Feykir - 28.07.2011, Side 8
8 Feykir 28/2011
Fornleifarannsóknir í Skagafirði
Fornleifavernd Ríkisins
hefur veitt fjögur leyfi
til fornleifarannsókna í
Skagafirði þetta sumarið. Þá
fengu Bandaríkjamennirnir
John Steinberg og Douglas
Bolander leyfi til að taka
borkjarnasýni en þeir hafa
stundað fornleifarannsóknir
í Skagafirði um árabil.
Fornleifadeild Byggðasafns
Skagfirðinga fékk tvenn rann-
sóknarleyfi í sumar. Annað
þeirra er í samstarfi við
Byggðasögu Skagafjarðar um
rannsóknir á fornum byggða-
leifum í Skagafirði.
Fram að þessu hafa um 40
staðir verið skoðaðir þar sem
gerðir voru könnunarskurðir
og tekin borsýni. Í júní voru
rannsakaðir sex staðir til við-
bótar í Hjaltadal og Kolbeinsdal.
Niðurstöðurnar munu birtast í
sjötta í bindi Byggðasögunnar
um Hólahrepp, sem kemur út
á næsta ári.
Einnig fékk Byggðasafnið
leyfi til að halda áfram
Skagfirsku kirkjurannsókninni
sem er viðamesta rannsóknin
á vegum fornleifadeildarinnar.
Hún miðar að því að staðsetja
elstu kristnu grafreiti í
Skagafirði en vitað er um kirkju
eða grafreit á um 120 stöðum í
héraðinu og má reikna með
að flestir þeirra séu frá elstu
kristni. Þá geta fjöldi garða
leynst neðanjarðar þó svo engar
heimildir séu til um þá og engin
ummerki sjáist á yfirborði. Tólf
kristnir grafreitir frá 11. – 12.
öld hafa þá verið rannsakaðir í
héraðinu og níu þeirra fundist
Kirkjugarðar og fornar
hafnir efst á baugi
eða verið staðsettir í tengslum
við rannsóknina.
Beint sjónum
austan Vatna
„Í ágúst er ætlunin að rannsaka
þrjá staði til viðbótar. Nú er
sjónum beint að svæðinu aust-
an Vatna og eru staðirnir sem
rannsaka á Bræðrá í Sléttuhlíð,
Höfði á Höfðaströnd og Ósland
í Óslandshlíð.“ segir Guðný
Zoëga fornleifafræðingur.
Á Bræðrá er vitað um affall-
ið bænhús á 15. öld en þar eru
engar heimildir til um grafreit.
Þar verður grafið í svokallaðan
Bænhúshól. Á Óslandi eru til
óljósar heimildir um hálfkirkju
til forna en engar heimildir
um grafreit. Þar var hringlaga
garðlag sjáanlegt fram á miðja
20. öld. Á Höfða var fyrrum
sóknarkirkja en þar var grafið
í kirkjugarðinn allt fram á 19.
öld.
Ætlunin er að grafa í óljóst
hringlaga garðlag sem liggur
undir yngri kirkjugarðinn, þar
hafa komið upp mannabein
við veituframkvæmdir.
„Vonast er til að garðurinn
gefi ljósari mynd af því hvort
einhver munur er á kirkju-
görðum sem urðu seinna
sóknarkirkjugarðar eða þeim
görðum sem fundist hafa
umhverfis minni bænhús og
kapellur frá elstu tíð.“ segir
Guðný.
Grafið í kapp við tímann
Hólarannsóknin fékk leyfi til
áframhaldandi fornleifarann-
sókna á Kolkuósi. Björgunar-
uppgreftinum við Kolkuós
var haldið áfram í sumar
níunda árið í röð.Við upphaf
uppgraftarins í ár varð strax
ljóst að hluti af svæðinu hafði
farið illa og höfðu leifar fornra
búða algerlega horfið.
„Er miður fyrir einstakan
stað eins og Kolkuós, en þarna
var ein helsta höfn biskups-
stólsins og Skagfirðinga frá
landnámi fram á 16. öld, að
ekki skuli vera hægt vegna
fjárskorts að setja meiri kraft en
raun ber vitni í uppgröftinn.“
segir Ragnheiður Traustadóttir
fornleifafræðingur, sem hefur
stjórnað rannsókninni frá
upphafi.
