Feykir


Feykir - 24.04.2012, Blaðsíða 18

Feykir - 24.04.2012, Blaðsíða 18
18 Feykir 16/2012 ( TÓN-LYSTIN ) palli@feykir.is Valdimar Gunnlaugsson / söngvari James Hetfield er guðinn Valdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Gotye ásamt Kimbra, Somebody I used to know. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Á mínu heimili réð Gestur Einar ríkjum með útvarpsþætti sínum Hvítir Mávar. Klassík….. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Remix diskur með Cypress Hill sem ég man ekki hvað heitir og svarti diskurinn með Metallica. Hvaða græjur varstu þá með? Uhhhhhh……ferðageislaspilara. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Jólalög Wham! eða Duran? Ég hlusta nú á hvorugt en ef ég þarf að velja þá Duran Duran. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Black Crowes Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Radiohead. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ætli ég myndi ekki fara með konuna á Take That tónleika í Bretlandi. (Hún grét í marga daga þegar að þeir hættu). Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Sem mikill Metallica aðdáandi á yngri árum dreymdi mig oft um að vera James Hetfield þannig að…..já James Hetfield er guðinn. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Sú plata sem er mest í uppáhaldi hjá mér og hefur verið síðan ég heyrði hana fyrst er Around the Fur með Deftones. Ferðasaga Kristrúnar Kristjánsdóttur frá Melstað í Miðfirði Með penna í farteskinu III Kristrún Kristjánsdóttir er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni Lóu Dís Másdóttur. Undanfarnar vikur hefur hún deilt upplifun sinni af ævintýrum þeirra á leiðinni austur á bóginn með lesendum Feykis. Ferðalagið hófst þann 15. febrúar sl. með stuttu stoppi í Kaupmanna-höfn, þaðan sem haldið var til Dubai og nú eru stöllurnar komnar til Balí. Þann 7. mars kl. 6 um morguninn lentum við í Jakarta en það voru svakaleg viðbrigði frá Dubai. Þarna hengu spjöld útu m allt sem á stóð: „Welcome to Indonesia, death penalty for drug traffickers.“ [Velkomin til Indónesíu, dauðarefsing fyrir eiturlyfja-smyglara]. Það var mikið búið að hræða okkur með því að það væri algengt að fólk setti dóp í töskur hjá túristum svo við bjuggumst allt eins við að verða teknar af lífi þarna. Flugvöllurinn var mjög gamall, sveittur og skítugur og þarna var varla boðið upp á neitt, sem var sárt fyrir svanga maga. Við sáum þó eitt bakarí og fengum okkur einhvers konar brauðbollur með fyllingu sem smökkuðust ansi framandlega. Það birti þó yfir okkur þegar við sáum Starbucks kaffihús og þar fengum við okkur dýrindis ~ „Hann var hinn mesti húmoristi og bað okkur um að kalla sig Paul Young því þá liði honum yngri, hann sagðist þó vera giftur yndislegri konu sem er töfralæknir en þau ættu jú son og að hann væri mun hávaxnari en faðir sinn og við ættum endilega að hitta hann.“ kalda kaffidrykki, því það var frekar heitt og við ansi sveittar og ósmekklegar. Þarna biðum við í sex tíma og fórum tímalega að hliðinu okkar. Allt í einu án nokkurs fyrirvara eða nokkurrar tilkynningar, og þrátt fyrir að við vorum búnar að spyrja marga margoft og sýna miðana okkar, var búið að skipta um hlið. Nöfnin okkar voru kölluð upp og sem betur fer heyrðum við og skildum kallið, því ég get með sanni sagt að fáir hefðu skilið bofs. Við hlupum að rútunni sem átti að fara með okkur að flugvélinni og þarna voru fleiri sem höfðu ekki vitað af breytingunni með hliðið. Meðan við biðum eftir rútunni ennþá sveittari eftir hlaupin þá fór strákur, frá Jakarta sem var að vinna þarna, að spyrja okkur mjög óviðeigandi spurninga og benda á mjög óviðeigandi líkamsparta á okkur, við litum á hvora aðra dauðþreyttar og hugsuðum hvert við værum eiginlega komnar. Það endaði svo með því að við sögðum við náungann að á Íslandi væri sex tölustafur og við vissum ekkert meira um það málefni. Við fengum reyndar líka einn vingjarnlegan Ástrala til að sitja við hliðin á okkur í rútunni, bara svona til öryggis því hann skildi víst ekki nei greyið. Það var gott að komast í loftkælda flugvélina og við vorum ennþá fegnari þegar við lentum í Kuta seint um kvöldið. Þar tók á móti okkur Paul nokkur, sætur lítill Balíani, í þessum líka sæta balíska búning, með grátt hár og skallablett. Hann var hinn mesti húmoristi og bað okkur um að kalla sig Paul Young því þá liði honum yngri, hann sagðist þó vera giftur yndislegri konu sem er töfralæknir en þau ættu jú son og að hann væri mun hávaxnari en faðir sinn og við ættum endilega að hitta hann. Honum fannst við sem sagt mjög fallegar þó hann segði líka að við myndum verða miklu grennri ef við drykkjum bara nóg af grænu tei en við hlógum bara að þessu öllu saman. Hann skutlaði okkur á hótelið sem tók um klukkustund, það var æðislegt eftir langt ferðalag, að leggjast í hreint rúm og við sofnuðum samstundis. /KKFrá vinstri: Kristrún, Paul Young og Lóa Dís.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.