Feykir - 07.12.2016, Blaðsíða 6
6 46/2016
verið útþrá. „Berlín var drauma-
borg okkar beggja. Við ákváðum
bara að flytja og svo vildi þannig
til að hann komst inn í fram-
haldsnám hérna,“ segir hún en
Grétar leggur stund á fram-
haldsnám í stærðfræði.
Sjálf hafði Erla María komið
til Berlínar árið 2000 á interail
ferðalagi um Evrópu eftir út-
skrift úr menntaskóla. „Ég var
alveg heilluð eftir hálfan dag
hérna, í þessari borg. Ég hugsaði
með mér að einhvern tímann
skyldi ég búa hérna. Það tók mig
fjórtán ár og ég kom aldrei
hingað í millitíðinni í heimsókn
einu sinni, en hún sat einhvern
veginn svona í mér sem
draumaborgin. Hún stóðst allar
mínar væntingar og miklu meira
en það eftir að ég kom hingað.
Ég held að það hafi verið það
sama sem heillaði mig á þessum
tíma og í dag, fjölbreytileiki
mannlífsins. Hér er alls konar
fólk og flóran svo frábær. Ég held
að það hafi aðallega kveikt í
mér,“ útskýrir hún.
Þegar Erla María kom til
Berlínar segist hún hafa farið í
þýskunám í fjóra mánuði. „Svo
var ég bara í því að njóta borgar-
innar og skoða mig um. Ég sé
alls ekki eftir því að hafa tekið
þetta frí og gert það, því eftir að
ég byrjaði í náminu hefur verið
það mikið að gera að maður
hefur ekki mikinn tíma til að
vera að dunda sér.“ Erla María
segir af nægu af taka og enn sé
heilmikið eftir sem hún eigi eftir
að skoða, njóta og upplifa. „Sumt
er ég alltaf að geyma þangað til
að gestir koma í heimsókn en
svo vill einhvern veginn þannig
til að maður fer oft svipaðan
hring með gestina sína og
gleymir þá alltaf að skoða það
sem maður var að geyma.
Þannig að núna er ég farin að
minna mig á að ég skuli skoða
þessa staði og geti þá farið aftur
með gestina,“ segir hún.
Þegar Erla María er spurð
hvað sé í uppáhaldi fórnar hún
höndum og segir að það sé af svo
mörgu að taka og engin leið að
gera upp á milli. „Auðvitað er
standard þegar maður er að
koma og heimsækja borgina að
fara á þessu helstu staði; skoða
Minnismerkið um helförina,
sögu Múrsins og Brandenborgar-
hliðið, ég myndi hvetja alla til að
gera það. En mér finnst líka
ofsalega gaman að fara og rölta
um öll þessi mismunandi hverfi
sem að eru hérna. Berlín skiptist
í tólf hverfi og hvert og eitt hverfi
hefur sinn karakter og þau geta
verið ofboðslega ólík. Mér finnst
ofsalega gaman að rölta um nýtt
hverfi, finna góða veitingastaði
og njóta mannlífsins, það er mitt
uppáhald.“
Faðir Erlu Maríu er Lárus Ægir
Guðmundsson á Skagaströnd,
móðir hennar er Bjarney Valdi-
marsdóttir grunnskólakennari á
Hvammstanga. Hún á tvö eldri
systkini, Soffíu og Stefán Ægi,
sem í dag eru bæði búsett á
höfuðborgarsvæðinu. Áður en
Erla hélt til Berlínar vann hún
lengst af hjá Reykjavíkurborg, í
þjónustumiðstöð Vesturbæjar og
hafði þá lokið þremur árum af
fjórum í félagsráðgjöf við HÍ.
Erla María segir að það hafi
VIÐTAL
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
verið frábært að alast upp á
Skagaströnd. „Maður var svo
frjáls og fékk að gera svo margt.
Svo var allt í göngufæri, íþrótt-
irnar og tónlistin, þetta var
mikið frelsi og mjög skemmti-
legt. Ég held ég hafi æft allar
íþróttir sem í boði voru á þessum
tíma. Þegar ég var unglingur þá
var maður í íþróttahúsinu til tíu
á kvöldin.“
Erla María lærði einnig á
píanó og þverflautu og aðeins á
gítar. Þegar grunnskóla lauk fór
hún í framhaldsskóla á Akureyri
en á þeim tíma fóru flestir
unglingar á Skagaströnd í FNV á
Sauðárkróki. „Þetta er skólinn
sem systkini mín fóru í þannig
að það kom eiginlega aldrei neitt
annað til greina hjá mér heldur
en að fara sömu leið. Ég sé ekki
eftir því, þetta voru alveg frábær
fjögur ár, ótrúlega skemmtilegur
tími,“ segir hún.
Þykir vænt um
að geta farið heim
Afi Erlu Maríu og fóðurbróðir
hennar og fjölskylda hans búa á
Skagaströnd, auk Lárusar, föður
hennar. „Þau eru eiginlega þau
einu sem eru eftir af fjölskyld-
Erla María Lárusdóttir ólst upp í sjávarþorpinu Skagaströnd en býr ný í
milljónaborginni Berlín. Hún féll fyrir borginni eftir stutta dvöl þar á interrail
ferðalagi um Evrópu og lét sig dreyma um að búa þar en lét ekki verða af því fyrr
en fjórtán árum síðar. Nú hefur hún búið í Berlín í tvö ár, ásamt unnusta sínum,
Grétari Amazeen. Hún er við nám í innanhúss-arkítektúr og tekur að sér leiðsögn
um borgina á vegum Berlínanna. Hrifningin af borginni hefur ekkert minnkað og
sér hún ekki eftir því að hafa notað fyrstu mánuðina þar til að læra þýsku og njóta
borgarinnar. Blaðamaður Feykis hitti Erlu Maríu á Alexandersplatz í síðustu viku.
Erla María Lárusdóttir frá Skagaströnd er búsett í Berlín
„Berlín var drauma-
borg okkar beggja“
unni sem bjó þarna að stórum
hluta á sínum tíma. En það er
dásamlegt að eiga einhvern
þarna ennþá og koma heim.
Pabbi býr ennþá í húsinu sem ég
ólst upp í þannig að ég kem heim
þegar ég er að koma á Skaga-
strönd en ekki eins og stundum
gerist þegar foreldrar flytja úr
húsunum sem þau ólu börnin
sín upp í að þá einhvern veginn á
maður ekkert „heim“ lengur.
Mér þykir voða vænt um að geta
farið heim.“ Í dag segist hún fara
svona einu sinni til tvisvar á ári
heim. „En ég er nýkomin að
heiman, skrapp í tíu daga til að
fara í brúðkaup og í sjötugs-
afmæli hjá pabba. Annars er svo
gott að vera hérna í Berlín að
mann langar ekkert mikið að
fara í burtu. Auðvitað saknar
maður fjölskyldu og vina en það
er yndislegt að vera hérna.“
Unnusti Erlu Maríu, Grétar
Amazeen, er að mestu uppalinn
í Reykjavík. Aðspurð um hvað
dró þau til Berlínar segir Erla
María að það hafi í raun bara
Erla María í Berlín.
MYND: KSE