Feykir


Feykir - 03.06.2010, Side 11

Feykir - 03.06.2010, Side 11
21/2010 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Sandra og Haraldur kokka Skagenröra á íslensku rúgbrauði FORRÉTTUR Skagenröra á íslensku rúgbrauði 200 gr. handpillaðar rækjur 1,5 dl. majónes Ferskt dill Safi úr ½ sítrónu Kál Majónesi, rækjum og sítrónusafa er blandað saman. Kryddað með salti og pipar. Berið fram á íslensku rúgbrauði og skreytið með káli, fersku dilli og gjarnan sítrónusneið. AÐALRÉTTUR Fiskisúpa með saffrans aioli Saffrans aioli 2 dl. sýrður rjómi 1-2 hvítlauksrif 0,5gr. saffran (má sleppa) Blandað saman í skál. Fiskisúpa Fiskur að eigin vali 400g (t.d. ýsa eða lax) Rækjur, humarhalar og/eða kræklingar 1 dl. hvítvín Gulrætur Kartöflur 2 hvítlauksrif 3 matskeiðar tómatmauk 1 teningur fiskikraftur 2 ferskir tómatar Salt og pipar Það eru þau Sandra Magdalena Granquist og Haraldur Friðrik Arason á Hvammstanga sem eiga uppskriftir vikunnar að þessu sinni. -Halli vinnur hjá Vörumiðlun við að keyra flutningabíl og ég vinn hjá Veiðimálastofnun og Selasetri Íslands sem líffræðingur (selarannsóknir) og við eigum saman einn strák, Friðrik Alvin, segir Sandra. -Haraldur Friðrik hefur verið mikið á sjó og við höfum því mjög gaman af því að borða fisk á okkar heimili, þó svo að hann kjósi yfirleitt soðna ýsu með kartöflum og smjöri. Þau Sandra og Haraldur ákváðu að elda með svolitlu sænsku ívafi þar sem Sandra er fædd og uppalin í Svíþjóð. “Skagenröra” er mjög klassískur forréttur í Svíþjóð, hér borinn fram á íslensku rúgbrauði. Kryddið saffran er einnig mikið notað í matargerð og bakstur í Svíþjóð. Matgæðingarnir skora á hjónin Guðrúnu Helgu Marteinsdóttur og Hörð Gylfason á Hvammstanga að koma með sínar uppáhalds- uppskriftir að tveimur vikum liðnum. Uppskriftirnar eru fyrir 4. Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Kristbjörg Bjarnadóttir frá Litlu- Brekku í Skagafirði sem leggur okkur til fyrstu vísuna að þessu sinni. Er hún ort í orlofsferð með skagfirskum konum þar sem Sleitustaðamenn sáu um akstur á dömunum. Maginn er saddur og sólin skín glatt og söngurinn hreint eftir vonum. Gísli um þjóðvegi þýtur nú hratt með þrjú tonn af skagfirskum konum. Öðru sinni í orlofsferð með Sambandi skagfirskra kvenna, þar sem okkar Húnvetninga góði vinur Ævar Klemensson var bílstjóri, mun hann hafa óskað eftir vísu frá Kristbjörgu. Taldi hún hægt að verða við því og orti svo. Meinstríðinn og þrjóskur þrár það er ljóti gallinn. Annars er hann Ævar klár alltaf seiglast kallinn. Gamall vinur þessa þátta sem kýs að yrkja undir dulnefninu X9, hlustaði með skelfingarsvip á fréttaflutning af bankahruni og hótunum eins af forkólfum gamla Kaupþings um að neita að koma til Íslands ef hann yrði tekinn fastur við heimkomu. Er von að skáld hugsi til Sigga sem var úti. Siggi er úti í London að lúra leikrit á Íslandi vill ekki sjá. Við saksóknara og svoleiðis búra segir hann oj bara og ýtir þeim frá. Ég er frjáls segir Siggi og sefur. Ég er frjáls því ég smýg eins og refur. Aurinn í bankanum alsælu gefur því