Fornleifarannsóknin, sem
farið hefur fram í tengslum
við Hólarannsóknina á Hólum
í Hjaltadal, hefur að sögn
Ragnheiðar aukið meira við
þekkingu á hafnarmannvirkj-
um og uppskipunarstöðum
frá landnámi fram á 13. öld en
nokkurn óraði fyrir, einkum
þegar haft er í huga hve rýr
jarðvegurinn er vegna ágangs
sjávar.
„Árangurinn í sumar er
samt sem áður mjög góður
þökk sé fórnfúsri vinnu tutt-
ugu fornleifafræðinga og
fornleifafræðinema.“ segir
Ragnheiður. Vettvangsskóli
var haldinn á Hólum í sam-
starfi við Náttúrustofu Vest-
fjarða. Er það annað árið í
röð og komu þangað nem-
endur í fornleifafræði frá
ýmsum háskólum í Bretlandi.
Vettvangsskóli hefur verið
rekinn við Háskólann á Hólum
frá því 2003 í samstarfi við
Háskóla Íslands og Háskólann
í Osló.
Lykillinn að
uppbyggingu á Hólum
Þessi meginhöfn Skagfirðinga
á þjóðveldistíma hefur að
mati fornleifafræðinganna
ráðið úrslitum um það að
Hólar í Hjaltadal urðu þéttbýl
valdamiðstöð, biskupsstóll og
fræðasetur.
Fjöldinn allur af búðum og
jarðhúsum frá því fyrir árið
1104 hefur komið í ljós en hvít
aska úr Heklugosi liggur yfir
þeim. Þykir spennandi að hafa
svo nákvæma aldursgreiningu
á mannvirkjunum sem hangir
saman við upphaf biskups-
stólsins á Hólum 1106 og
áhugavert að sjá hvernig höfnin
var skipulögð á þeim tíma.
Ragnheiður segir að komin sé
glögg mynd af svæðinu frá 12.
og 13. öld og að rannsóknin í
sumar sýni að það hafi ekki
síður verið þaulskipulagt í
árdaga en þegar fram í sótti.
„Þær búðir sem hafa verið
að koma í ljós í sumar eru frá
11. öld og enn eldri og virðist
sem höfnin hafi alltaf verið
mjög vel skipulögð þótt ekki
hafi verið um steinlagðar götur
að ræða í fyrstu eins og síðar
varð. Búðirnar virðast vera
aðeins minni en athafnalífið
jafnfjölbreytt. Sumar hafa
trúlega verið svefnbúðir, aðrar
vinnustaðir, þar sem hefur
verið saumað, verslað og unnið
járn, enn aðrar matstaðir og
svo auðvitað birgðageymslur.“
Fjöldi gripa eru nú orðin
um 1500 af ýmsum gerðum.
Þar hafa fundist ýmsar vík-
ingaaldarminjar, akkeri, grafir
heiðinna manna og fórnardýra,
silfurpeningar, kambar, innflutt
brýni, eldtinnur, bökunarhellur,
nálar af öllum stærðum og
gerðum, gripir úr hvalbeinum
en töluvert hefur fundist af
hvalspæni í einni búðinni; má
gera ráð fyrir að menn hafi
setið þar og tálgað úr hvalbeini.
Hákarlatennur hafa komið úr
eldstæðum við Kolkuós sem
bendir eindregið til að menn
hafi brætt þar lýsi á 13. öld og
flutt út.
Niðurstöðurnar bregða
mikilvægu ljósi á samband
Hólastaðar við umhverfi sitt
og tengjast með því þeim
þverfaglegu rannsóknum sem
fara fram á Hólum.
Fornar hafnarbúðir koma í ljós þegar horft er yfir uppgraftarsvæðið á Kolkuósi.
Uppgröftur á 11. aldar kirkjugarði á Mið-Grund í Blönduhlíð. Fyllingin í gröfunum er öðruvísi á litinn
en jarðvegurinn sem grafirnar hafa verið teknar í og þær eru því vel greinanlegar á yfirborði.Fyllingin
í gröfunum er öðruvísi á litinn en jarðvegurinn sem grafirnar hafa verið teknar í og þær eru því vel
greinanlegar á yfirborði.
Hákarlatennur komu í ljós þegar jarðvegssýnum var fleytt í vatni.