Feykir


Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 43/2012 Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Stolt og hamingjusöm með afraksturinn Leikhópur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýndi síðasta mánudag leikrit um hina einu sönnu Stellu í orlofi eftir Guðnýju Halldórsdóttur í leikgerð og leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Sigurlaug eða Silla eins og hún er oftast kölluð er ekki alveg ókunnug leiklistinni, hefur leikið mörg hlutverk hjá Leikfélagi Sauðárkróks og áður leikstýrt Sódóma Reykjavík hjá FNV og Jón Oddur og Jón Bjarni hjá LS ásamt Stefáni Friðriki Frið- rikssyni. Feykir sendi Sillu póst og forvitnaðist um gang mála. Það þekkja allir Stellu í orlofi en hvernig er leikritið frá- brugðið myndinni? -Já, Stella í orlofi er algjör klassík og er ég búin að vera með þá hugmynd í mallakútnum frá því að við settum upp Sódómu að koma Stellu einhvern tímann á svið. Nemó talaði við Guðnýju Halldórs um hvort að það væri til eitthvert handrit en því miður þá var það ekki til. En hún var svo yndisleg að leyfa okkur að setja Stellu samt á svið, þannig að ég lá bara yfir myndinni í viku og skrifaði leikgerð. Við reynum að hafa þetta eins líkt og hægt er komist, maður messar ekkert upp legend. Hvernig farið þið að því að sviðssetja laxveiðiatriðið? -HAHAHA Laxa atriðið... sjón er sögu ríkari, bara mæta á sýningu og berja þetta augum. Hversu margir taka þátt í uppsetningunni? -WOW að mér finnst óteljandi. Eins og allir vita sem hafa unnið við leikhús, þá þarf ansi margar hendur í að setja upp eitt leikrit. Ég held samt að þau séu um 80-100 í heildina og öll að vinna sína vinnu stórkostlega. Við eigum bara glæsileg ungmenni hérna, það er nú bara þannig. Hverjir fara með aðalhlut- verk? -Stórar rullur, litlar rullur, puttar sem ýta á ljósa- kjú, hendur sem koma inn sviðsmunum, hljómsveitin, það eru allir í aðalhlutverki og spila allir jafn mikilvæg hlut- verk. En ef þú ert að spyrja hverjir leika Stellu, Georg og Salomon, þá eru það þau Árný Dögg Kristjánsdóttir, Halldór Ingólfsson og Ingi Sveinn Jóhannesson. Hvernig hefur gengið? -Ég væri að plata ef ég myndi segja að allt hafi gengið eins og í sögu. En eins og Stella segir sjálf - "vandamálin eru til að takast á við þau" - og ég er stolt og hamingjusöm með afraksturinn hjá öllum þeim sem tóku þátt í að koma þessu á koppinn. Hversu margar sýningar eru áætlaðar? -Það eru áætlaðar átta sýningar og svo auka- sýningar ef miðasölu síminn hringir látlaust. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Já, Sigfús Arnar, Eysteinn Ívar og Emelíana Lillý! Við skulum drífa okkur heim, boðið er búið, Bára lögst í bleyti og majonesan orðin gul... ég held ég þurfi að leggja mann, má mann það??? /PF ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Óli Barðdal Reynisson. Heimili: Salamarmandervænget í Árósum Starf: PGA Golfkennari í Norddjurs Golfklúb Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Liverpool í dag en var í raun áður Aston Villa fan. Þegar ég fluttist fyrst til Árósa þá bjó ég hjá Selmu systur og Róberti mági mínum í hálft ár. Róbert var og er harður Liverpool aðdáandi og fylgdist grannt með öllu sem var að gerast í herbúðum félagsins. Þannig að ég smitaðist smá saman af öllum þessum sögum sem bakarinn sagði mér, á hverjum degi í hálft ár, og byrjaði að halda með félaginu. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Ég var rosalega bjartsýnn fyrir tímabilið, nýr þjálfari og einn sóknarmaður. Þetta hefur kannski ekki verið drauma- byrjunin en ég er nokkuð bjartsýnn og geri passlega ráð fyrir að við náum fjórða sætinu í ár. Ég er í veðmáli við góðan vin minn Hjört Jónsson, hann fær tvo kassa af öli ef Liverpool nær ekki fjórða sætinu, ég fæ hins vegar sex kassa af því sama ef Man. United vinna EKKI deildina, þannig að það sér hver heilvita maður að það verður vel hægt að bjóða uppá einn kaldan á mínu heimili. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Nei, eins og maður sagði þá er þetta búið að vera hrikalega óheppileg byrjun og dómaraskandall leik eftir leik. En ég er viss um að þetta fer allt að koma, verðum að gefa Brendan Rodgers tvö ár til að byggja liðið upp. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdá- unar þinnar á umræddu liði? -Já, finnst ég endalaust vera í deilum við fólk sem hefur ekkert vit á fótbolta. En ég man þegar ég var að kenna íþróttir í Árskóla. Þá hafði ég gaman af að hrista aðeins upp í tímunum með smá sprelli. Bjó til nokkrar reglur sem féllu drengjunum mis vel, sem dæmi þá máttu Liverpool og Aston Villa menn fara fyrstir inn í salinn, Man United síðastir að sjálfsögðu. Þetta fór oft svakalega í taugarnar á drengjunum, sumir voru reyndar klókir og skiptu um lið í íþróttatímunum, held að Pálmi Geir hafi verið einn af þeim! Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Get ekki nefnt neinn einn uppáhaldsleikmann fyrr og síðar, en það eru fjórir sem alltaf hafa staðið upp úr, Eyjólfur Sverris, Sverrir Sverris, Maradona og af sjálfsögðu Ian Rush, þeir voru legend á þeim tíma þegar maður var á fullu í boltanum. Ég vildi óska að við gætum fundið einn Rushara sem gæti skorað nokkur mörk fyrir okkur. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, því miður, en langar rosalega, er bara að bíða eftir að Róbert mágur hringi og segist vera búinn að finna ferð, þá er ég klár. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Nei, ekki í dag, en þegar Liverpool var með Carlsberg auglýsingu á treyjunni, þá átti ég alltaf Carlsberg í ísskápnum. Eftir að Carlsberg hætti að styrkja þá fylli ég einungis à með Tuborg. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Það gengur ágætlega við erum í stórum meirihluta í fjölskyldunni sem höldum með Liverpool. Það er aðallega Svavar bróðir sem við þurfum að snúa í rétta átt, hann er alltaf Everton fan og ég held meira að segja sá eini á Króknum. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Já, eins og Pálmi kom inn á, þá var ég Aston Villa maður og er það að sumu leyti enn, þó svo Liverpool sé orðið uppáhalds liðið. Ég er sammála Alla Munda félaga mínum með það að því fylgja ákv. kostir að halda með tveimur til þremur liðum, sérstaklega þegar að illa gengur. Uppáhalds málsháttur? -Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn! Einhver góð saga úr boltanum? -Ein ágæt frá þeim tíma er við vorum að spila á Króknum í 3. flokki og Pálmi Sighvats að dæma. Boltinn fór útaf í fyrsta skiptið og við áttum innkastið. Við tökum innkastið og Pálmi dæmdi ógilt innkast þar sem boltinn hafði ekki réttan snúning. Svo tóku gestirnir innkast og aftur dæmdi Pálmi vitlaust innkast, ekki réttur snúningur á boltanum kallaði hann. Þannig hélt þetta áfram og voru tekinn átján vitlaus innköst í röð. Þetta lagaðist aðeins þegar dró á leikinn, ekki nema annað hvert innkast dæmt ógilt. Þessi leikur ætti að fara í sögubækurnar yfir flest misheppnuð innköst í einum leik. Minnir að Þráinn Björnsson hafi verið sá eini í liðinu sem gat tekið rétt innkast og varð það hans hlutverk hér eftir að taka öll innköstinn fyrir liðið. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Það var eitt árið sem við stofnuðum hljómsveit fyrir uppskeruhátíðina í körfuboltanum. Við ætluðum að frumflytja lag eftir Val Ingimundarson „Darkness Is Your Friend“. Bandið var skipað Vali Ingimundar gítarista og söngvara, Kára Mar gítarista og söngvara, Ragnari Má Magnúsar gítarista og söngvara, svo fékk ég að raula með. Þegar ég og Valur mættum á fyrstu æfingu þá voru Raggi og Kári búnir að æfa lagið saman á gítarnum. Þannig að við þurftum að finna eitthvað fyrir Val til að spila á. Það var því tekið á það ráð að fá lánaðar bongótrommur í tónlistarskólanum og Valur settur á trommurnar. Valur var reyndar aldrei alveg sáttur, honum fannst ekki heyrast neitt í honum. Svo kom að stóra deginum og var ákveðið að taka lokaæfingu enda í fyrsta skiptið sem við vorum með hljóðkerfi. Við vorum því miður bara með tvo míkrófóna þannig að Valur gat ekkert tjúnnað upp bongótrommurnar. Æfingin gekk vel og allir sáttir eða það héldum við, drifum okkur heim til gera okkur klára fyrir kvöldið, allir nema Valur hann sagðist ætla að æfa sig aðeins lengur. Þegar við komum svo aftur síðar um kvöldið þá var búið að breyta allri uppsetningunni, bongótrommurnar komnar fremst á sviðið og báðir míkrófónarnir stilltir upp við trommurnar. Við höfðum engan tíma til að stilla upp aftur þannig við urðum bara að taka lagið. Þetta tókst allt vel eða það héldum við alla vegana, Valur fór á kostum á trommunum, enda heyrðist bara í þeim og ekkert í okkur. Við áttuðum okkur á því að þarna var maður á ferð sem ekki var vanur að vera á hliðarlínunni! Spurning frá Pálma Geir: Hvaða átti þessi Júdasar- háttur að þýða að skipta um lið? Já, Pálmi mér þykir þetta leitt, en þetta er kannski svipuð tilfinning og að spila fyrir Tindastól allt sitt líf, skipta svo í annað lið eins og Breiðablik, maður mun alltaf hafa tilfinningar fyrir gamla félaginu þrátt fyrir að spila fyrir annað lið. En aldrei að vita nema maður komi einhvern tímann til baka. Ég verð bara að viðurkenna að ég féll algjörlega fyrir Liverpool þegar þeir urðu meistarar í champions league 2005 enda besti leikur fyrr og síðar. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Hjört Jónsson Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Ætlar þú ekki að skipta um lið áður en Alex Ferguson hættir. Eða ætlar þú að horfa upp á Man United sökkva eins Titanic. Ég veit ekki hvað þið ætlið að gera þegar kappinn hættir. Úff það verður ekki gaman. En þú ert „ábyggilega“ alltaf velkominn í klúbbinn til okkar. www.Liverpool.is Átján vitlaus innköst í röð Óli Barðdal Reynisson heldur með Liverpool

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.