Feykir


Feykir - 28.07.2011, Side 2

Feykir - 28.07.2011, Side 2
2 Feykir 28/2011 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Að vera vakinn til umhugsunar Atburðirnir í Noregi eru okkur ofurlega í huga þessa dag- ana, óhugnaðurinn er þvílíkur að maður má vart mæla. Öll keppumst við við að fordæma ódæðisverkið, flöggum, kveikjum á kertum og minnumst hinna látnu sem er vel. Ég var að hlusta á Bylgjuna eitt síðdegi í vikunni og kom þá hlustandi með punkt sem ég hef verið mjög hugsi yfir. Svipaður óhugnaður á sér stað víðs vegar um heiminn sorglega oft. Við sjáum það í fréttum, við horfum smá stund og gleymum síðan óhugnaðinum enda gerist hann í öðrum menningarheimi og þá er eins og við náum að brynja okkur fyrir því. Eins og hann komi okkur ekki við. Kannski er það rétt hjá manninum að þessu hugsunar- háttur sé ein birtingarmynd kynþáttafordóma, kannski erum við ekki eins fordómalaus innst inni og við höldum. Móðir sagði mér frá því að hún hefði horft á fréttirnar með dóttur sinni lítilli, sú trúði ekki að hinn ljósi maður gæti verið ódæðismaðurinn. Barnið var með það á hreinu að hryðjuverkamenn væru dökkir á hár og hörund. Þeir hefðu ekki gult hár. Nú má enginn skilja mig þannig að ég hafi ekki fyllst hrylling, samhug, ótta og ég kann ekki einu sinni að nefna allar þær tilfinningar sem komu upp á yfirborðið við ódæðisverkin. Ódæðisverkin sem voru svo til í bakgarði okkar samfélags. Símtal mannsins vakti mig hins vegar til umhugsunar um að við sem alþjóðasamfélag megum ekki sofna á verð- inum og álíta sem svo að hryðjuverk lík þeim sem áttu sér stað í Osló séu norm og nánast í lagi í einum heimshluta en í okkar heimshluta séu þau á einhvern hátt alvarlegri, verri, sárari. Kannski væri heimurinn örlítið betri staður ef við lærðum meira umburðarlindi gagnvart ólíkum þjóðar- brotum, trúarbrögðum og hörundslit. Lærðum að allt á þetta rétt á sér og að hryðjuverk eru ólíðandi, hvar sem þau gerast í heimi hér. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Skagafjörður Söfnun dýrahræja fyrir 980 þúsund Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar á dögunum var farið yfir þann kostnað sem til hefur fallið vegna vikulegra söfnunarferða sem farnar hafa verið um sveitir Skagafjarðar til söfnunar dýrahræja. Frá lokum apríl hefur kostnaðurinn nú þegar numið rúmlega 980 þúsund krónum. Samkvæmt lögum má ekki lengur urða dýrahræ og var því brugðist við með þessum hætti. Skagafjörður Þórólfur og Sigurjón með hæsta útsvarið Þegar farið er yfir hæstu útsvarsgreiðendur í Skagafirði fyrir árið 2010 er svo sem fátt sem kemur á óvart. Á toppnum líkt á síðast tróna þeir Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri, og Sigurjón Rúnar Rafns- son, aðstoðarkaupfélagsstjóri. Þórólfur með útsvar upp á 9.437.875 og Sigurjón með útsvar upp á 9.395.750. Næstir á listanum eru: Eiríkur Kristján Gissurarson 8.070.189 Jón E Friðriksson 6.975.502 Óskar Jónsson 5.102.372 Benedikt Agnarsson 4.853.817 Gunnar Sigurðsson 4.368.679 Örn Ragnarsson 3.695.750 Guðmundur Hjörleifsson 3.611613 Á síðasta fundi byggðar- ráðs Skagafjarðar komu Sjálfstæðismenn í Skagafirði á framfæri áhyggjum sínum yfir rekstarniðurstöðu sveitarsjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins 2011 sem Sjálfstæðismenn