Feykir


Feykir - 28.07.2011, Síða 3

Feykir - 28.07.2011, Síða 3
28/2011 Feykir 3 Eggjakartöflusalat SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 3% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 Laugarbakki Spes sveitamarkaður Á Laugarbakka í Miðfirði hefur verið Spes sveitamarkaður í sumar og gengið vel. Þar er í boði matur úr héraði og handverk. Kynningar á völdum matvælum eru í boði um helgar. Áhersla er lögð á hefðbundna matargerð en þó leynist eitt og annað nýstárlegt þar á milli, og geta allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á smakk á flest öllu. Nýjung frá Kjöthorninu á Hvammstanga er hrossaálegg (www.kjothornid.net). Annar nýr vöruflokkur er Sæluostur úr sveitinni, frá Jörfa í Víðidal (www.saeluostur.is). Handverksmenn og konur leggja áherslu á forn vinnubrögð og þekkingu, og því er að finna jurtalitað band á markaði og flíkur úr því, þæfðar húfur og vettlinga, sérhannaðar töskur sem og peysur þar sem áhrif Jóns Eiríkssonar á Búrfelli gera vart við sig, kindur úr ull (!!), selir, og margt fleira. Stöðugt bætast nýir vöruflokkar við á Spes sveitamarkaðinn, eins og smyrsl frá Ýr álfavörum á Dæli í Víðdal eða sumarblóm og kryddjurtir í pottum frá gróðurhúsinu að Reykjum í Hrútafirði. Barnatjald er vinsæll liður á Spes sveitamarkaði, þar sem börnum gefst tækifæri til að klæðast víkingabúningi og leika sér að leggjum, skeljum og öðrum gamaldags leikföngum. Markaðurinn er opinn frá miðvikudegi til sunnudags, kl. 12 – 18, til 14. ágúst. Það er auðvelt að rata á sveitamarkaðinn, aðeins ein beygja frá þjóðvegi. Til gamans má geta að Spes nafnið á sveitamarkaðinum kemur úr í Grettis sögu, þar sem Spes var kvenskörungur í Miklagarði. Það kennir margra grasa á Spes sveitamarkaði. Skagfirsku frændurnir Albert Baldursson frá Páfastöðum og Jónas Kr. Gunnarsson frá Stóragerði starfa saman sem flugmenn hjá Air Atlanta. Hér stytta þeir sér stundir í Boeing 747 400 breiðþotu í 40 þúsund feta hæð yfir Asíu í góðum félagsskap Feykis. Utan úr heimi Feykir í háloftunum VERSLUNARMANNAHELGAR BALL Geirmundur Valtýsson spilar á dansleik í Árgarði sunnudagskvöldið 31. júlí frá kl. 23-03 Aldurstakmark 18 ár niður í 16 ára á árinu í fylgd með forráðamanni Munið áfengislögin og skilríkin Skagaströnd Yfirlitssýning á verkum Sveinbjörns H. Blöndal Sveitarfélagið Skagaströnd stendur fyrir yfirlitssýningu á verkum Sveinbjörns H. Blöndal í íþróttahúsinu á Skagaströnd frá 23. júlí til 14. ágúst 2011. Þar má sjá hluta af verkum Sveinbjörns sem málara, en hann bjó stóran hluta ævi sinnar á Skagaströnd. Sýndar eru teikningar, vatnslita- myndir, akríl- og olíumálverk.Sýningin verður opnuð laugardaginn 23. júlí kl. 14 og verður opið til kl. 17 þann dag. Sýningin mun standa til 14. ágúst 2011, opin alla daga frá kl. 13 til 17 og eru allir velkomnir. Á sýningunni eru fimmtíu og fjögur málverk auk nokkurra teikninga. Myndirnar eru valdar með það að markmiði að sýna þróun hans sem listamanns og mismunandi litanotkun og efnistök. Sýningin er sett upp í samstarfi við fjölskyldu Sveinbjörns. Fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hafa lánað myndir á sýninguna. Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Norðurlands vestra. Ein af teikningum Sveinbjörns sem gefur að líta á sýningunni.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.