Feykir


Feykir - 21.06.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 21.06.2012, Blaðsíða 11
24/2012 Feykir 11 Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er snilli! Spakmæli vikunnar Dæmdu ekki daginn af því sem þú hefur upp- skorið, heldur af fræjunum sem þú hefur sáð. - Robert Louis Stephenson Ótrúlegt en kannski satt Leonardo Da Vinci (1452 – 1519) var langt á undan sinni samtíð sem hugsuður og vísindamaður. Hann er talinn hafa verið lesblindur því hann skrifaði spegilskrift og stafsetti orð sérkennilega og sama orðið jafnvel mismunandi. Hugmyndir sínar útskýrði hann með þrívíddar teikningum. Sudoku Eyharður Þorlinur fær aldrei blóm á bóndadaginn. Aftur á móti fær hann skít og skammir í meira lagi frá Hervöru Járnbrá spúsu sinni þennan ágæta dag. Skagastrandarbörnin blessuð birtu strá um lífsins veg. Þau eru ekki þreytt og stressuð, þau eru bara eðlileg. Þeim finnst gott að hoppa og hlægja, hafa gaman mörgu að. Láta yndis önn sér nægja, elska glöð sinn heimastað. Gott er þau og ljúft að líta, lánið fylgi öllum þeim, er þau síðar ferðum flýta og fara að skoða stærri heim ! Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Rúnar Kristjánsson Svipmynd úr bæjarlífinu Feykir spyr... Hver er uppáhalds kakan þín? [Spurt við kökubasar UMF Kormáks á Hvammstanga] INGA ÞÓREY ÞÓRARINSDÓTTIR Marenskaka, því það er Nóa kropp í henni. STEINAR LOGI EIRÍKSSON Súkkulaðibitakökur - súkkulaðið er svo gott! ANNA HERDÍS SIGURBJARTSDÓTTIR Súkkulaðikaka, af það er súkkulaði í henni og það er uppáhalds nammið mitt. MÁNEY BIRTA ALBERTSDÓTTIR Marenskaka, af því það eru þristar og jarðaber í henni. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Ása kokkar Karríkjúklingur og marengs- kökur með sérrýlegnum rúsínum Elín Ása Ólafsdóttir frá Hvammstanga er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. „Ég ætla að skora á Helgu Hinriks. og Pál Sigurð Björnsson að vera með uppskriftir áður en þau flytja af svæðinu í Austfirðingafjórðung!“ „Ég er ekki mikið fyrir Forrétti og hef þá aldrei sjálf svo ég sleppi þeim bara hér!“ AÐALRÉTTUR Karríkjúklingur fyrir 4 - 5 1 stk kjúklingur salt AÐFERÐ Hlutið kjúklinginn niður í fjóra hluta, raðið þeim í ofnfast mót og strá salti yfir. Steikja í ofni í 20 - 30 mín. á 200 - 225°C. Sósa: 2 laukar, steiktir í olíu 2 tsk karrí 4 dl vatn 1 kjúklingateningur 1 tsk koríander, malaður ½ tsk engifer 2 msk hveiti, hrært út í smá af vatni 1/2 dl rjómi AÐFERÐ Sjóða sósuna í 5 mín. og hella henni síðan yfir kjúllann og hafa þetta í 20 mín. í ofninum Servera með hrísgrjónum og salati. EFTIRRÉTTUR Marengskökur með sérrílegnum rúsínum Marengskökur 3 eggjahvítur, stífþeyttar 150 gr. sykur, blandað varlega saman við. AÐFERÐ Gaman að setja smá matarlit í hluta af marengsnum. Sett í rjómasprautu og sprautað á bökunarpappír í litlar kúlur. Bakaðar við 100 - 125 °C gráðu hita í eina klst. Rúsínurjómi: 3-4 dl rúsínur 1-2 dl sérrí eða líkjör að eigin vali 2 msk möndlur, fínsaxaðar 5 dl rjómi, þeyttur. 100 gr suðusúkkulaði, brætt í vatnsbaði. AÐFERÐ Rúsínurnar eru lagðar í sérríið á meðan kökurnar eru að bakast. Þá er rjóminn þeyttur og síðan er þessu öllu blandað saman í 4-6 desertskálar (nokkrar kökur teknar frá til skrauts) og brætt súkkulaði sett yfir til skrauts. Verði ykkur að góðu! Ása með að hennar sögn flottasta lambið í Miðhópi í vor. „Kolsvart með hvíta krúnu og blesu - hvíta sokka á afturfótum og hvítan DINDIL... og EKKI PUNG...“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.