Feykir - 03.03.2011, Blaðsíða 7
09/2011 Feykir 7
innréttingar og fleira en síðan
enduðum við bara í fjörunni hjá
tengdamömmu á Ketu á Skaga,
þar sem við fengum rekavið sem
endaði í borðum, bekkjum og
hillum hér í búðinni. Það kom
bara mjög vel út að notast við
þennan náttúrulega efnivið og
síðan leystum við gardínumálin
með lambsleðri.“
Spennandi tímar
framundan
Framundan eru spennandi
tímar og hugsanlega meiri
framkvæmdir en þau fengu
símtal frá Impru sem ásamt
Kanadamönnum vinnur að því
að opna tvær hagleikssmiðjur,
Economuseum, á Íslandi. „Það
er þegar búið að opna eina
á Djúpavogi undir nafninu
Arfleifð, og var okkur boðið
að vera hin smiðjan. Verkefnið
gengur út á að gesturinn geti
komið og séð hvað er verið
að vinna að og í raun séð
handverkið verða til frá grunni
og þar til það kemur út sem
fullunnin vara. Þetta smellpassar
fyrir okkar verksmiðju en til
þess að geta tekið þátt þurfum
við að setja upp sýningu um
sögu sútunar. Sem aftur á móti
kostar að við þurfum að stækka
Gestastofuna og er það eitthvað
sem við erum að velta fyrir okkur
þessa dagana. Eins erum við að
spá í að setja upp vinnustofu
uppi á lofti fyrir listamenn,
bæði erlenda hönnuði sem
innlenda og handverksfólk sem
getur þá komið og unnið úr
hráefni okkar hér á staðnum.
Evrópusambandið styrkir þetta
verkefni en styrkurinn felst
í hönnun og uppsetningu á
sýningu en okkar kostnaður
yrði uppbygging og breyting
á húsnæði. Við höfum aftur
fengið styrk hjá SSNV og eins
hjá Menningarsjóði KS auk
þess sem sveitarfélagið hefur
gefið vilyrði fyrir að koma að
uppbyggingu á okkar nánasta
Skinnin vöktu lukku.
Hönnuðir framtíðarinnar handfjaltla skinn.
umhverfi auk þess að setja 300
þúsund í þetta verkefni. En
framkvæmdirnar eru dýrar og
við þurfum að tryggja okkur
örlítið meira fjármagn til þess
að geta stokkið á hugmyndina.
En ég er bjartsýn á að það gangi
enda hefur Gestastofan sannað
sig sem þrælgott innlegg í
ferðaþjónustuiðnaðinn hér í
Skagafirði og á Norðurlandi
vestra. Eins fórum við með
Gestastofuna á Fiskidaginn
mikla í fyrrasumar þar sem
við fengum lánað 250 fm
sal sem var alveg hrár og í
samstarfi við þá Gumma og
Steina í Norðurströnd sem
eru meðeigendur að þessu
með okkur, fengum við lánað
fullt af gömlum tækjum og
fiskikössum sem notuð voru
sem borð og hillur. Þetta var
mjög skemmtilegt og hvorki
dýrt né flókið að setja upp
en það kom mikið af fólki og
skoðaði hjá okkur og verslaði
varning.“
Sigga, ég sé að þú ert búin
að finna hilluna þína? „Já,
algjörlega, þessi bransi er gríð-
arlega spennandi og í stöðugri
þróun. Starfið hentar mér því
gríðarlega vel, auðvitað koma
dagar þar sem ég þarf að vera
á skrifstofunni í pappírsmálum
og öðru sem er ekki eins spenn-
andi en ég læt mig hafa það til
að geta staðið í hinu líka.“
Og framtíðin er björt? „Já
hún er það, við erum alla vega
bara bjartsýn. Það er aukning
á öllum sviðum hjá okkur.
Mokkinn er að koma sterkur
inn hjá Loðskinni og eins er
mikill meðbyr í leðurgeiranum.
Auðvitað kemur þetta allt í
sveiflum en við þurfum þá bara
að nota meðbyrinn vel til þess
að vera betur í stakk búin að
takast á við erfiða tíma.
Nú og svona bara að lokum
langar mig að koma á framfæri
að við erum að leita okkur
að starfsmanni sem getur
tekið að sér að sjá svolítið um
Gestastofuna. Hann þarf að
vera vel að sér í mannlegum
samskiptum og ófeiminn að
takast á við það sem hann er
að gera og helst að geta verið
leiðbeinandi fyrir fólk sem
er að velta fyrir sér vörunni
okkar og geta brugðið sér í
hlutverk bæði leiðbeinanda
og sölumanns. Í raun þarf
hann að geta tekið þetta í sínar
hendur yfir sumartímann.
Rétti aðilinn á endilega að
hafa samband við okkur hér
hjá Gestastofu sútarans,“ segir
Sigga að lokum.
Taska í verslun Gestastofunnar sló í gegn.
Elínborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri
Tónlistaskóla Húnaþings vestra
Gefandi starf að
stýra tónlistarskóla
Norðanátt tók Elínborgu Sigur-
geirsdóttur tali nú á dögunum þar
sem rætt var um tónlistarskólann
og útgáfu geisladisks sem hefur
að geyma lög eftir Elínborgu sjál-
fa. Elínborg segir það vera mjög
gefandi starf að stjórna tónlistar-
skóla, þó það geti vitaskuld stun-
dum verið erfitt. „Að stýra skóla
með 109 nemendaígildi er vinna
og ábyrgð“ segir hún.
Það þarf líka margt að smella
saman. Í upphafi annar þarf að
púsla öllu vel saman til að reyna að
verða við óskum fólks þar sem það
er oft á tíðum margt annað í gangi,
t.d. í tómstundum fólks.
Kennarar við tónlistarskólann
í vetur eru átta talsins. Þau eru,
auk hennar sjálfrar, Daníel Geir
Sigurðsson, Guðmundur Helgason,
Guðmundur Hólmar Jónsson, Ingib-
jörg Pálsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Páll
Eyjólfsson og Sigrún Dögg Péturs-
dóttir. Elínborg segir jafna ásókn
vera í nám á fjölbreytt hljóðfæri.
Þannig sé alltaf mikil ásókn í nám
á gítar og trommur. Þónokkuð af
nemendum stundar nám í söng og
þeir sem eru að læra á blástursh-
ljóðfæri eru heldur fleiri en áður.
Þá er svipuð ásókn í píanónám og
verið hefur auk þess sem kennt er
á strengjahljóðfæri.
Þá berst talið að væntanlegum
geisladiski hennar. Elínborg he-
fur lengi vel verið í því að semja
lög af og til og frá því í júní 2009
hefur hún samið mikið af lögum.
Afraksturinn er geisladiskur sem er
væntanlegur nú á næstu dögum.
„Þessi diskur er minningardiskur
um Egil Gunnlaugsson, manninn
minn, sem dó 31. ágúst 2008“ se-
gir Elínborg. Hún sagði það oft hafa
tekið á tilfinningarnar að vinna að
geisladisknum. Geisladiskurinn sé
til að heiðra minningu Egils og hafi
hjálpað henni í sorginni. „Það má
segja í rauninni að þetta sé nokkurs
konar minningargrein mín, af því að
ég gat aldrei skrifað neina minnin-
gargrein þá sé þetta minningargrein
til Egils frá mér“. Elínborg dvaldist á
heilsuhælinu í Hveragerði sumarið
2009 og byrjaði hún þar að semja
af krafti. „Þar kynntist ég Magnúsi
Þór Sigmundssyni og hann gerði
fullt af lögum fyrir mig“, segir Elín-
borg. Hún segir að lögin hafi bara
byrjað að streyma, stundum hafi
hana dreymt þau og stundum hafi
þau komið allt í einu. Lögin á gei-
sladisknum eru ellefu talsins og
að sögn Elínborgar eru þau mjög
mismunandi, „sum eru sungin,
sum eru spiluð og sum eru svona
einsöngslög og önnur eru meiri
popplög eða svona sving-lög“.
Elínborg er höfundur allra
laganna á disknum og sá hún um
útsetningu þeirra. Hún fékk mæta
menn til að semja ljóð við lögin, þá
Héðinn Unnsteinsson, Magnús Þór
Sigmundsson, sr. Magnús Mag-
nússon og Pétur Aðalsteinsson.
Lögin hefur hún verið að kynna af
og til á ýmsum tónleikum en ekki
diskinn í heild sinni. Elínborg segist
ekki endilega hafa átt von á því að
allir yrðu eins tilbúnir að hjálpa og
raun bar vitni. „Það sem einkennir
þennan disk er að það eru svona
í kringum tuttugu flytjendur sem
koma fram og flestir af þeim, þar
að auki upptökumenn og mixari á
disknum, eru fyrrverandi nemendur
tónlistarskólans sem ég er búin að
stýra á þriðja áratug.“ Hún segir
marga hafa styrkt hana við gerð
geisladisksins. Auk þeirra sem
komu að gerð disksins þá var hún
styrkt af einstaklingum, fyrirtækjum
og fékk hún einnig styrk frá men-
ningarsjóði Norðurlands vestra. Til
að byrja með verður Elínborg með
geisladiskinn hjá sér og að sjálf-
sögðu verða haldnir útgáfutónleikar
í framhaldinu.
Elínborg segir tónlistarskólann
hafa gert mörgum það kleift að
stunda músík, bæði hér heima og
hjálpað nemendum út í framhald-
snám. Hún færir öllum þeim sem
hún hefur mætt í vinnu sinni við
tónlistarskólann miklar þakkir sem
og öllum íbúum Húnaþings vestra.
Mynd og texti: Norðanátt.is
- Aldís Olga Jóhannesdóttir og Hul-
da Signý Jóhannesdóttir
E.S. Þess má geta að diskurinn
verður til sölu hjá Elínborgu og
hægt að panta hann á netfanginu
borg@simnet.is eða í síma: 864-
2137