Feykir


Feykir - 03.06.2010, Page 3

Feykir - 03.06.2010, Page 3
21/2010 Feykir 3 Gerið Feykir.is að upphafssíðu! Fréttir, fróðleikur og fáránlegar upplýsingar Fallega hugsað og fallega gert Tónleikar til styrktar Júlíusi á Tjörn Styrktartónleikar verða haldnir n.k. laugardag 5. júní, kl. 20:30 í félagsheimilinu Ásbyrgi þar sem allur ágóði mun renna til Júlíusar Más Baldurssonar ræktanda landnámshænunnar. Eins og menn muna brunnu útihúsin á Tjörn sem hýstu hænur og öll tæki og búnaður til kaldra kola. Tjónið var mikið og ljóst að uppbygging verður dýr þó eitthvað fáist út úr tryggingum. Það er heimafólk sem mun skemmta á tónleikunum því við erum svo rík af tónlistarfólki, segir á Norðanáttinni. Miðaverð er kr. 1500,- en líka er hægt að styrkja land- námshænuna á styrktar- reikningi kt. 011260-2259 í banka 1105-15-200235. -Fallega hugsað og fallega gert þegar fólk styður við hvort annað eftir óhöpp í lífinu, sagði Júlíus við Feyki.is og biður fyrir góðar kveðjur til allra. Meirihlutaviðræður í Skagafirði Hlé á meirihlutaviðræðum – VG næstir í röðinni? Í hádeginu í gær gerðu Framsóknarmenn í Skagafirði hlé á meirihlutaviðræðum við Samfylkinguna á meðan þeir gera tilraun til þess að ná saman við önnur framboð. Að sögn Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur var um hlé að ræða en hún vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að flokkarnir náðu ekki saman. Samkvæmt öðrum heim- ildum Feykis strönduðu við- ræðurnar á hvort fara ætti af stað með byggingu Árskóla eður ei en Framsóknarmenn fóru fram með tillögu þess efnis undir lok kjörtímabilsins en nutu þá ekki stuðnings samstarfsflokks síns, Sam- fylkingarinnar. Rauði Krossinn Duglegir tombólustrákar Atli Dagur Stefánsson, Kristófer H. Kjerúlf, Hákon Magnús Hjaltalín og Matthías Rúnarsson ásamt Gunnari Jóhannssyni, formanni Rauða krossins í Skagafirði Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra Mánudaginn 7. júní 2010 á Hótel Varmahlíð kl. 10:00-16:00. Námskeiðið er ætlað starfsfólki upplýsingamiðstöðva og starfsfólki ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi vestra. Þátttökugjald er kr. 3.600,-. Innifalið í þátttökugjaldi eru öll námskeiðsgögn og veitingar. Skráning og nánari upplýsingar hjá Guðrúnu Brynleifsdóttur í síma 455 6000 / 898 9820 og á netfangið gudrunb@skagafjordur.is Allar skráningar þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi sunnudaginn 6. júní nk. N Ý PR EN T eh f Nánari upplýsingar á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og í síma 568-2929. m ag g i@ 12 o g 3. is -2 48 .1 33 Ungmennafélag Íslands starfrækir frjálsíþróttaskóla víðsvegar í sumar fyrir ungmenni 11 til 18 ára. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Nemendur í vélstjórn Getum bætt við okkur nemendun í C- og D-réttindanám (3. og 4. stig) í vélstjórn. Bjóðum upp á glæsilega heimavist. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans www.vma.is og hjá áfangastjórum í síma 4640300. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið vma@vma.is Skólameistari VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna staðfesti við Feyki að hlé hefði verið gert á viðræðum. -Við munum ræða við alla flokka, segir Stefán Vagn og væntanlega munum við byrja á VG. En við ætlum að ræða við alla flokka og meta framhaldið út frá því. Frambjóðendurnir Jón Magnússon og Stefán Vagn Stefánsson spjalla saman í höfuðstöðvum Feykis fyrir kosningar. Það voru fjörugir drengir sem mættu á lokagrill Rauða krossins í Skagafirði nú á dögunum til þess að fagna afrakstri sínum, en þeir söfnuðu 12.692 krónum til styrktar Rauða krossinum. Rauði krossinn í Skagafirði þakkar þeim kærlega fyrir gott framtak

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.