Feykir - 03.06.2010, Side 5
21/2010 Feykir 5
Frjálslyndir og óháðir vilja
þakka fyrir einstaklega
hlýjar móttökur í kosninga-
baráttunni og sömuleiðis
mótframbjóðendum fyrir
nær undantekningalausa
drengilega baráttu.
Liðlega tíundi hver kjósandi
taldi dýrmætu atkvæði sínu
best varið í að kjósa F-listann.
Við sem skipum framvarðar-
sveitina í Frjálslyndum munum
kappkosta að endurgjalda
traustið með vinnusemi og
málefnalegum málflutningi í
störfum okkar til að efla
héraðið.
Frjálslyndir leggja mikla
áherslu á að Sveitarfélagið
Skagafjörður fari varlega í
stórframkvæmdir og frekari
skuldasöfnun, sem Framsókn-
arflokkurinn hefur boðað.
Meirihluti Framsóknar og
Samfylkingar hélt velli í ný-
afstöðnum kosningum en það
hefur orðið algjör endurnýjun
á fulltrúum Framsóknar-
flokksins í sveitarstjórninni.
Það er von okkar í Frjálslyndum
og óháðum að nýir sveitar-
stjórnarfulltrúar fari rækilega
yfir fjárhagslegar forsendur
fyrirhugaðra stórframkvæmda
áður en íbúum verður steypt í
enn frekari skuldir. Það hlýtur
að vera sanngjörn og eðlileg
krafa að sjá til lands í því hver
raunverulegur kostnaður
verður við glæsilega leikskóla-
byggingu áður en ráðist verður
í frekari stórframkvæmdir.
Í ágætri greinargerð Guð-
Frjálslyndir og
óháðir þakka
traustið
AÐSENT EFNI Sigurjón Þórðarson F-lista skrifar
mundar Guðlaugssonar sveit-
arstjóra frá 18. maí sl. var klykkt
út með þeim varnaðarorðum
að á viðsjárverðum tímum sem
nú ríkja væri rík nauðsyn á að
fara ítarlega yfir allar rekstrar-
forsendur og fyrirhugaðar
framkvæmdir.
Hrunið hefur kallað á breytt
vinnubrögð og lýðræðislegar
endurbætur og nú er óskandi
að ný sveitarstjórn svari kallinu
um samvinnu og uppbyggilegt
samstarf í stjórnmálum.
Sigurjón Þórðarson,
formaður Frjálslynda flokksins
Með tilkomu endur-
skoðunar kjarasamninga
árið 2005 var farið af stað
með verkefni sem kallast
Þitt val – Þín leið, Náms-
og starfsráðgjöf á
vinnustað. Um er að ræða
samstarfsverkefni
Menntamálaráðuneytisins,
Fræðslumiðstöðvar
Atvinnulífsins, Samtaka
Atvinnulífsins, ASÍ og
símenntunarmiðstöðva um
landið.
Náms- og starfsráðgjafar á
símenntunarmiðstöðvum um
land allt hafa farið á vinnustaði
til að vekja athygli á þessu
verkefni, en erfitt hefur reynst
að ná til sjómanna. Sólrún
Bergþórsdóttir, náms- og
starfsráðgjafi í Vestmanna-
eyjum fékk þá hugmynd að
hægt væri að ná til sjómanna
með því að setja kynningu á
verkefninu á mynddisk sem
yrði sýndur um borð í bátunum.
Hún hefur undanfarið unnið
að þessu verkefni og er
kynningin nú tilbúin. Sjómennt
styrkti þetta verkefni ásamt
Fræðslumiðstöð Atvinnulífs-
ins, LÍÚ og Visku- Fræðslu- og
símenntunarmiðstöð Vest-
mannaeyja.
Í þessari kynningu er vakin
athygli sjómanna á ókeypis
ráðgjöf sem þeim stendur til
boða um nám og störf. Á
Norðurlandi vestra er það
Farskólinn – miðstöð símennt-
unar á Norðurlandi vestra sem
býður þessa ráðgjöf. Jafnframt
er um að ræða hvatningu til
sjómanna um að huga að
sínum starfsferli, staldra við og
skoða námsmöguleika. Á
disknum er að finna almennar
upplýsingar um út á hvað
náms- og starfsráðgjöf gengur.
Þá eru viðtöl við sjómenn sem
hafa farið í nám samhliða
störfum sínum. Þar segja þeir
frá sínum kringumstæðum,
hvernig námið hafi gengið og
stöðu sinni í dag. Fræðslusjóð-
ur sjómanna, Sjómennt, er
kynntur og upplýsingar veittar
um staðsetningu símenntunar-
miðstöðva um landið þannig
að sjómenn ættu að geta pantað
ráðgjöf hvar sem þeir landa
hverju sinni.
