Feykir - 19.10.2016, Side 11
39/2016 11
4 stk gæsabringur, heiðagæs eða
grágæs
olía til steikingar
salt og pipar
villikryddsblanda
Sósa:
½ l villisoð
½ dl púrtvín
50 g gráðaostur
1 dl rjómi
25 g villisveppir
100 g ferskir sveppir
sósujafnari
Aðferð: Brúnið bringurnar í olíu á
pönnu, kryddið með salti, pipar og
villijurtablöndunni. Setjið á ofn-
grind og steikið í ofni við 150°C í
15 mínútur. Setjið villisveppina í
bleyti í 2 dl af sjóðandi vatni í 10
mínútur. Veiðið sveppina upp úr
vatninu og steikið í smjöri ásamt
fersku sveppunum í nokkrar
mínútur, bætið í soðinu, ostinum,
púrtvíninu og rjómanum. Sjóðið
þar til osturinn er uppleystur. Síið
villisveppavatnið í gegn um dúk og
setjið á pönnu og sjóðið niður um
2/3 og bætið í sósuna. Þykkið
sósuna með sósujafnara og smakkið
til með salti, pipar og kjötkrafti.
Heppilegt meðlæti eru bakaðar
kartöflur sem búið er að taka innan
úr og mauka ásamt soðinni
sellerírót, soðinni steinseljurót,
rjómaosti, salti og pipar. Maukinu
síðan sprautað aftur í kartöfluhýðið
og hitað í ofni. Þá er gott að vera
með snöggsoðið grænmeti eins og
gulrætur, sellerí, blómkál, spergil-
kál, sykurbaunir o.fl.
Ég ætla að skora á mömmu og
pabba (Sigríði Káradóttur og
Gunnstein Björnsson), eða aðallega
pabba, þar sem að hann er mesti
matgæðingur sem ég hef kynnst.
Takk fyrir okkur og
verði ykkur að góðu!
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Brandari vikunnar
Ráðherrann við þingmanninn: Hvað ertu eiginlega að hugsa maður?
Heldurðu að þú sért ráðherra?
Þingmaðurinn: Nei, alls ekki.
Ráðherrann: Hættu þá að hegða þér eins og fábjáni!
Feykir spyr...
Ertu búinn að
ákveða hvaða
flokk þú ætlar
að kjósa?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„Ég ætla að kjósa X-D.“
Róbert Hlynur Sverrisson, Sauðárkróki
„Já, ég er búin að ákveða
hvaða flokk en vil ekki
gefa það upp.“
Sigrún Gylfadóttir,
Bessastöðum í Skagafirði
Ótrúlegt en kannski satt...
Gíraffar eru merkileg dýr. Vegna þess hve háls gíraffa er langur, er
hjartað óvenju kröftugt og getur dælt gríðarlegu magni af blóði í hverju
slagi. Auk þess hafa hálsslagæðarnar, sem liggja upp í heila, lokur sem
koma í veg fyrir bakflæði blóðs. Ótrúlegt en kannski satt þá getur
gíraffi verið lengur án vatns en úlfaldi.
Bóndinn einkar
duglegur að elda
villibráð
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN kristin@feykir.is
„Við erum mikið fyrir að elda
okkur góðan mat bæði tvö en
þegar að um steikur og stór-
meti er að ræða þá er það yfirleitt bóndinn sem ræður ferð.
Einnig er það þannig að hann er einkar duglegur að fara og ná í
hinar ýmsu tegundir af villibráð, því verður oftar en ekki eitthvað
sem kom úr síðustu veiðiferð fyrir valinu þegar að við ætlum að gera
vel við okkur,“ segir Steinunn Gunnsteinsdóttir á Sauðárkróki, en
hún og eiginmaður hennar, Jón Eymundsson, eru matgæðingar
vikunnar.
„Gæsabringur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, bæði í aðalrétti
og í forrétti, tímabilið í fullum gagni og því tilvalið að fara að spá
hvernig á að nýta aflann. Grafnar gæsabringur eru æðislegar sem
forréttur og eða bara sem gott kvöldsnarl,“ segja þau, og gefa
lesendum uppskrift af bæði aðalrétt og forrétt.
Steinunn Gunnsteinsdóttir og
Jón Eymundsson á Sauðárkróki
Tilvitnun vikunnar
Gleymdu aldrei að þú ert alveg einstök manneskja
– rétt eins og allir aðrir. :: Margaret Mead
FORRÉTTUR
Gæsabringur I
Bringurnar huldar grófu salti í þrjár
klst. Skolað af með vatni.
Kryddblanda:
1 hluti sinnepsfræ
1 - basil
1 - timian
1 - rósmarín
1 - salt
1 - svartur pipar
1/2 - oregano
1 - sykur
1 - dillfræ
1 – rósapipar
Aðferð: Bringurnar grafnar og
geymdar í kæli í tvo sólarhringa.
Sósan er aldrei eins hjá okkur en
góð sinnepssósa klikkar seint.
AÐALRÉTTUR
Gæsabringur II
Ég læt fylgja hérna uppskrift af
gæsabringum sem er í uppáhaldi
hjá okkur og sósan með er æði.
„Ég er ekki búin að ákveða
mig og hef aldrei verið
jafn óákveðin.“
Erna Björg Jónmundsdóttir, Blönduósi
Jón og Steinunn ásamt börnum sínum. MYND: ÚR EINKASAFNI
„Hef aldrei verið jafn
óákveðinn.“
Þórður Pálsson, Blönduósi