segja vera helmingi hærri en áætlanir fyrir tímabilið gerðu ráð fyrir. Þá segja þeir að fyrir- sjáanlegt sé að launahækkan- ir sem tóku gildi nú í vor muni auka halla sveitarsjóðs enn meir á síðari hluta ársins. „Kostnaðarhækkanir sam- hliða fyrirsjáanlegum sam- drætti í tekjum sveitarsjóðs munu stefna fjárhag sveit- arfélagsins og þar með vel- ferð íbúanna í óásættanlega stöðu verði ekkert að gert. Sjálfstæðismenn skora á fulltrúa meirihlutans í sveit- arstjórn Skagafjarðar að taka hendur úr vösum og leggja strax fram raunhæfar tillögur til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.“ Skagafjörður Sjálfstæðis- menn vilja hendur úr vösum Blönduós Framleiðsla á lífrænu eldsneyti úr sláturúrgangi Vonir standa til þess að framleiðsla á lífrænu eldsneyti úr sláturúrgangi hefjist á Blönduósi í haust. Eldsneytið verður fullunnið á staðnum. Um áramótin hætti Blönduósbær að urða lífrænan úrgang og er hann nú fluttur til förgunar á Akureyri. Hjá SAH Afurðum á Blönduósi fellur mikið til af lífrænum úrgangi með tilheyrandi förgunar- kostnaði. Að sögn bæjarstjórans, Arnars Þórs Sævarssonar, gæti þetta nú verið að breytast því SAH Afurðir hefur verið í samstarfi við Nýsköpunar- miðstöð Íslands unnið að vinnslu á lífdísilolíu úr slátur- úrgangi. Verið er að smíða þau tæki sem til þarf í framleiðsluna og er vonast til þess að fitusöfnun geti hafist strax í haust. /Ruv.is Eins og Skagfirðingar hafa fundið fyrir hefur mikil þurrkatíð verið undarnfarin misseri og getur það haft slæm áhrif á kaldavatns- forðann. Þrátt fyrir rigningarleysið er staðan sem betur fer góð að sögn starfsmanns Skaga- fjarðarveitu. Staðan var óvenju slæm í fyrrasumar en þar sem það hefur verið kalt á nóttunni bráðnar snjór í fjöllum hægar og seytlar því rólega í kaldavatnslindirnar. Ekki hefur þurft að grípa til sjóveitunnar sem tekin var í gagnið í vetur fyrir Rækjuvinnsluna, sem alla- jafna þarf gríðarmikið vatn fyrir starfsemi sína, en sjóveitan er einskonar vara- skeifa Skagafjarðarveitu ef vatnsforðinn verður lítill. Skagafjörður Staða á kalda- vatns- forða góð Lýdó Arctic Rafting má ekki kenna sig við Bakkaflöt Mbl.is greinir frá því að Arctic Rafting er ekki heimilt að nota Bakkaflöt sem kennileiti í símaskránni ja.is, samkvæmt ákvörðun Neytendastofu Á vefnum mbl.is kemur fram að ferðaþjónustan Bakka- flöt leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir því að þegar heitið Bakkflöt er slegið inn hjá símaskránni ja.is komi upp bæði Bakkaflöt ferðaþjónusta Skagafirði og Arctic Rafting, auk ýmissa upplýsinga um hvernig megi ná sambandi við fyrirtækin. Ferðaþjónustan Bakkaflöt og Arctic Rafting eru keppinautar á sviði flúðasigl- inga í Skagafirði. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að skráning Arctic Rafting á heitinu Bakkaflöt sem kennileiti í símaskránni ja.is skapi verulega ruglingshættu milli fyrirtækjanna. Bakkaflöt er heiti á lögbýli þar sem Ferðaþjónustan Bakkaflöt hefur starfsemi sína og þykir Neytendastofu óeðli- legt að Arctic Rafting sem hefur aðsetur annars staðar kenni sig við lögbýli það sem keppinautur hefur aðsetur. Var Arctic Rafting gert að afskrá heitið Bakkaflöt sem leitarorð úr símaskránni ja.is. Þórólfur Gíslason.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.