Feykir


Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 5 Gróska í skagfirskri tónlistarútgáfu Önnur plata Joe Dubius BLS. 5 Spjallað við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur um Vatnsdælu á refli Spor í söguna Lið Tindastóls hefur hafið keppni í 1. deild Íslands- mótsins í knattspyrnu Donni ánægður með hópinn BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air AFLMIKIL Packard bell ts 11 fartölva Ný kynslóð fartölva með Sandy Bridge og því nýjasta og öflugasta sem í boði er ásamt 2GB ofur öflugu leikjaskjákorti. SJÓÐANDI HEIT Í LEIKINA Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 19 TBL 16. maí 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 FERSKUR Á NETINU Hér er laust pláss! Feykir er sterkur auglýsingamiðill á Norðurlandi vestra. Hafðu samband Feykir.is Dregið hefur verið í áskrifendaleik Feykis sem efnt var til fyrir skömmu en þar voru nöfn þriggja heppinna áskrifenda dregin úr lukkupotti sem innihélt nöfn allra áskrifenda blaðsins. Þar var aðalvinningurinn ferð til Prag í haust fyrir tvo á fjögurra stjörnu hóteli í boði Heimsferða. Annar og þriðji vinningur var hið vinsæla strigaprent þar sem fólk getur látið þrykkja uppáhalds myndunum sínum á striga. Það er Þorbjörn Ágústsson á Sporði í Húnaþingi vestra sem hreppir fyrsta vinninginn og er á leið til Prag. Annar vinningur kemur í hlut Gunnlaugar Hartmannsdóttur í Kópavogi en þar getur hún sett myndir á einn fermetra á striga hjá Nýprenti og Sigurjón Valgarðsson í Villinganesi í Skagafirði fær einnig strigaprent á hálfan fermetra. Vinningshafar mega búast við gjafabréfum inn um bréfalúguna hjá sér innan skamms og óskar Feykir þeim til hamingju. /PF Dregið í áskrifendaleik Feykis Þorbjörn datt í lukkupottinn Norðurland vestra Mæðulegt mæðradagshret í maí Enginn var svo heppinn á Norðurlandi vestra að sleppa alveg við það hret sem skall á síðasta sunnudag er mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur og norðan sperringur með hríð og frosti lék búfénað bænda grátt í miðjum sauðburði. Það má þó teljast lán í óláni að þessi slæma sending kom ekki seinna í mánuðinum þegar sauðburður væri yfirstaðinn og farfuglarnir búnir að unga út. Engin stóráföll hafa verið gerð opinber vegna áhlaups- ins þó rekja megi dauða einhverra nýborinna lamba og jafnvel smáfugla til þess. Þó þurftu björgunarsveitarmenn að bregðast við og aðstoða vegfarendur sem lentu í vandræðum á ferðum sínum yfir fjallvegi. Veðurspáin gerir ráð fyrir að öll válynd veður verði að baki eftir helgi með mildu veðri og vor í lofti. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.