Feykir


Feykir - 19.07.2012, Side 12

Feykir - 19.07.2012, Side 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 28 TBL 19. júlí 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Vel heppnaðir listadagar Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi Um síðustu helgi voru haldnir Maríudagur á Hvoli í Vesturhópi þar sem niðjar Maríu Hjaltadóttur stóðu fyrir sýningu á listmunum eftir hana og hennar afkomenda. Margir listamenn á öllum aldri áttu verk á sýningunni alveg frá leikskólaaldri og upp úr. Messað var á Breiðabólstað á sunnudag og þaðan komu um 30 manns ríðandi og um 10 manns gangandi yfir á Hvol en um 300 manns komu á sýninguna og í kaffi þetta árið. María var fædd 1. júlí 1924 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún fór sem kaupakona að Lækjarmóti í Víðidal og kynntist eiginmanni sínum Jósef Magnússyni. Þau eignuðust 10 börn en tvö þeirra dóu á unga aldri. María var mjög listhneigð en hún hafði lítinn tíma fyrir þá iðju fyrr en börnin voru uppkomin. Þá fór hún að mála og einnig kenndi hún nokkur ár myndmennt við Vesturhópsskóla. María lést aðeins 68 ára að aldri. Helga Hinriksdóttir var á staðnum og sendi Feyki meðfylgjandi myndir. /PF

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.