Farskólinn – miðstöð
símenntunar á Norðurlandi
vestra hefur tekið að sér að
dreifa disknum í alla stærri
báta og togara á svæðinu og er
það verkefni að hefjast. Einnig
er stefnt að því að bjóða
sjómönnum á smærri bátum á
Þitt val – Þín leið
Náms- og starfsráðgjöf fyrir sjómenn
AÐSENT EFNI Margrét Björk Arnardóttir skrifar
kynningu í landi. Áhugasamir
geta einnig horft á vefútgáfu af
kynningunni á http://viskave.
is/.
Það er von mín að þessi
kynning verði til þess að
sjómenn nýti sér tilboð um
ráðgjöf og skoði þá náms-
möguleika sem eru í boði því
þegar allt kemur til alls þá er
starfið eitt af mikilvægustu
þáttum í lífi hvers manns og
því vert að huga vel að því.
Með bestu kveðju,
Margrét Björk Arnardóttir
Náms- og starfsráðgjafi
Farskólanum – miðstöð
símenntunar á Norðurlandi
vestra
margret@farskolinn.is, www.
farskolinn.is
s. 455-6010
( MITT LIÐ )
Nafn: Sævar Örn Hafsteinsson.
Heimili: Reynimel.
Starf: Sölustjóri.
Hvert er uppáhaldsliðið þitt í
enska boltanum og af hverju?
-Manchester United. Mjög tapsár að
eðlisfari þannig að það kemur sér
einstaklega vel að halda með Rauðu
djöflunum, kemur svo sjaldan fyrir
að þeir tapi.
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? -Já undanfarin
ár... það er svo mikið að Púllurum
í kringum mann.. Hef reyndar
lítið heyrt í þeim tala um fótbolta
undanfarin 5 ár eða svo og þar á
undan var það í kringum 1980 og
eitthvað, þegar þeir unnu síðast
Ensku deildina ;)
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? -Mjög erfitt val...
langar að segja Roy Keane en Wayne
Rooney hefur líklega vinninginn,
klárlega bestur í heimi, krafturinn og
hæfileikarnir eru aðdáunarverðir og
svo skemmir ekki keppnisskapið...
maðurinn hreinlega hatar að tapa
og annaðhvert orð hjá honum er
f**k off
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? -Skammarlegt að segja frá
því en, nei við feðgarnir höfum lengi
verið að plana ferð saman á leik
en styrkleiki krónunar frestaði því
eitthvað um sinn.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? -Bara þetta helsta boli, trefla,
stuttbuxur, húfur og þess háttar.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi
við liðið? -Kærastan er lítið
fyrir fótbolta en mundi
sjálfsagt segjast halda
með Man.Utd bara
fyrir kærastann ;)
enda hin fullkomna
kærasta þar á fer
sem gengur nú
þessa dagana með
okkar fyrsta barn
sem er strákur. Það
þarf ekkert að spyrja
að því að þar er á ferðinni eldheitur
Man.Utd stuðningsmaður, enda á
maður að ala börnin sín upp sem
sigurvegara ;)
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag? -Já fór úr
Glóðafeyki í Man.Utd
Uppáhalds málsháttur? -Allt er hey
í harðindum nema hey babí lúla
she´s my Baby, og sjaldan er ein
báran stök í 12 vindstigum.
Einhver góð saga úr boltanum?
-Uppáhalds sagan úr boltanum
var að sjálfsögðu 1999 á móti
Bayern Munich, Teddi og Solskjær.
En tilburðir Johns Terry í Moskvu
þegar hann rann á rassgatið og
skaut í stöng og tveimur spyrnum
síðar varði Van Der Sar og Man.Utd
Evrópumeistarar, priceless.
Annars yljar það manni alltaf um
hjartaræturnar þegar maður sér
myndbrotið af því þegar Garry
Neville kyssti merkið fyrir framan
Liverpool aðdáendur ;)
Einhver góður hrekkur sem þú
hefur framkvæmt eða orðið fyrir?
Þeir eru nú ekki margir svo ég muni
eftir enda er ég með eindæmum
hefnigjarn og aðeins þeir sem þola
það að fá eitthvað hundraðfalt
til baka hrekkja mig, og ég man
svei mér þá ekki eftir neinu í
augnablikinu.
Spurning frá Þorsteini Frímanni.
– Er MAN-UTD að fara á hausinn?
Svar... Nei að sjálfsögðu ekki,
peningarnir vaxa á trjánum á Old
Trafford
Hvern viltu sjá svara þessum
spurningum? -Júlíus Jóhannsson
Hvaða spurningu viltu
lauma að viðkomandi?
-Hversu oft hefur
Kóreumaður sem er
rétt um 1 m á hæð
skorað sigurmark
á móti Liverpool
með skalla?
Fór úr Glóðafeyki
í Man. Utd.