Feykir


Feykir - 19.10.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 19.10.2016, Blaðsíða 10
10 39/2016 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Rauðir og bláir boltar á þeytingi Íslandsmóti í Boccia Knattspyrnudeild Tindastóls Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina en Gróska, íþrótta- félag fatlaðra í Skagafirði, í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stóð þá fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Þetta er í fjórða sinn sem haldið er svona mót á Sauðárkróki, það fyrsta árið 1999, svo 2004, 2013 og nú þetta. Um 200 keppendur voru skráðir í sex deildum og Bc flokkar með og án hjálpartækja. Dómgæsla var í höndum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og hins nýja Kiwanisklúbbs, Freyju, sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir skömmu. Það var Lionsklúbburinn Víðarr sem gefur öll verðlaun á mótinu. /PF Gríðarleg pressa á Stólunum Dominosdeildin í körfubolta :: Tindastóll – Þór Akureyri 94-82 „Þarna mætti liðið sem við reiknuðum með í byrjun,“ segir Ingólfur Jón Geirsson stjórnar- maður í körfuknattleiksdeild Tindastóls eftir góðan sigur Stólanna á grönnum sínum Þór frá Akureyri 94-82 á Sauðár- króki sl. fimmtudagskvöld. Mamadou Samb var stiga- hæstur Stóla með 25 stig, Pétur Rúnar Birgisson 20 og Cristopher Caird setti 16 stig. Pape Seck annar Senegalanna í liðinu lék í tæpar 16 mínútur í gær og skoraði 11 stig. Það voru gestirnir sem opnuðu markareikninginn þegar Darrel Lewis setti 2 stig á fyrrum félaga sína en forystunni héldu þeir aðeins í tæpa tvær mínútur. Stólarnir voru ákveðnir í að gera betur en í síðasta leik og gekk það eftir þó þeir næðu aldrei að hrista Þórsarana af sér fyrr en í lokin. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að 33. mínútu þegar heimamönnum tókst að síga framúr eftir að staðan var jöfn 69-69 og lönduðu góðum sigri 94-82. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 19:16, annan fjórðung 48:44 og svo þriðja 66:65. Helgi Freyr Margeirsson segir úrslit leiksins vera mikinn létti þar sem gríðarleg pressa hafi verið á liðinu. „Liðið ætlaði klárlega að gera betur en á móti KR enda var hann slæmur frá A-Ö af okkar hendi. Við komust aldrei í takt við þann leik,“ segir Helgi og viðurkennir að það hafi verið ákveðið stress fyrir þennan leik. Bæði hafi væntingarnar verið miklar til liðsins í haust og fallið þ.a.l. hátt eftir fyrsta leik og menn ætluðu sér ekki að gera sömu mistök aftur. Sérstaka athygli vakti svo- kallaður Hakadans en þar voru á ferðinni Nýsjálendingar sem starfa á sláturhúsi KS. Óhætt er að segja að þeir hafi slegið í gegn með atriði sínu og gefið aukakraft inn á völlinn en ekki síður í áhorfendastúkuna. /PF Þeir voru flottir nýsjálensku Hakadansararnir fyrir fyrsta heimaleik Stólanna. MYND: HJALTI ÁRNA. Það var líf og fjör á Íslandsmótinu í boccia um helgina. MYND: PF Anna Karen Hjartardóttir á Sauðárkróki, er ung og efnileg íþróttakona sem gerði það gott á golfvellinum í sumar og sigraði á hverju mótinu af öðru og krækti m.a. í Norðurlandsmeistaratitil. Hún er af árgangi 2005, dóttir Katrínar Gylfadóttur og Hjartar Geirmundssonar. Anna Karen er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Íþróttagreinar: Golf, frjálsar íþróttir og körfubolti. Íþróttafélag/félög: Golfklúbbur Sauðárkróks og Tindastóll. Helstu íþróttaafrek: Norðurlands- meistari í golfi undanfarin tvö ár í flokki 12 ára og yngri. Skemmtilegasta augnablikið: Þegar ég varð fyrst Norðurlands- meistari. Neyðarlegasta atvikið: Ég skaut kúlunni einu sinni aftur fyrir mig í golfi. Einhver sérviska eða hjátrú? Er alltaf með lítinn bangsa festan á golfsettinu mínu. Uppáhalds íþróttamaður? Arnar Geir og Elvar Ingi bræður mínir. Tiger Woods og Stephen Curry. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Tiger Woods í golfi að sjálfsögðu. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? Þetta yrði jöfn og skemmti- leg viðureign en ég myndi vinna á 18. holu með löngu pútti. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? Að syngja á nokkrum tónleikum með afa Geirmundi. Lífsmottó: Alltaf að reyna að gera mitt besta. Helsta fyrirmynd í lífinu: Mamma og pabbi. Af því þau eru svo dugleg að styðja mig í öllu sem ég geri. Hvað er verið að gera þessa dagana? Æfa körfubolta og frjálsar íþróttir af kappi. Golfið er í fríi fram yfir áramót. Einnig er ég að læra á gítar í tónlistarskólanum. Hvað er framundan? Keppnis- ferðir í körfunni. Anna Karen Hjartardóttir Æfir körfubolta og frjálsar íþróttir af kappi (GARPURINN ) palli@nyprent.is Anna Karen með golfkylfuna. MYND: ÚR EINKASAFNI Nýir menn í framkvæmda- stjórn og í þjálfun Knattspyrnudeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við Christopher Harrington um að hann taki að sér þjálfun 4. flokks karla og kvenna, 3. flokks karla og aðstoðar- og fitness þjálfari 3.fl. kvenna ásamt fleiri verkefnum hjá deildinni. Gitzy (eins og hann er oftast kallaður) mun hefja störf 1. nóvember nk. og á Fésbókarsíðu deildarinnar segir að hann sé vel menntaður þjálfari með UEFA B þjálfaragráðu, NSCAA NATIONAL DIPLOMA, NSCAA Director Of Coaching Diploma, FAI Kickstart 1&2 auk IFA safeguarding. Þá hafi hann þjálfað Memphis City í NPSL deildinni til sigurs í deildarkeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá hefur Hrannar Leifsson verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Tindastóls og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hrannar er með B.S. gráðu í íþrótta- og heilsufræði auk UEFA B gráðu og KSÍ 5 þjálfaragráðu. Hann mun þjálfa yngstu flokka félagsins og tekur til starfa 1. nóvember. „Þetta er gríðarlega stórt skref í áframhaldandi uppbyggingu yngri flokka ásamt bættri aðstöðu til knatt- spyrnuiðkunar með nýjum gervigrasvelli sem er væntanlegur innan tíðar,“ segir á stuðningsmannasíðu félagsins. Þeir fél- agar eru boðnir velkomnir í Skaga- fjörðinn. /PF Gitzy hrannar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.