Feykir - 19.10.2016, Page 5
39/2016 5
SAMFYLKING GUÐJÓN SVARFDAL BRJÁNSSON
Leggja þarf áherslu á úrbætur í samgöngumálum
Guðjón Svarfdal Brjánsson fors-
tjóri Heilbrigðisstofnunar Vestur-
lands er oddviti Samfylkingar-
innar. Hann er 61 árs, fæddur á
Akureyri en hefur búið á Akranesi
sl. 15 ár, þar áður á Ísafirði í 13
ár, kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur,
gullsmið og sjónfræðingi og eiga
þau tvo syni og fimm barnabörn.
Guðjón er menntaður félags-
ráðgjafi, stjórnunarmenntun í
eitt ár í Bandaríkjunum og með
MPH gráðu frá Norræna heil-
brigðisháskólanum í Gautaborg.
Hvert er þitt helsta baráttumál
fyrir Norðvesturkjördæmi í heild?
Helstu baráttumál eru vitaskuld
almennt að krefjast aukins
jafnréttis hvað varðar búsetu-
skilyrði, atvinnumál og opin-
bera þjónustu. Víða þarf að gera
stórátak í samgöngumálum,
tryggja öruggt rafmagn í allar
byggðir auk nettenginga sem
jafnvel er orðin forsenda fyrir
atvinnuuppbyggingu og búsetu.
Leggja þarf áherslu á dreifðar
byggðir í því sambandi. For-
varnir, t.d. löggæsla, hafa verið
ófullnægjandi víða um land
undanfarin ár og þar þurfa að
fást úrbætur svo sátt og öryggi
skapist meðal íbúa. Standa þarf
vörð um menntastofnanir, bæði
grunnstoðir, á efri stigum og
dreifnám. Fella ber úr gildi hið
fyrsta svokallaða 25 ára tak-
mörkunarreglu fyrir aðgengi
nemenda í framhaldsskóla.
Háskólarnir í kjördæminu eiga
gríðarlega möguleika sem öfl-
ugar menntastofnanir og ekki
síst á sérhæfðum sviðum eins
og þeir hafa sýnt og sannað, t.d.
á Hólum í Hjaltadal. Tryggja
þarf öfluga framtíð þeirra.
Hvað finnst þér brýnast að gera
fyrir Norðurland vestra?
Atvinnu- og mannlíf er á fjöl-
margan hátt með miklum
blóma og fjölskrúðugt á þessu
svæði sem knúið er áfram af
dugmiklum íbúum. Leggja þarf
áherslu á úrbætur í samgöngu-
málum, t.d. á Vatnsnesi þar sem
er gríðarleg og vaxandi umferð
ferðamanna auk þeirra sem eiga
fasta búsetu. Engin stórverkefni
eru í nýrri Samgönguáætlun
fyrir svæðið. Berjast þarf fyrir
flýtingu Þverárfjallsvegar/
Skagastrandarvegar sem er
stórhættulegur. Heilbrigðis-
þjónusta fór ekki varhluta af
hremmingum í efnahagshrun-
inu þótt leitast hafi verið við að
þyrma þeim málaflokki eftir
föngum. Grunnþjónustan er
enn svelt og aðstæður óvið-
unandi og öflugar heilbrigðis-
stofnanir fá ekki möguleika til
að veita íbúum ásættanlega
þjónustu. Það þarf að vera á
vaktinni á öllum póstum,
skólamálin, heilbrigðismálin,
póstþjónusta o.fl.
Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu?
Það býr mikil þekking á ýmsum
sviðum atvinnulífsins á svæð-
inu. Mikilvægt er að sú færni
nýtist í þágu íbúanna áfram. Í
kjördæminu er að finna einhver
öflugustu fyrirtæki landsins á
sínum sviðum. Sprotafyrirtæki
og nýsköpun er vaxandi þáttur,
bæði í ferðaþjónustu og iðnaði,
m.a. tengt landbúnaði og sjávar-
útvegi. Um þetta þurfa stjórn-
völd að standa vörð og styðja
eftir megni. Vinna þarf að því
að tekjur vegna vaxandi ferða-
þjónustu skili sér til sveitar-
félaga. Málefni heilbrigðisstofn-
ana koma einnig upp í hugann.
Þar eru ónýtt tækifæri sem þarf
að virkja. Jafnaðarmenn hafa
einsett sér að gera átak í
heilbrigðismálum og það nær
til alls landsins, sérfræðiþjón-
ustu er ábótavant á flestum
sviðum. Biðlistar eru langir í
tilteknar aðgerðir og þar erum
við með markmið og í því
sambandi verður nauðsynlegt að
fullnýta viðbúnað á fleiri opin-
berum heilbrigðisstofnunum um
landið. Hér þarf að bæta úr með
stórfelldum hætti með nýjum
viðmiðunum og auknu fé.
Hver er afstaða þín til flutnings
opinberra starfa út á land?
