lína 4.086
Kristinn SH 812 Landb.lína 36.177
Stella GK 23 Landb.lína 3.180
Særif SH 25 Landb.lína 31.638
Alls á Skagaströnd 559.653
SAUÐÁRKRÓKUR
Dagur SK 17 Rækjuvarpa 13.192
Fannar SK 11 3.582
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.455
Klakkur SK 5 Botnvarpa 103.683
Málmey SK 1 Botnvarpa 178.732
Þorleifur EA 88 Dragnót 21.235
Alls á Sauðárkróki 321.879
HOFSÓS
Bíldsey SH 65 Lína 29.346
Þorleifur EA 88 Dragnót 31.072
Samtals 60.418
auk Beretta haglabyssu, tví-
hleypa af bestu gerð ásamt
eintaki af bókinni Háspenna
lífshætta sem um hann var rituð
fyrir nokkrum árum og Árni
Gunnarsson skráði. Stjórn
Veiðisafnsins þakkar Sigurfinni
fyrir þessa höfðinglegu gjöf og
eru munirnir nú til sýnis í
öðrum af sýningarsölum safns-
ins,“ segir Páll. /PF
Sigurfinnur Jónsson og Páll Reynisson safnstjóri á Veiðisafninu. MYND: VEIÐISAFNIÐ