Feykir


Feykir - 21.06.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 21.06.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 24/2012 Mikil starfsemi er hjá Farskólanum ár hvert og mörg námskeið í boði fyrir fólk á Norðurlandi vestra. Aðalfundur skólans var haldinn mánudaginn 14. maí sl. og kemur margt forvitnilegt í ljós um umfang hans þegar afraksturinn er tekinn saman. Árið 2011 voru haldin 64 námskeið hjá Farskólanum samanborið við 54 námskeið árið 2010. Kenndar voru 2302 kennslustundir og nemendastundir, sem eru fundnar með því að margfalda saman fjölda þátttakenda með fjölda kennslustunda voru 25.842. Samanlagður fjöldi þátt- takenda var 671 en árið 2010 voru þátttakendur 465 að tölu. Þetta eru um 13% íbúa, eldri en 20 ára, á Norðurlandi vestra. Af þeim sem sóttu námskeið árið 2011 voru konur 30% og karlar 70%. Meðalaldur þátttakenda árið 2011 var 45 ár; yngsti þátttakandinn var 9 ára og sá elsti var 81 árs. Flestir voru á aldrinum 56 ára. Námskeiðin voru haldin í þremur sveitarfélögum árið 2011. Í Húnaþingi vestra voru haldin 22 námskeið, á Blönduósi voru haldin 8 námskeið og í Skagafirði voru haldin 34 námskeið. Ef þátttaka eftir póstnúmerum á Norðurlandi vestra er skoðuð kemur í ljós að þátttakendur koma frá öllum póstnúmerum á svæðinu. Náms- og starfsráðgjafar Farskólans tóku 129 viðtöl á árinu. Helstu verkefni fyrir utan hefðbundin námskeið voru fræðsluverkefnið Eflum Byggð í Húnaþingi vestra en þar voru 48 námsmenn á haustönn 2011. Samtals voru kennd í Eflum Byggð 6 tölvunámskeið og 2 enskunámskeið. Rekstrartekjur Farskólans árið 2011, fyrir fjármagnsliði, voru um 55 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 61 milljónir. Tekjur skiptust þannig að frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í gegnum fjárlög komu um 50% tekna, frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vegna verkefnasamninga komu rúmlega 20%, rúmlega 3% tekna komu frá aðilum Farskólans og um 27% tekna voru þátttökugjöld og aðrar tekjur. Hjá Farskólanum störf- uðu fimm starfsmenn í fjórum stöðugildum auk verkefnaráðinna náms- og starfsráðgjafa. Auk þess kenndu tugir leiðbeinanda hjá Farskólanum árið 2011. Farskólinn hefur einnig yfirumsjón með háskólanámi í fjarnámi á Norðurlandi vestra. Í námsverunum á Norðurlandi vestra voru tekin um 300 háskólapróf árið 2011, langflest á Sauðárkróki eða 230. Þetta eru lágmarkstölur því ekki eru öll háskólapróf skráð hjá Farskólanum. Námsver eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki og sjá sveitarfélögin um rekstur þeirra. Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra er sjálfseignarstofnun og standa að henni 16 aðilar sem eru sveitarfélög, stéttarfélög, skólar og fyrirtæki og stofnanir. Farskólinn er aðili að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi og Leikn – samtökum fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi. /PF Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Vinsæll skóli Aðsent: Kristín Halla Bergsdóttir skrifar Dansað á Hólum Já, það verður sko dansað og spilað á Barokkhátíðinni á Hólum en hátíðin er orðin árlegur viðburður á Hólum í Hjaltadal og er haldin þar í fjórða sinn. Hátíðin er haldin af Barokksmiðju Hólastiftis og er eitt af markmiðum hennar að efla áhuga og þekkingu Íslendinga á barokktímanum en sérstaklega þó á barokktónlist. Hátíðin stendur yfir frá 21. júní – 