Nokkur dæmi erum um
flutning opinberra starfa og
jafnvel heilla stofnana til kjör-
dæmisins sem gengið hafa
afbragðs vel, sbr. Landmælingar
á Akranes, Byggðastofnun á
Sauðárkrók og Fæðingarorlofs-
sjóð á Hvammstanga svo aðeins
þau þrjú dæmi séu tekin. Fleiri
verkefni hafa verið flutt út um
landið og reynslan af því er
mjög góð og ég er reiðubúinn
að ganga býsna langt í að setja
viðmiðanir um flutning enn
fleiri opinberra starfa út á land
og ekki síst í okkar kjördæmi.
Þar er vilji, áhugi og færni til
staðar eins og sannast hefur.
x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER
PÍRATAR EVA PANDORA BALDURSDÓTTIR
Píratar vilja alvöru umhverfisvernd
Eva Pandora, oddviti Pírata, er
26 ára, fædd og uppalin á
Sauðárkróki og hefur búið þar
stærstan hluta ævi sinnar. Hún er
í sambúð með Daníel Valgeiri
Stefánssyni og eiga þau eina
dóttur sem fæddist í nýliðnum
september. Hún er viðskipta-
fræðingur að mennt og hefur auk
fjármálageirans starfað við ýmis
aðhlynningar- og þjónustustörf
sem og í ferðamannageiranum.
Hvert er þitt helsta baráttumál
fyrir Norðvesturkjördæmi í heild?
Mín helsta áhersla ef ég næ
þingsæti er fyrst og fremst að
uppræta spillingu í stjórnsýslu
og atvinnulífi og með því koma
í veg fyrir mögulega sérhags-
munagæslu valda- og embættis-
manna ásamt því að efla
aðkomu almennings að ákvarð-
anatöku á stjórnsýslusviði. Þetta
tel ég vera mikilvægt fyrsta
skref til þess að aðrar aðgerðir
og breytingar séu mögulegar.
Stuðla þarf að uppbyggingu
byggðarlaga í kjördæminu og
stöðva fólksflótta. Ég tel að
mikilvægur liður í þessu sé að
ríkið aðstoði sveitarfélög til þess
að verða fjárhagslega sjálfbær.
Annars festast þau í áfram-
haldandi erfiðleikum að halda
uppi þeirri grunnþjónustu sem
þeim er lagalega skylt að veita
og að lokum gætu þau lognast
út af.
Hvað finnst þér brýnast að gera
fyrir Norðurland vestra?
Ef einungis er litið til Norður-
lands vestra tel ég að brýnast sé
að bæta heilbrigðisþjónustu.
Það hefur orðið mikil afturför í
heilbrigðismálum á landsbyggð-
inni á seinustu árum. Að hafa
vel búnar heilsugæslur á
þéttbýlisstöðum í héraðinu er
grunnur þess að hér sé samfélag.
Heilsugæslurnar eru oft á tíðum
fullkomlega í stakk búnar til
þess að auka umsvif sín, bæði
þegar horft er til aðbúnaðar og
starfsfólks en það sem vantar er
einungis fjármagnið. Einnig tel
ég vera mjög mikilvægt að efla
samgöngur á svæðinu. Viðhaldi
vega hefur verið mjög ábótavant
og brýn þörf að gera úrbætur
þar en einnig t.d. með endur-
opnun Alexandersflugvallar og
fjárstuðningi í flugsamgöngur
innanlands í stað þess að styrkja
aðeins eitt fyrirtæki, sem hefur
einokunarstöðu á markaðnum.
Píratar vilja alvöru um-
hverfisvernd – ekki umhverfis-
vernd með undanþágum.
Þ.e.a.s. að rammaáætlun sé gerð
af óháðum fagaðilum sem
stjórnmálamenn hafi ekki
heimild til að gera undanþágur
frá fyrir einstök verkefni sem
teljast bót fyrir atvinnu- eða
efnahagslífið á þeim tíma-
punkti, t.d. stóriðju. Mikilvægt
er að móta langtímaáætlun í
umhverfisvernd og standa við
hana.
Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu?
Ég held að miklir möguleikar
séu í ferðaþjónustu á svæðinu.
Norðurland vestra hefur allt til
að bera til þess að verða hágæða
áfangastaður fyrir ferðaþjónustu
og gríðarleg aukning ferða-
manna til landsins kallar á
aukna dreifingu þeirra um
landið allt. Til þess að hægt sé
að markaðssetja svæðið þarf
fyrst og fremst að bæta
samgöngur á svæðinu og er
einn liður í því enduropnun
Alexandersflugvallar og um-
bótum í vegakerfinu eins og ég
bendi á í svari mínu hér að ofan.
Með auknum umsvifum í
ferðaþjónustu á svæðinu er
mikill möguleiki til atvinnu-
uppbyggingar. Einnig tel ég
mikilvægt að gera svæðið
aðlaðandi fyrir lítil og meðalstór
fyrirtæki til að setja hér að með
sína starfsemi.
Hver er afstaða þín til flutnings
opinberra starfa út á land?
Ég er mjög jákvæð fyrir
flutningi ýmissa opinberra
starfa út á land og er einstaklega
ánægð með það framtak
stjórnvalda. Ég tel að þær
stofnanir sem nú þegar hafa
verið fluttar út á land hafi
sannað að þetta framtak sé
jákvætt og stjórnvöld ættu að
leggjast í undirbúningsvinnu
við flutning fleiri opinberra
starfa og stofnanna frá höfuð-
borgarsvæðinu.
x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER