Feykir


Feykir - 19.10.2016, Page 8

Feykir - 19.10.2016, Page 8
8 39/2016 VINSTRI GRÆN LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Ég mun beita mér fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar á öllum sviðum Lilja Rafney Magnúsdóttir leiðir Vinstrihreyfinguna Grænt fram- boð í kjördæminu og hefur setið á Alþingi síðan 2009. Lilja, sem er 59 ára, býr á Suðureyri við Súgandafjörð, gift Hilmari Oddi Gunnarssyni frá Skagaströnd og saman eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. Lilja er gagn- fræðingur og hefur sótt fjölda námskeiða og fjölbreytta símenntun. Auk þingmennsku hefur hún starfað við sjávarútveg, verslun og skrifstofustörf og stökk frá starfi úr djúpulauginni í Sundlaug og íþróttamiðstöð Suðureyrar inn á Alþingi fyrir sjö árum. Þá hefur hún verið oddviti Suðureyrarhrepps og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags, stjórnarmaður í Verk Vest og varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða auk þátttöku í ýmsum stjórnum og félögum. Hvert er þitt helsta baráttumál fyrir Norðvesturkjördæmi í heild? Norðvesturkjördæmi er víðfemt með fjölbreytta hagsmuni, þar sem við byggjum á sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu og öflugum iðnaði, nýsköpun og þjónustugreinum. Allar þessar atvinnugreinar kalla á góðar samgöngur og öfluga innviða- uppbyggingu til að mæta uppbyggingu og mögulegri framþróun svo kjördæmið geti verið samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Tækifærin eru víða til staðar bæði í hefðbundnum atvinnugreinum sem og í nýsköpunar- og hugverkageir- anum en til þess að frumkvæði og kraftur íbúanna fái að blómstra verður ríkið að vinna með heimamönnum og tryggja að grunngerðin sé í lagi, orkuverð jafnað og að jafnræðis sé gætt í búsetuskilyrðum. Tryggja verður gott aðgengi að sérfræðingum í heilbrigðis- þjónustu, almenna heilsugæslu og löggæslu og standa verður vörð um aðgengi allra að framhaldsskólunum og efla háskólastarf eins og í Hólaskóla þar sem mikið frumkvöðlastarf hefur verið unnið. Hvað finnst þér brýnast að gera fyrir Norðurland vestra? Það þarf að vinna með heimamönnum að uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar og að tekjur af ferðaþjónustunni í formi komugjalda til landsins og gistináttagjalda renni að hluta til sveitarfélaganna í innviðauppbyggingu. Horfa þarf til þess að styrkja aðdráttarsegla á svæðinu í ferðaþjónustunni og skoða m.a. möguleika á að opna aftur flug inná svæðið á Alexanders- flugvöll. Tryggja þarf starfs- umhverfi landbúnaðarins og að við endurskoðun búvöru- samningsins á næstu þremur árum sé lögð áhersla á fjöl- skyldubúin, nýsköpun og nýlið- un í greininni og bætt kjör bænda. Leggja þarf áherslu á fjölgun starfa bæði við rannsóknir og stuðning við nýsköpun og fullvinnslu sjávar- afla í heimabyggð og mikilvægt er að tryggja starfsöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Auðlinda- rentan af sjávarútegi verður að skila sér til uppbyggingar heimafyrir og brýnt er að orkuframleiðsla á svæðinu nýtist í fjölbreyttri atvinnu- uppbyggingu lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Standa verður vörð um háskólastarfið á Hólum og efla það og styrkja staðbundið dreifnám í heima- byggð og tryggja verður fjár- magn til framhaldsskólanna og opna þá aftur fyrir 25 ára og eldri. Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að heilbrigðis- þjónustu og nægt hjúkrunar- rými. Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu- uppbyggingu á svæðinu? Fiskveiðistjórnarkerfinu þarf að breyta. Tryggja þarf byggðafestu aflaheimilda og auka nýliðun með eflingu strandveiða og leigu ríkisins á aflaheimildum og tryggja landbúnaðinum öruggt starfsumhverfi. Ég mun beita mér fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar á öllum sviðum og tel að nóg sé komið af skýrslum og stefnumótun til að byggja á. Við vitum hvar skóinn kreppir, nú þurfum við að láta verkin tala með fjármögnun á Sóknaráætlunum landshlutanna í góðri samvinnu við heimamenn. Brýnt er að orkuframleiðsla á svæðinu nýtist í fjölbreyttri atvinnu- uppbyggingu hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og í fjölþætta nýsköpun. x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER BJÖRT FRAMTÍÐ G. VALDIMAR VALDEMARSSON Björt framtíð leggur áherslu á mennta og skólamál G. Valdimar Valdemarsson fram- kvæmdastjóri situr í oddvitasæti Bjartrar framtíðar en bókstaf- urinn G í upphafi nafnsins stendur fyrir Guðmundur. Valdi- mar er 55 ára gamall kerfis- fræðingur frá Telemark distrikt- högskule í Noregi og einnig er hann með Samvinnuskólapróf frá Bifröst. Hann býr á Straumfirði á Mýrum þar sem hann er með, í félagi við fleiri, kindur, hesta og æðarvarp en jafnframt heldur hann heimili í Garðabæ. Valdimar er giftur Sigurlínu H. Steinars- dóttur úr Borgarnesi og saman eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Frá árinu 1991 starfaðI Valdimar í eigin fyrir- tækjum við hugbúnaðargerð en áður starfaði hann við hugbún- aðargerð og umsjón tölvukerfa hjá Vís, Brunabótafélagi Íslands og hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hvert er þitt helsta baráttumál fyrir Norðvesturkjördæmi í heild? Ég vil auka þátt byggðamála í stjórnsýslunni með stofnun sérstaks ráðuneytis byggðamála sem vinnur þvert á málaflokka til að tryggja heilstæða sýn og sambærilega þjónustu við alla landsmenn óháð búsetu. Ég vil jafnframt beita mér fyrir átaki í uppbyggingu innviða eins og samgangna, dreifingu rafmagns og fjarskipta og tryggja viðgang og uppbyggingu heilbrigðis og menntastofnanna í kjördæm- inu. Það er líka mikilvægt að endurskoða námslánakerfið og taka þarf sérstaklega tillit til þeirra sem þurfa að sækja sér menntum um langan veg. Björt framtíð vill jafnrétti til náms óháð búsetu og stuðningur við námsmenn á að endurspegla þá staðreynd. Hvað finnst þér brýnast að gera fyrir Norðurland vestra? Fjölbreyttari atvinnutækifæri, m.a. með breyttum áherslum í búvörusamningi, þar sem tæki- færi íslensks landbúnaðar til frekari fullvinnslu afurða eru sett í forgrunn. Jafnframt sé ég mikil tækifæri landbúnaðarins með breyttum áherslum í um- hverfismálum og fullgildingu Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál sem ég vil sjá inni í búvörusamningi. Ég vil setja aukinn kraft í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins og tel nú- verandi stefnu í þeim málum ekki boðlega þar sem það mun taka áratugi að tryggja bara viðunandi samgöngur fyrir íbúanna. Hvernig sérðu fyrir þér atvinnu- uppbyggingu á svæðinu? Björt framtíð leggur áherslu á mennta- og skólamál. Öflugum menntastofnunum í héraði fylgja tækifæri á sviði rann- sókna og sem síðan skila sér í fjölbreyttara atvinnulífi. Bætt opinber þjónusta með breyttum áherslum þar sem þjónusta við fólkið er þar sem fólkið býr mun líka skapa fjölbreyttari störf. Það er aðkallandi að bregðast við auknum ferða- mannastraumi með markvissari stefnumörkun, uppbyggingu innviða, tryggðum tekjustofn- um og betri dreifingu ferða- manna um landið. Ég vil tryggja sveitarfélögum tekju- stofn af auknum umsvifum í ferðaþjónustu með því að fella niður gistináttagjald sem er lítill tekjustofn sem stendur varla undir sjálfum sér og taka í staðinn skatt á gistirúm sem er innheimtur með fasteignagjöld- um. Við eigum skattstofna sem virka og við þurfum ekki fleiri heldur nýta þá sem fyrir eru og virka vel. Hver er afstaða þín til flutnings opinberra starfa út á land? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að öll opinber stjórnsýsla eigi að bjóða upp á þjónustu við íbúanna um allt land með útibúum sem dreifast um allt landið. Ég tel jafnframt að það ætti að skoða að setja reglur (að norskri fyrirmynd) um að fjölgun opinberra starfa sé aðeins á landsbyggðinni og það sé á ábyrgð forstöðumanna í hverri stofnun að tryggja þjónustu um allt land og dreifingu starfa. Ef þessum reglum er ekki fylgt skerðast framlög til stofnunar á fjár- lögum t.d. um 2% fyrsta árið, 3% annað árið og 5% á ári eftir það. Þannig tryggjum við að stofnanir sjálfar hafi frumkvæði að því að skipuleggja sig með þarfir landsins alls og sjái sér hag í að dreifa störfum. x 2016ALÞINGISKOSNINGAR 29. OKTÓBER

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.