24. júní og á því tímabili verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu í barokkstíl. Á dagskrá eru m.a. tónleikar, fræðsla, barokkmessa, dansnámskeið og söngnámskeið. Barokk- hátíðinni er um leið ætlað að sameina menningu og arfleifð fornra tíma en einnig að sýna okkur hvernig þróun tónlistar og annarra lista hefur orðið frá tímum barokksins. Barokkhátíðin sameinar því m.a. þann hóp tónlistarfólks sem áhuga hefur á því að spila tónlist frá þessum tíma og öllum gefst kostur á að fræðast um tónlist og hljóðfæri frá þessum tíma. Á barokktímanum var mikið dansað og á hátíðinni gefst fólki tækifæri á að dusta rykið af dansskónum og læra barokkdans. Allt þetta er fólki að kostnaðarlausu en þátttakendur þurfa að greiða sjálfir fyrir uppihald. Hérna er á ferð vegleg hátíð til heiðurs barokktímanum. Á undan hátíðinni sjálfri er Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari með námskeið fyrir tónlistarfólk á Akureyri. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson trompetleikari og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari opna Barokkhátíðina 2012 á Hólum með hádegistónleikum í Hóladómkirkju fimmtudag- inn 21. júní kl. 12:30. Síðar sama dag heldur Vilhjálmur Ingi erindi í Auðunarstofu kl. 15:30. Þau Eyþór Ingi Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Sigurður Halldórsson eru með hádegistónleika föstudaginn 22. júní kl 12:30 en síðar sama dag halda þeir Sigurður Halldórsson sellóleikari og Japp Schröder fiðluleikarar tónleika kl. 15:30 Blokkflautukvartettinn Q Consort frá Finnlandi leikur á tónleikum í Hóladómkirkju laugardaginn 23. júní kl. 17. Kvartettinn er skipaður fjórum ungum Finnum sem stunduðu ýmist nám við Síbelíusarakademíuna í Helsinki, tónlistarháskólann í Amsterdam eða tónlistar- háskólann í Haag. Á tónleik- unum leika þau blandaða efnisskrá, allt frá fransk- flæmskri endurreisnartónlist yfir í ítalska barokktónlist í ferðalagi þar sem snert er á þróun og hefðum flæmsku tónskáldanna, frönskum tónlistarformum og áhrif heyrast frá Róm og Feneyjum í aldanna rás. Kvartettinn skipa þau Petri Arvo, Riikka Holopainen, Milja Tiainen og Reetta Varjonen-Ollus og öll leika þau á ýmis af þeim um það bil tíu hljóðfærum sem tilheyra blokkflautufjölskyldunni. Fyrr þennan sama dag, kl. 14:30, heldur Petri Arvo, einn félaginn í Q Consort, erindi í Auðunarstofu þar sem hann kynnir sögu flautunnar. Hefurðu dansað menúett eða sungið á söngvöku í Auðunarstofu? Við njótum krafta Ingibjargar Björnsdóttur listdansara til kennslu barokkdansa þar sem tilvalið er fyrir þig að koma og dansa Menúett og fleiri dansa. Dansinn er ómissandi hluti af Barokkhátíð á Hólum. Ingibjörg hefur rannsakað sögu dansins og er flestum fróðari um þau efni. Í ár er áætlað að hafa danssýningu en það eru systkinin Kristín og Ástbjörn Haraldsbörn sem ætla að sýna okkur réttu sporin í barokkdansinum. Dansnámskeiðin eru ókeypis og því fleiri sem mæta því skemmtilegra. Söngvaka verður í Auðunarstofu föstudags-kvöldið 22. júní kl. 20. Þar verður dreift söngverkefnum en einnig geta nemendur af námskeiðinu komið fram að vild. Má bjóða þér í dans. Þátttakendur Barokkhátíðarinnar í fyrra í barokkklæðnaði. ljósmyndari: Eyþór Ingi Jónsson BORGARFLÖT 7, SKR. - 4557171- NYPRENT@NYPRENT.IS ÞEGAR ÞÚ ÞARFT HÖNNUN - PRENTUN SKILTI - STRIGAMYND

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.