Feykir


Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 15.11.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 43/2012 Fjölskylduskemmtun í Félagsheimilinu á Blönduósi Mögnuð stemning Mögnuð stemning var í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardag en þá var haldin fjölskylduskemmtun til stuðnings Guðjóni Óla Jónssyni og fjölskyldu hans en hann veiktist alvarlega fyrr á þessu ári aðeins nokkurra vikna gamall. Rúmlega 500 manns mættu í félagsheimilið og troðfylltu danssalinn og urðu margir að standa þar sem ekki voru sæti fyrir alla í salnum. Gísli Einarsson, Landamaður með meiru, stjórnaði skemmtuninni en mörg tónlistaratriði voru flutt auk þess sem Gísli stjórnaði treyjuuppboði sem tókst með ólíkindum vel og safnaði veruleg upphæð á uppboðinu. Þá var boðið upp á rosalegt kökuhlaðborð þannig að enginn fór svangur heim af góðri skemmtun. Myndir og texti: Húnahornið Jólabasar og opið kaffihús á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga Notaleg stund á Kaffi Kandís Þann 22. nóvember nk. kl. 14-17, verður árlegur jólabasar haldinn á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga. Á sama tíma verður kaffihúsið „Kaffi Kandís“ opið og verður þar boðið upp á kaffi og smákökur og að sjálfsögðu verður til kandís með kaffinu. Jólabasarinn var fyrst haldinn árið 2006 og er þetta því í sjötta skipti sem hann er haldinn. Til sölu verða ýmsar prjónavörur, trévörur, dúkar, kerti og kertaglös ásamt ýmsu fleiru. Frá upp- hafi hefur basarinn verið haldinn m.a. til að fjármagna félagsstarfið, seldir hafa verið munir sem voru unnir á staðnum af heimilisfólki og dagþjónustugestum. Einnig voru konur, búsettar á stofnuninni, sem unnu mikið af prjónavörum og fengu þá tækifæri til að selja framleiðsluna annað hvort fyrir sjálfa sig eða gefið til félagsstarfsins. Einnig prýða margir munir, sem heimilisfólk hefur unnið, stofnunina í dag, s.s. dúkar, púðar, myndir og jólaskraut. Frá upphafi hefur verið mikill áhugi fyrir basarnum hjá heimilisfólki og það þykir ekki síður gaman að hitta þá sem líta við. Basarinn hefur venjulega verið vel sóttur, bæði af aðstandendum heimilisfólks en einnig af öðrum íbúum í sveitarfélaginu og þar hefur verið létt yfir fólki. Þann 28 september sl. var bryddað upp á þeirri nýjung að hafa opið Kaffihús og fékk það afar góðar viðtökur, margir gestir mættu og áttu góða stund með heim- ilisfólkinu og hlýddu á harmonikkuleik . Gestir voru beðnir um að stinga upp á nafni á kaffihúsið og varð nafnið „Kaffi Kandís“ síðan fyrir valinu. Nú verður Kaffi Kandís opið í annað sinn og í þetta sinn munu einnig verða einhverjar óvæntar uppákomur. Ágóði af basarnum og kaffihúsinu rennur til félagssarfsins m.a. til að fjármagna innkaup á efni fyrir handavinnu- og smíðastofu. /GB Það verður ýmislegt spennandi föndur á jólabasarnum. Jónína Hallgrímsdóttir hefur unnið mikið af prjónavörum s.s. sjöl, trefla og vettlinga og gefið á basarinn. Hljómsveitin Börn og Gamalmenni fóru á kostum. Gísli Einarsson stjórnaði treyjuuppboðinu af snilld enda ekki síður eftirsóttur bolur sjálfur. Gestir ná sér í dýrindis bakkelsi sem var alveg á heimsmælikvarða. Dansgólfið var troðið af fólki sem vildi leggja góðu málefni lið. Þórdís Erla, Jón Örn, Björn Ívar, Stefán Freyr og Guðjón Óli í lok skemmtunarinnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.