Feykir


Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 19/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Hrafnagusa Ærin Alva á Sporði í Húnaþingi Vestra bar risastórum botnóttum hrúti þann 7. maí með aðstoð húsráðenda en hrúturinn reyndist vera 7,3 kg. Alva sem er þriggja vetra bar tveimur lömbum sem gemlingur, þremur lömbum tveggja vetra og þessum risa hrúti núna. Eigandi Ölvu er Rakel Alva Friðbjörnsdóttir 3 ára. /PF Húnaþing vestra Risalamb á Sporði Skerpla, áttundi mánuður ársins samkvæmt gamla norræna tímatalinu, hefst þetta árið nk. laugardag 19. maí eða þvottadag í fimmtu viku sumars. Samkvæmt gregoríanska tímatalinu getur dagurinn lent á 19. til 25. maí eftir reikningskúnstum almanaksins. Norræna tímatalið er, samkvæmt Wikipedia, það tímatal sem notað var af Norðurlandabúum þar til júlíska tímatalið tók við sem almennt tímatal, og raunar lengur. Tímatalið og mánaðaheitin miðast við árstíðir sveitasamfélagsins og skiptast í sex vetrarmánuði og sex sumarmánuði. Það miðast annars vegar við vikur, fremur en daga, og hins vegar við mánuði, sem hver um sig taldi 30 nætur. Með þessum hætti hefjast mánuðirnir þannig á ákveðnum vikudegi, fremur en á föstum degi ársins. Árið var talið 52 vikur eða 364 dagar og til þess að jafna út skekkjuna sem varð til vegna of stutts árs var skotið inn einni aukaviku, svokölluðum sumarauka, sjöunda hvert ár. Þannig var sumarið talið 27 vikur þau ár sem höfðu sumarauka, en 26 vikur annars. Ég er viss um að nýr mánuður boði betri tíð og blóm í haga en hretið sem gengið hefur yfir undanfarna daga getur borið eftirfarandi nöfn samkvæmt gömlum fræðum: hrafnagusa, uppstigningardagshvina, krossmessuhret og kríuhríð. Efalaust eru fleiri viðurnefni til, en þetta ætti að duga núna. Páll Friðriksson ritstjóri Íslandsmót 2012 í hestaíþróttum verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 19. til 22. júlí. Framkvæmda- nefnd Íslandsmóts hvetur ferðaþjónustuaðila í Skagafirði til samstarfs um að gera þessa daga að stórviðburði í Skagafirði. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að nýta sér samstarf við Íslandsmót 2012 á Vind- heimamelum geta haft sam- band við Eyþór Einarsson í síma 455-7115/862-6627 eða tölvupósti á ee@bondi.is. Þá er óskað eftir sjálfboðaliðum, bæði við undirbúning og til starfa á mótinu. /PF Vindheimamelar Íslandsmót í sumar Rekstrartekjur 476 milljónir Jákvæður rekstur Skagastrandar Sveitarstjórn Skagastrandar tók fyrir á síðasta fundi sínum endurskoðunarbréf Davíðs Búa Halldórssonar, endur- skoðanda sveitarfélagsins sem m.a. innihélt samantektir á helstu niðurstöðum ársreikn- ings. Í bréfinu koma ekki fram neinar athugasemdir sem sveitarstjórn þarf að bregðast við. Þá lá fyrir fundinum árs- reikningur sveitarsjóðs og stofnana sem var til fyrri umfjöllunar 11. apríl 2012. Í honum kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 476 m.kr. og rekstrargjöld 457 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 18 m.kr. en rekstrarniðurstaða eftir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 17,5 m.kr. Eigið fé samstæðu í árslok 2011 nam 1.268 millj.kr. samkvæmt efna- hagsreikningi. Eiginfjárhlutfall samstæðu var 75,4% í lok árs 2011 en var 75,0% árið 2010. Veltufjárhlutfall samstæðunnar nam 23,19 en var 20,0 árslok 2010. