Feykir - 19.10.2016, Síða 6
6 39/2016
Árið 1985 keyptu
foreldrar mínir, Jón
Snæbjörnsson og Ólöf
M. Ólafsdóttir, litla jörð í
austanverðum Skagafirði,
Lónkot í Sléttuhlíð. Þá var
ég þriggja ára. Öll sumur
síðan var farið norður í
sveitina góðu.
Pabbi var á grásleppu
nokkur vor og verkaði,
við veiddum silung fyrir
utan kambinn sem pabbi
svo taðreykti í gamla
súrheysturninum. Oft
fór ég með mömmu í
æðarvarpið þar sem hún
hirti úr hreiðrum og sagði
mér sögur á meðan. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá. Foreldrar mínir
komu á fót ferðaþjónustu
árið 1991 með gistingu
í gömlu útihúsunum og
síðar veitingastað og bar
1995. Bróðir minn, Ólafur
Örn, lagði ómælda vinnu
í allt á staðnum og er það
m.a. fyrir hans tilstuðlan
að minnisvarði um Sölva
Helgason (1820-1895)
var reistur sama ár
og veitingastaðurinn
opnaði. Þar á veggjum
eru margar úrvals
eftirprentanir af verkum
Sölva. Árið 2012 tókum
við systkinin okkur til og
unnum að endurbótum
í gistihúsunum og
veitingastaðnum. Mamma
hafði það ætíð að
leiðarljósi í sinni matseld
að unnið yrði með og úr
því sem yxi og veiddist
í nærumhverfinu. Það
breytist aldrei. Síðast
liðið vor tókum ég og
maðurinn minn við rekstri
Lónkots og fluttum norður
í kjölfarið. Við stefnum að
frekari endurbótum og
áframhaldandi þjónustu
á staðnum. Lónkot er
yndislega falleg jörð með
dásamlegu útsýni til eyja
fjarðarins fagra sem við
erum heppin og glöð með
að geta gert fleirum kleift
að njóta.
- - - - - -
Júlía Þórunn skorar á
Svavar Knút tónlistarmann
frá Skálá að skrifa næsta
pistil.
Júlía Þórunn Jónsdóttir Lónkoti Skagafirði
Þar sem hjartað slær
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN palli@feykir.is
Gaman að vera í Gautaborg eftir EM
Feykir hafði upp á Pálma Þór
Valgeirssyni til að spyrja hann
út í dag í lífi brottflutts
Króksara en Pálmi býr nú í
Gautaborg í Svíþjóð ásamt
eiginkonu sinni, Gunnhildi
Jódísi Ísaksdóttur. Foreldrar
hans eru Valgeir Kárason og
Guðbjörg Pálmadóttir. Pálmi
sinnir stöðu tæknistjóra og
forritara hjá Angling iQ ásamt
því að stunda nám í
hugbúnaðarverkfræði við
Chalmers University of
Technology.
Hvenær og hvernig kom það til
að þú fórst til viðkomandi
lands? Það hafði alltaf verið
planið að fara erlendis í
meistaranám. Við sóttum bæði
um á nokkrum stöðum og að
lokum stóð valið á milli
Bandaríkjanna, Danmerkur og
Svíþjóðar. Að lokum var það
eitthvað gut feeling sem að varð
til þess að við völdum Gautaborg
og erum við mjög ánægð með þá
ákvörðun.
Hvernig myndir þú lýsa
venjulegum degi hjá ykkur?
Eftir að Gunnhildur hóf störf hjá
Volvo Penta þá höfum við þurft
að rífa okkur í gang fyrr en áður
þar sem að Svíar eru meira og
minna A týpur. Svo við erum að
vakna og koma okkur af stað
milli 6:30 og 7:15, hendum í
smoothie sem við grípum með
okkur og borðum í vinnunni /
skólanum. Þar sem að það er
mikil nestismenning hér í
Svíþjóð þá erum við yfirleitt með
nesti með okkur sem við hitum í
hádeginu, hvort sem það er í
skóla eða vinnu.
Hver er hápunktur dagsins?
Mikill dagamunur á því. Það er
alltaf næs að koma heim eftir
erfiða æfingu, borða góðan mat
og hafa það notalegt. Einnig er
alltaf léttir að klára að gefa út
nýja útgáfu af appinu okkar,
Angling iQ og skila af sér
verkefni í skólanum. En síðustu
daga hefur það líklega verið að
klára allar skyldur, setjast fyrir
framan sjónvarpið og spila Fifa
17.
