Feykir - 24.04.2012, Blaðsíða 3
16/2012 Feykir 3
Skátamessa á sumardaginn fyrsta
Tendraðu lítið skátaljós
Skátarnir hafa tekið virkan
þátt í hátíðarhöldum á
sumardeginum fyrsta og
varð engin breyting þar á
þetta árið. Á Sauðárkróki
var farin skrúðganga undir
forystu Skátafélagsins
Eilífsbúa en gengið var frá
Bóknámshúsi FNV og út í
kirkju. Þar var haldin
skátamessa með gleði og
söng.
Í tilefni af 100 ára
fæðingarafmæli Hrefnu Tynes
las séra Sigríður Gunnarsdóttir
sögu eftir hana en Hrefna var
sæmd æðstu heiðursmerkjum
skátahreyfingarinnar á Íslandi
auk þess sem forseti Íslands
sæmdi hana hinni íslensku
Fálkaorðu. Þá má geta þess að
Einu sinni skáti – ávallt skáti.
hún samdi marga texta sem
skátar syngja jafnan er þeir
koma saman, eins og
Tendraðu lítið skátaljós sem
að sjálfsögðu var sungið í
kirkjunni þennan daginn. Þá
voru tíu börn vígð inn í
skátahreyfinguna eftir að þau
höfðu farið með skátaeiðinn.
/PF
Samstarfsaðilar
Vertu með!
9.-29. maí
Vinnustaðakeppni
Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is
Keppt er um:
• Flesta þátttökudaga - vinnustaðakeppni
• Flesta kílómetra - liðakeppni
Aðalstyrktaraðili
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/Í
S
Í
59
38
0
04
/1
2
Uppskeruhátíð körfuboltadeildar Tindastóls
Helgi Rafn bestur
Síðasta vetrardag hélt
körfuknattleiksdeild
Tindastól uppskeruhátíð
sína á Mælifelli að
viðstöddu fjölmenni sem
skemmtu sér í sannkallaðri
veislustemningu.
Fluttir voru pistlar og
gamanmál og dýrindis matur á
boðstólnum.
Í tilefni þess að Helgi Rafn
Traustason, fyrrverandi kaup-
félagsstjóri og mikill velunnari
körfuboltans á Króknum hefði
orðið 75 ára þennan sama dag,
en hann lést langt fyrir aldur
fram, veitti Inga Valdís Tómas-
dóttir ekkja hans deildinni
styrk upp á kr. 100 þúsund. Í
lokin var svo upplýst hverjir
fengu verðlaun og viðurkenn-
ingar fyrir framlag sitt í vetur.
Mestu framfarir:
Þröstur Leó Jóhannsson og Hreinn
Gunnar Birgisson
Stigahæstur:
Helgi Rafn Viggósson
Frákastahæstur:
Helgi Rafn Viggósson
Besta ástundun:
Hreinn Gunnar Birgisson
Efnilegastur:
Pálmi Geir Jónsson
Besti varnarmaður:
Helgi Freyr Margeirsson
Besti leikmaður
kosinn af leikmönnum:
Helgi Rafn Viggósson /PF
Helgi Rafn besti leikmaður Tindastóls, valinn af liðsmönnum.
Grásleppan fryst og send til Kína
Góð vertíð
Grásleppuveiðar hafa
gengið vel í Skagafirði
þetta vorið og dæmi eru um
að menn veiði helmingi
meira nú en á seinustu
vertíð. Sú skylda hvílir á
veiðimönnum að þeir komi
með „líkin“ í land en svo er
fiskurinn kallaður nú í
gamansömum tón. Áður
tóku menn einungis hrognin
en hentu fisknum aftur fyrir
borð.
Tómas Árdal hjá FISK
Seafood segir að fyrirtækið
kaupi grásleppu af sjómönnum
en vinnslan felist í því að
fiskurinn er þveginn og
lausfrystur með „haus og hala“
og honum svo pakkað í 20
kílóa kassa áður en hann er
sendur til Kína. Alls hefur FISK
tekið rúmlega 45 tonn af
grásleppunni í gegn hjá sér á
þessari vertíð en einhverjir
sjómenn hafa sent sín „lík“ á
markað suður. Segir Tómas
geta ímyndað sér að yfir 100
tonn af fiski séu komin í land í
Skagafirði. Ágætis verð fæst
fyrir fiskinn eða um 78 krónur
og ljóst að verðmætasköpunin
hleypur á milljónum fyrir utan
að þetta er atvinnuskapandi. /PF
Feðgarnir Árni og Hrólfur Sigurðsson voru að greiða úr netunum þegar blaðamaður átti leið um
bryggjuna í síðustu viku en brælan hafði sett mark sitt á þau.