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri samstæðunnar 68,9 m. kr. og handbært fé frá rekstri 64,7 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Handbært fé samstæðunnar nam 568 m.kr. í árslok en var 543 m. kr. í árslok 2010. Auk þess kemur fram í efnahagsreikningi að eign í ríkisverðbréfum nam 194 m. kr. í fundargerð segir að sveitar- stjórn hafi rætt ársreikninginn og samþykkt hann að lokinni umræðu. /PF Skagafjörður Sláttur hafinn Það urðu margir undrandi í síðustu viku er sást til bóndans á Hlíðarenda í Óslandshlíð í Skagafirði byrja heyskap óvenju snemma þetta árið þar sem hann fór um sinumikið túnið, sló í lítinn flekk og rúllaði. Þegar betur var að gáð var það ekki heyleysi sem hrjáði bóndann þetta vorið heldur var Allir undir 18 ára fá vinnu í sumar Skagafjörður Í Vinnuskóla Skagafjarðar verður öllum yngri en 18 ára tryggð vinna í sumar en skólinn er fyrir krakka í 7.- 10. bekk í sveitarfélag- inu. Þeir sem fæddir eru árin 1994 og 1995 stendur til boða vinna í gegnum VIT- verkefni (atvinnuátak) en þau skilyrði eru þó sett að viðkomandi hafi fengið neitun um aðra vinnu en markmið skólans er að enginn í þessum árgöngum verði atvinnulaus í sumar. María Björk Ingvadóttir frístundastjóri sveitarfélagsins segir ekkert annað sveitarfélag á Íslandi hafa tekið jafn afgerandi forystu í atvinnu- málum ungmenna og Sveitar- félagið Skagafjörður. -Ég kynnti þetta á fundi í Menntamálaráðuneytinu á föstudag og kom þar fram mikil ánægja og aðdáun á þessari stefnu. Það er engum blöðum um það að fletta að það að tryggja öllum atvinnu er ein besta forvörn sem hugsast getur yfir sumarið, segir María Björk. Hún segir að margar fyrirspurnir hafi borist frá unglingum annarsstaðar að af landinu sem eiga hér ættingja eða vini og eru að óska eftir vinnu í Skagafirði. Mikil að- sókn er í Vinnuskólann og hefur hún aukist um meira en helming á síðustu 5 árum. /PF þarna á ferðinni prófun á nýrri rúllubindivél. Fulltrúar frá Vélaborg land- búnaði, Bifreiðaverkstæðinu Pardus á Hofsósi ásamt tækni- manni frá Leley verksmiðjunum voru þarna að prófa nýja rúllubindivél við mjög krefjandi íslenskar aðstæður. Að sögn Njáls H. Sigurðssonar, Þor- steinssonar frá Skúfsstöðum og sölumanns hjá Vélaborg landbúnaði, er hér um mjög byltingarkennda vél að ræða hvað varðar afköst og heymagns í rúllum. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir voru bændur mjög áhugasamir um vélina sem reyndist vel og vakti afköst hennar mikla athygli sem og auðveld stjórnun á stærð rúllubagganna. /PF Bændur voru áhugasamir um vélina sem reyndist vel. Betri niðurstaða en ráðgerð var Húnaþing vestra Síðari umræða um ársreikn- inga Húnaþings vestra og fyrirtækja árið 2011 fór fram á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku og voru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Í bókun sem oddviti sveitar- stjórnar lagði fram segir að afkoma sveitarfélagsins, bæði aðalsjóðs og samstæðu, fyrir árið 2011 valdi áhyggjum þrátt fyrir að niðurstaðan sé mun betri en fjárhagsáætlun ársins hafði gert ráð fyrir. Niðurstaða aðalsjóðs er neikvæð um kr. 21,0 millj. en hafði verið áætluð neikvæð um 32,6 millj. kr. Niðurstaða samstæðu A og B hluta er neikvæð um kr. 56,3 millj. en hafði verið áætluð neikvæð um kr. 80,7 millj. Rekstrartekjur voru rúmum 50,0 millj. kr. hærri en ráð var fyrir gert en rekstargjöld rúmlega 41,0 millj. kr. hærri. Í því sambandi vega breyt- ingar á kjarasamningum vegna launa- og launatengdra gjalda um kr. 20,0 millj. Varðandi tekjuaukninguna munar mestu um hækkun á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en það var rúmum kr. 30 millj. hærra en ráð var fyrir gert. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.