Feykir


Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 27.09.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 36/2012 á sjó í nokkur ár þar til hann hóf störf hjá útgerðinni í landi. Það var svo í maí árið 1980 sem hann hóf sinn feril hjá Hita- og vatnsveitu Sauðárkróks og er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst síðan þá. Að sögn Páls voru mikil og mörg verkefni framundan hjá veitunum bæði við að endur- nýja lagnir í gamla bænum á Króknum sem og að leggja nýjar í Hlíðarhverfið sem þá var að byggjast upp. Til dæmis var kaldavatnið fyrir nýja hverfið tekið úr Sauðánni en það var ekki alveg vandræðalaust, því Páll segir að þegar Sútunar- verksmiðjan, sem enn er starfandi á Sauðárkróki, fór í gang á morgnana varð næstum alltaf vatnslaust efst í hverfinu, sérstaklega í Háuhlíðinni. Fljótlega voru kaldavatnslindir í Molduxaskarði virkjaðar og hætt að nota Sauðána fyrir neysluvatn, en notuð áfram hjá Sútunarverksmiðjunni og til kælingar hjá Mjólkur- samlaginu. Í dag er hún aftur notuð til neyslu í bænum, hreinsuð og geisluð, aðallega þegar rækjuvinnslan er í gangi. Páll segir að sú staða geti komið upp að vart verði við kaldavatnsskort þegar sumur eru mjög þurr en þá lækkar grunnvatnsstaðan það mikið að það hafi áhrif á vatnsafkomu veitnanna. Einnig getur það haft áhrif hvort jörð frýs meðan snjólaust er að haustinu því þá vill vatn eðlilega frekar renna í burtu en ef snjór fellur á jörð áður en frýs að einhverju ráði. Þá seytlar alltaf niður í svörðinn og grunnvatnsstaðan lagast segir Páll. En hvernig skyldi vera brugðist við slíkum aðstæðum. -Við létum bora og virkjuðum tvær sjóholur sem við eigum á hafnarsvæðinu, aðallega fyrir rækjuvinnsluna Dögun en hún notar meira vatn í sinni starfsemi en bærinn allur ásamt fyrirtækjum. Þetta reyndist ekki alveg gallalaust en sjórinn er alveg hreinn. Þeir vilja frekar nota vatnið en sjóinn, segir Páll en þetta er möguleikinn sem er í boði ef skortur verður á neysluvatninu. Hita- og vatnsveitur um allan fjörð Fyrstu borholur hitaveitunnar á Sauðárkróki voru í landi Sjávarborgar en síðar var borað í landi Sauðárkróks og fannst mikið magn af heitu vatni og segir Páll að svæðið sé afar sérstakt hvað heitavatnið viðkemur. Svæðið gefur um 140 l/sek upp úr fjórum holunum en hámarks notkunin er rétt um 100 l/sek og meðalnotkun ársins um 70 l/sek. Ekki þarf að dæla úr holunum því vatnið kemur sjálfrennandi upp. Aðeins þarf að dæla því um Hlíðar- og Túnahverfi og upp á Gránumóana. Margar góðar borholur hjá SKV Fyrir sameiningu sveitarfélag- anna í Skagafirði stofnuðu Hitaveita Sauðárkróks og Hita- veita Seyluhrepps byggðasam- lagið Hitaveita Skagafjarð- ar bs. þar sem verkefnið var að leggja hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og í Hólminn. Síðar við sam- einingu sveitarfélaganna urðu veiturnar að Hita- og vatns- veitum Skagafjarðar þar til árið 2002 þegar Skagafjarðarveitur ehf. voru settar á fót. Það fyrirtæki hefur, má segja, hitaveituvætt dreifbýlið í Skagafirði þar sem á annað borð er hagstætt að leggja heitt vatn. Auk þess að búið er að leggja heitt vatn milli Sauðárkróks og Varmahlíðar meðfram þjóðbrautinni er Sæmundarhlíðin og flestir bæir í Akrahreppi komnir með hitaveitu sem og Hofsós og nágrenni. Hitaveita Hjalta- dals kom inn í fyrirtækið 2005. Þessum framkvæmdum fylgdu boranir eftir heitu vatni sem tekist hafa vel að sögn Páls, bæði á Reykjum í Hjaltadal fyrir Hóla og í Hrolleifsdal fyrir hitaveituna í Hofsós, en þar er nú verið að bora aðra vinnsluholu sem á að verða 1.100 metra djúp. -Það er verið að tryggja öryggið betur fyrir Hofsósbúa en aðeins ein hola er virkjuð þar núna. Ef eitthvað kemur upp á, eins og er, verða allir heitavatnslausir á svæðinu í langan tíma, segir Páll. Í Varmahlíð var aftur á móti búið að bora, fyrir sameiningu, góða heitavatnsholu í Reykjar- hólnum sem var virkjuð þegar Akrahreppur tengdist hitaveitunni. Boraðar margar holur Páll segir að þegar leitað var að vatni Austan vatna var farið víða og bornum stungið niður á mörgum stöðum. Boraðar voru holur í Unadal og Deildardal en að endingu var VIÐTAL Páll Friðriksson Kaflaskil hjá veitustjóranum Páll Pálsson veitustjóri á Sauðárkróki mun nú um mánaðarmótin hefja nýjan kafla í sínu lífi er hann lætur af störfum hjá Skagafjarðarveitum, en hann hefur átt farsælan feril hjá fyrirtækinu allt frá því hann hóf störf hjá Hita- og vatnsveitu Sauðárkróks 1980. En þegar Páll kom á Sauðárkrók ásamt fjölskyldu sinni var það til að stunda sjómennsku og taka þátt í ævintýri sem þá var að hefjast í togaraútgerðinni. Feykir settist niður með Páli og innti hann eftir veru hans á Króknum, verkefnum veitnanna og áhugamálum. Farsælu starfi lokið -Við komum hingað á Sauðár- krók 10. júní 1972 og það án þess að hafa komið hingað áður eða séð bæinn á mynd. Ég var búinn að ráða mig á Drangeyjuna sem var í smíðum í Japan en hún kom ekki fyrr en árið eftir. Ég var settur í geymslu á Vélaverkstæði KS og var þar í nokkra mánuði ásamt því að leysa af á Hegranesinu togara Útgerðarfélagsins, segir Páll en hann er menntaður vélvirki og vélfræðingur og var yfirvélstjóri um borð í togurunum. Hann segist hafa ákveðið að taka þátt í togaraævintýrinu sem var að skella á á Íslandi en þau Páll og Margrét Yngvadóttir kona hans bjuggu í Reykjavík. Páll fór um áramótin ´72 -3 ásamt konu sinni og fleirum góðum mönnum til Japans að sækja Drangeyna og tók ferðin alls um þrjá mánuði og þar af siglingin heim um tvo. Páll var

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.