Feykir


Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 7
19/2012 Feykir 7 hún hafi heillast af Bayeux- reflinum þegar hún kynntist sögu hans á meðan á námi hennar stóð í Kaupmannahöfn. „Það má segja að hann sé mín Mecca,“ segir hún og að ætlunin sé að fara í pílagrímsferð til Bayeux í Normandí einn daginn, þar sem hann er geymdur. Jóhanna dregur upp bók um þennan margrómaða refil sem saumaður var upp úr árinu 1066 og segir frá sigurför Williams sigursæla í orrustunni við Hastings. „Refillinn er aðalheimildin um þennan atburð í sögunni og er ómetanleg samtímaheimild um klæðnað, mat og margt fleira,“ útskýrir hún og bendir á myndir af skipum og brynjuðum hermönnum. Bayeux-refilinn segir hún vera 70 metra langan, „okkar er 46 metrar og því bara hálfdrættingur á við þennan,“ segir hún kankvís á svip. Árið 2008 hvíslaði hún hug- myndinni að setja Vatnsdælu á refil að vinkonu sinni, Hildi Hákonardóttur listakonu, sem hún kallar ljósmóður verkefnisins, en hún hefur hvatt hana til dáða allt frá upphafi. „Það var búið að mynda, endurrita og kvikmynda sögurnar okkar en enginn hafði saumað þær út. Mér þótti hugmyndin skemmtileg og viðraði hana við Hildi til að athuga hvort hún teldi þetta vera gerlegt,“ útskýrir hún. Jóhanna sá verkefnið alltaf fyrir sér sem einskonar héraðsverkefni og langaði að sem flestir kæmu þar að. Fljótlega setti hún sig í samband við Félag um Land- nám Ingimundar gamla sem er félagsskapur fólks sem hefur áhuga á Vatnsdælu og sögu Húnaþings. Þar mun Þór Hjaltalín sagn- og fornleifa- fræðingur hafa komið við sögu og lagt verkefninu lið. „Hann sá um að söguhlutinn væri réttur og sannur og hélt okkur handverks- og listakonum á jörðinni,“ segir hún og hlær. Vatnsdæla tekur á sig mynd Árið 2009 kom upp sú hug- mynd að leita til Listaháskóla Íslands og segir Jóhanna þær umleitanir hafa fengið afar góðar viðtökur. Það voru þeir Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, prófessor í grafískri hönnun og Jóhannes Þórðar- son, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar, sem voru Jóhönnu til halds og trausts innan listaháskólans. Þeir tóku að sér að setja saman lista með nöfnum myndlistamanna sem hefðu burði til þess að hafa umsjón með verkinu og höfðu samband við listamennina. „Eftir stóð Kristín Ragna Gunnarsdóttir en hún var kjörin listamaður í verkið en hún er jafnframt bókmenntafræðingur og hafði því góðan skilning á sögunni,“ segir Jóhanna. Kristín Ragna hefur myndskreytt barnabækur við góðan orðstýr og hefur m.a. unnið tvisvar sinnum íslensku my n d s k re y t ive rð l au n i n Dimmalimm, þá fyrir mynd- lýsingar í bókunum Hávamál sem Þórarinn Eldjárn endur- orti og Örlög guðanna eftir Ingunni Ásdísardóttur. Sömu- leiðis hefur hún kennt frásagnir með teikningum og því var hún tilvalin í að taka að sér umsjón með nemendum Listaháskólans. „Þetta var sumarið 2010 og hún var snögg að skipta upp köflunum 47 sem eru í Vatnsdælu í 22 þætti, jafnmörgum og þeim nemendum á öðru ári í grafískri hönnun sem skráðir voru til náms við LHÍ um haustið,“ segir Jóhanna. Þegar kennsla hófst um haustið fengu námsmennirnir það verkefni að lesa Vatnsdælu í þaula og svo fékk hver og einn sinn hluta til að túlka með sínum hætti. Hlutverk Kristínar Rögnu var að samræma persónur í gegnum söguna þegar nemendurnir skiluðu af sér verkinu, jafnframt að samræma upphaf og endi hvers hluta. „Nemendunum var boðið í ferð hingað norður á söguslóð til að gefa þeim tilfinningu fyrir umhverfinu. Gerð var sú krafa að þau yrðu sögunni og umhverfinu trú – ég vildi ekki sjá Herðubreið eða Lómagnúp á teikningunum,“ útskýrir Jóhanna. „Kristín Ragna hafði orð á því að hún hafi aldrei verið með hóp sem hafi verið jafn spenntur fyrir verkefni sínu, að vera að taka þátt í einhverju raunverulegu og sem kemur til með að skipta máli. Margir þeirra lögðu sig virkilega fram við þetta og spáðu í hvernig best væri að útfæra söguna,“ segir hún. Nemendurnir skiluðu af sér fyrsta uppkasti í febrúar 2011 og þá fékk Jóhanna að sjá afrakstur vinnu þeirra sem hún segir hafa verið afskaplega skemmtilegt - að sjá þeirra persónulega stíl í hverjum hluta fyrir sig. „Það vakti þó athygli