held nú barasta ég fari aldrei heim. Gott að heyra í framhaldinu frá Ingólfi Ómari sem hlustaði á fréttaflutning af skýrslunni dýru. Víðtæk skýrsla vitni ber um vinnureglur ljótar. Arðrán framið höfðu hér harðvítugir þrjótar. Kannski gaman að taka næst upp léttara hjal og rifja upp þessa kunnu vísu eftir Jón Hansson sem mun hafa verið ort í Hallormsstaðarskógi um 1967 er Jón gekk þar fram á par í ástarleik. Eðlið vakti unaðsþrá ást sem lengi varði. Adam þiggur epli hjá Evu í rósagarði. Önnur vísa kemur hér eftir Jón. Mafíuna mynda þeir meðan æru þrýtur. Alvarlega augnageir innri manninn lítur. Það mun hafa verið séra Sigurður Vísnaþáttur 523 Norðland sem orti svo fallega um heimasveitina. Fagurbúna bjarta vík bær og túnið frjóa, logn við dúna dýr og rík drottning Húnaflóa. Jón Guðmundsson sem kenndur var við Hólmakot í Hraunhrepp hefur verið svartsýnn er hann orti þessa. Finnst mér lánið furðu valt föl er engin meyja. Bæði lund og bólið kalt, best er því að deyja. Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu hefur kannski verið í kaupstaðarferð syðra er hann orti þessa. Mörgum Víkurmeyjunum mætti ég inn við tjöldin. Gaman er að þeim greyjunum í góðu veðri á kvöldin. Austur í Breiðdal yrkir Einar B. Björns- son á svipuðum nótum. Mesta sælu í heimi hér hygg ég vera þetta. Fljóð að vefja í faðmi sér ef fundið er hið rétta. Kennarinn Eiríkur Sigurðsson á Akureyri mun hafa ort þessa. Þeir segja að ástin eigi undarlegt tungumál. Mig dreymir á nótt og degi um dýrðlega konusál. Fjólmundur Karlsson á Hofsósi var einn af snjöllum hagyrðingum Skagafjarðar. Eftir því sem mér skilst hafa því miður margar af hans ágætu vísum aldrei verið skráðar á blað, komu eins og talað orð hjá þessum hagyrðing í daglegu striti, án þess að samferðamenn hvers tíma, áttuðu sig á vísnasnilld hans. Ef ég veit rétt átti hann og rak fyrirtækið Stuðlaberg. Eftir að Guðbjörn Jónsson hætti þar sem skrifstofumaður, birtist mynd af honum í blaði sem barst inn á kaffistofu fyrirtækisins. Tók sig einhver til og teiknaði gleraugu á myndina. Orti þá Fjólmundur. Lýst mér þetta ljótur kjaftur lítur augum gegn um gler. Nú er hann Guðbjörn genginn aftur og guð má vita hvenær hann fer. Í miklu úrfelli vestur í Dalasýslu orti Fjólmundur. Regnið hrellir margan mann mærðarskrána vekur. Sá sem pontu á sundi fann samt í nefið tekur. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154 Byrjið á að skera gulrætur og kartöflur í stóra teninga og steikið í olíu og hvítvíni. Látið svo sjóða í smá stund, saman með tómatmauki, fiskikrafti og smá vatni. Ferskum tómötum er svo bætt við og loks fiskinum. Látið sjóða við lágan hita þar til fiskurinn er tilbúinn (ca. 10 mín). Rækjum, humarhölum og/eða kræklingum er bætt við í lokin. Berið fram í djúpum diskum og setjið smá aioli úti súpuna. EFTIRRÉTTUR Sumarlegur ísdrykkur 0,5 l. vanilluís 3 dl. mjólk 1 banani Súkkulaði með 70% kakóinnihaldi (eða suðusúkkulaði) Blandað saman með töfra- sprota. Berið fram í háum glösum með röri. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.