Feykir


Feykir - 19.10.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 19.10.2016, Blaðsíða 7
39/2016 7 „Að rækta sam- félagið og njóta stundarinnar“ Glaumbæjarkirkja 90 ára Hann var þétt setinn bekkurinn í Glaumbæjarkirkju á sunnudaginn þegar haldið var uppá níutíu ára afmæli kirkjunnar með hátíðar- guðsþjónustu og kaffisamsæti á eftir. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikaði en sóknarpresturinn sr. Gísli Gunnarsson þjónaði fyrir altari ásamt öðrum prestum héraðs- ins. Kirkjukór Glaumbæjar- og Reynistaðasókna söng undir stjórn Stefáns Gíslasonar. Biskupinn þakkaði söfnuðinum fyrir þá miklu alúð sem hann hefur sýnt kirkjunni í gegnum tíðina með störfum sínum en gríðarmikið sjálfboðastarf hefur að jafnaði verið unnið við fjármögnun og framkvæmd vegna viðhalds á henni og garðinum. Þá nefndi hún gildi þess að hafa svo öflugt kirkju- starf með öllum þeim viðvikum sem þarf að inna af hendi við utanumhald þess. Biskupinn færði svo öllum börnunum að gjöf lítinn kross með mynd af Upsakristi og útskýrði fyrir þeim tákn krossins í okkar trúar- iðkun. Í veislu sem sóknarnefndin bauð til á Löngumýri að messu lokinni rakti formaður sóknar- nefndar, Björg Baldursdóttir í Hátúni, þær endurbætur sem gerðar hafa verið og framundan eru við kirkjuna. Á liðnu sumri var girðing milli kirkjugarðs og bílaplans rifin, en myndarlegur torfveggur hlaðinn upp í hennar stað. Næsta verkefni er að færa kirkjuna í upprunalegt horf að utan með því að fjarlægja járnklæðningu og gera við múrinn þar undir. Kallaði hún eftir vinnufúsum höndum þegar verkið hæfist. Björg gat þess og hve prestakallinu héldist vel á kennimönnum þar sem þeir Glaumbæjarfeðgar, sr. Gunnar og Gísli, hafa setið samtals í rúmlega sjötíu ár af þeim níutíu sem kirkjan hefur staðið eða frá 1943. Tveir kórmeðlima, þau Ragn- heiður á Marbæli og Ólafur á Grófargili, héldu svo snjallar tölur um veru sína í kórnum, en Ragnheiður byrjaði 1969 þegar Jón á Hafsteinssstöðum boðaði hana á æfingu, setti við hlið Línu í Hátúni og Guðrúnar á Halldórsstöð- um og sagði henni að „syngja eins og þær“. Óli greindi frá messu- söngsuppeldi sínu hjá Hjálmari heitnum á Tunguhálsi og þótti því veruleg afturför þegar þrótt- miklum tenórtrillum í messu- svörunum og þreföldu ameni var skipt út fyrir einfaldari útgáfu skömmu eftir inngöngu hans í Glaumbæjarkórinn. Gestir gengu svo út í milt haustlognið með þá áminningu Bjargar í kollinum að safnaðarstarf, hvaða nafni sem það nefnist, er mikilvægt okkar daglega lífi til að rækta samfélagið og njóta „stundarinnar." TEXTI & MYNDIR Gunnar Rögnvaldsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.