mína að ég sá hvergi ísbirni, en Ingimundur gamli fann Birnu með tvo húna á Húnavatni, og ekki heldur Þórdísi sem var fyrsti Húnvetningurinn, en hvort tveggja eru það sem Húnvetningar myndu helst kannast við úr Vatnsdælu,“ útskýrir Jóhanna en síðar kom í ljós að Þórdís og ísbirnirnir höfðu verið sett í neðanmálsteikningar. Líkt og Bayeux-refillinn var Vatns- dælurefillinn 50 sm breiður, og þá er meginmáli gert skil fyrir miðju en að ofan og neðan má sjá ítarefni. „Svo rak ég augun í risastóra kanínu, jafnstóra og hestarnir - ég skildi nú ekki hvað hún var að gera þarna. Þá kom í ljós að listamaðurinn var frá Lettlandi og honum fannst vanta eitthvað til að fylla upp í eyðuna og það var honum eðlilegt að setja eina kanínu þar,“ segir hún hlægjandi og bætir við að kanínan hafi fengið að fjúka. Fyrstu sporin Textílsetið á Blönduósi varð snemma aðili að verkefn- inu en það er til húsa í Kvennaskólanum á Blönduósi. „Mér fannst vel til fundið að refillinn yrði saumaður út í þessu húsi þar sem mikil handverkshefð ríkir og óskaði eftir að hann yrði hýstur hér,“ segir Jóhanna en hún hefur gegnt hlutverki framkvæmdarstjóra við Textíl- setrið í hlutastarfi frá árinu 2011 og má því segja að refillinn sé undir hatti Textílsetursins. „Sem tóvinnukennari og sauð- fjárbóndi kom að sjálfsögðu ekkert annað til greina en íslenska ullin þegar kom að því að velja garn í útsauminn,“ segir Jóhanna en hún gerði samning við Ístex. Í herbúðum þeirra voru spunnin 720 kíló af sérvalinni lambsull í verkið en um er að ræða níu liti valda með Bayeux-refilinn til hliðsjónar. Efnið í refilinn er hörléreft sem Jóhanna fékk frá versluninni Nálinni í Reykjavík og var sérpantað frá Danmörku. Í samráði við Jakob Jóhann Jónsson hjá Léttitækni á Blönduósi var hönnuð undirstaða undir refilinn að fyrirmynd vefstóls, sem Jóhanna segir hafa reynst einstaklega vel. Þá var ekkert til fyrirstöðu að hefja útsauminn sem var gert með viðhöfn á Húnavöku þann 16. júlí sl. sumar. Fyrstu sporin settu Vigdís Ágústsdóttir húsfreyja á Hofi, sem ber nafn fyrstu húsfreyjunnar þar á bæ og eiginkonu Ingimundar gamla, og Ingimundur Sigfús- son fyrrum sendiherra á Þingeyrum, sem ber nafn Ingimundar en á Þingeyrum er talið að Vatnsdæla saga hafi verið skrifuð um 1270. „Þau voru svo vinsamleg að taka þátt í þessu með okkur og saumuðu á sitthvorum staðnum – þar með var refillinn opinn,“ segir Jóhanna en opnunarathöfnin fór fram í Íþróttahúsinu á Blönduósi og búið var að hengja upp allar myndirnar svo fólk gæti skoðað þær. „Ég vildi sýna hve langur refillinn er en hann er jafn langur og lengri hlið hússins og fjórum metrum betur.“ Gömul saga flutt inn í framtíðina Jóhanna áætlar að verkefnið Vatnsdæla á refli hafi fengið um 350 heimsóknir frá því að refillinn var opnaður og eru fyrstu sex metrarnir komnir vel á veg. „Til að fjármagna verkefnið var ákveðið að þeir sem saumi í refilinn greiða fyrir klukkutímann og fái fyrir vikið nafn sitt skráð í bók, ásamt upplýsingum um hvað viðkomandi gerði, en bókin kemur til með að fylgja reflinum næstu þúsund árin, líkt og Bayeux- refillinn,“ segir Jóhanna og brosir. Refillinn hefur verið vinsæll viðkomustaður hjá saumaklúbbum og vinkonu- hópum en einnig eru dæmi um að fólk sem ekki er búsett á svæðinu hafi gert sér ferð í Kvennaskólann og fengið gist- ingu í húsnæði hans. Jóhanna segir að gaman sé að segja frá því að þau sem hafa sett spor sitt í refilinn séu allt frá sex ára aldri til 100 ára. Í upphafi sagðist Jóhanna telja að verkið tæki um 13-15 ár en nú telur hún 10 ár vera nærri lagi. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta getur dottið inn og út úr tísku en þetta mun mjakast áfram. Minn draumur er að allir sem tengjast Húnavatnssýslu á einhvern hátt setji spor sitt í refilinn og flytji þannig okkar gömlu sögu, Vatnsdælu, inn í framtíðina,“ segir Jóhanna og bætir við í lokin að hún sjái fyrir sér að refillinn myndi sóma sér vel á Þingeyrum, þar sem sagan gerðist og hjarta Húnvetninga slær. Jóhanna setur spor sín í söguna. Hægt er að kaupa útsaumaðir myndir, líkt og eru í reflinum, í Textílsetrinu á Blönduósinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.