Hvað er best við að búa í þínu
nýja landi? Erfitt að benda á
eitthvað eitt. Það er heilt yfir
betra veður hérna, meiri kaup-
máttur og fjölbreyttari tækifæri á
atvinnumarkaðinum. Eftir að
hafa notað strætókerfið í
Reykjavík í sumar þá áttaði ég
mig á því hversu mikið betri
Pálmi Þór og Gunnhildur Jódís fyrir utan íbúðina sína. MYND: ÚR EINKASAFNI
almenningssamgöngurnar eru
hérna. Að lokum er hægt að fá
utanlandsferðir út á meginland
Evrópu á mjög hagstæðu verði
sem er snilld. Fólkið hér er mjög
vinalegt og sérstaklega gaman að
vera Íslendingur hérna eftir EM.
Fór á pósthúsið um daginn og
þegar að afgreiðslumaðurinn sá
að ég var „..son“ þá spurði hann
um leið hvort ég væri Íslending-
ur. Svo hrósaði hann okkur fyrir
að vera skemmtilegasta liðið
með skemmtilegustu stuðnings-
mennina á mótinu og vitnaði í
víkingaklappið. En tók samt
fram að þeir ættu nú smá í
árangrinum, þökk sé Lagerbäck.
Hvað gerir þú helst í frístund-
um? Ég spila fótbolta með litlu
liði hér í Gautaborg og æfi
Crossfit. Annars er það bara spil
með vinum, Fifa með félögunum
og kíkja í bæinn á kaffihús eða
jafnvel afterwork. Á vorin höf-
um við verið dugleg að keyra um
og skoða bæina í kring og svo
reynum við að heimsækja vini
okkar í nærliggjandi borgum
frekar reglulega.
Hvers saknar þú/þið mest að
heiman? Fyrst og fremst eru
það fjölskylda og vinir en sem
betur fer getur maður verið í
góðu sambandi í gegnum Skype
og slíkt. En svo eru nokkrir hlutir
sem maður sleppir ekki þegar
maður kemur til landsins,
aðallega matarkyns. Harðfisk-
urinn, lambakjötið, eðalskyndi-
( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is
Pálmi Þór Valgeirsson / tæknistjóri og nemi / Króksari í Gautaborg
1. Hversu lengi ertu í
kjörbúðina frá heimili
þínu? Eina til tvær mínútur
í hverfisbúðina.
2. Hvað færðu þér í
staðinn fyrir eina með
öllu? Kebab, Thai eða Korv
(sem er pylsa).
3. Hvað kostar mjólkurlítr-
inn? Svona 7–11 SEK sem er
93-150 krónur.
4. Hver er skrítnasti mat-
urinn? Surströmming lík-
legast.*
5. Hvert ferðu til að gera
vel við þig? Út að borða eða
á kaffihús/bar með vinum.
* síld sem er lát in gerj ast í
viðartunn um í nokkra mánuði
og síðar komið fyrir í niður-
suðudós um þar sem gerj un in
held ur áfram. Dósin bólgnar þá
út, en þegar hún er opnuð gýs
upp fnyk ur sem þykir minna á
rot in egg.
5 á 15
sekúndum
ríkistjórnina og verðtryggð lán.
Gætir þú deilt einhverri snið-
ugri eða eftirminnilegri sögu
frá dvöl þinni erlendis? Við
fluttum á nýjan stað hér í
Gautaborg fyrir um ári síðan.
Íbúðin var í vægast sagt slæmu
ástandi og vorum við nokkra
daga að koma okkur vel fyrir,
þrífa, mála, setja upp myndir og
slíkt. Einn daginn erum við búin
að vera að ansi lengi og áttum
okkur ekki á að klukkan er orðin
rúmlega ellefu og ég enn að bora
í veggina. Þá bankar upp á hjá
okkur stelpan úr næstu íbúð (á
náttsloppnum) og byrjar að tala
á sænsku um að þetta sé sko ekki
ásættanlegt. Ég skildi hana ekki
nógu vel og bað hana því að tala
ensku og afsakaði mig og sagði
að þetta kæmi nú ekki fyrir
aftur. Daginn eftir bankar hún
aftur uppá, talar aðeins ensku í
þetta skiptið, og vildi nú taka
það fram að hún væri ekki fúl
við okkur. Hún var hrædd um
að hún hefði litið út eins og
einhver leiðindapúki og vildi
bara afsaka sig ef svo væri. Svo
spjöllum við í smástund og
kynnum okkur, allt á ensku eins
og áður sagði. En svo þegar ég
tek fram að ég vinni fjarvinnu
frá Íslandi þá segir hún um leið:
„Eruð þið íslensk!?“. Síðan þá
höfum við verið góðir vinir
íslenska parsins sem býr í næstu
íbúð.
biti einsog Búllan, Pizzur sem
eru ekki kebabpizzur og fleira
mætti nefna. Ætli maður sakni
svo ekki minnst rökræðna um