Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 5
44/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Elísabet Sóley Stefánsdóttir tók þátt í keppninni Sterkasta kona Íslands á dögunum Sagði verkjunum stríð á hendur Elísabet Sóley Stefánsdóttir, brottfluttur Króksari, tók þátt í keppninni Sterkasta kona Íslands eins og greint var frá í síðasta Feyki. Stóð hún sig með stakri prýði eins og vænta mátti en þátttaka hennar var meira afrek en flestir gera sér grein fyrir. Elísabet lenti í tveimur bílslysum, fyrst árið 2003 og svo 2006, fékk mikil högg bæði á bak og háls með þeim afleiðingum að hún varð algjörlega óvinnufær á eftir. Elísabet segist hafa þjáðst af verkjum upp á hvern dag og oft á tíðum óbærilega. Ofan í kaupið greindist hún svo með vefjagigt. Í sjö ár gekk Elísabet til sjúkraþjálfara og versnaði ástandið til muna ef hún sleppti þjálfuninni og oft á tíðum komst hún varla fram úr rúmi. Við svoleiðis langvarandi verkjaástand skerðast lífsgæðin verulega, segir Elísabet og bætir við að verkjalyfin hafi haldið henni gangandi. En Elísabet er komin af dugnaðarfólki og fór þetta ástand algjörlega með hana bæði andlega og líkamlega, eins og hún orðar það. Það að geta ekki gert einfalda hluti án þess að fá aðstoð var henni ekki að skapi. Hvað gerðir þú til að laga heilsuna? „Það var í janúar 2010 sem ég var komin með nóg. Sjúkraþjálfarinn minn hafði ráðlagt mér að fara að lyfta. Í fimm mánuði mætti ég til Jens Andra einkaþjálfara, fimm daga vikunnar og svitnaði ekki dropa. Ég var óþolinmóð og vildi fara að hlaupa á brettinu og „gera eitthvað af viti“. Allar hraðar hreyfingar voru þá á bannlista. Hann lagði mikla áherslu á að lyfta þungt í stað þess að lyfta létt og oft. Hann vissi að það myndi virka best á gigtina. Það var svo ekki fyrir en síðasta haust sem ég fór að mega gera það sem mér fannst af viti þ.e.a.s. hreyfa mig hraðar og svitna aðeins. Ég fór þá einnig til Jóns Arnars kírópraktors og hefur það hjálpað mér mikið samhliða lyftingunum. Í dag veit ég að það sem ég gerði fyrsta hálfa árið var það sem vit var í, fór rosalega hægt af stað, lyfti þungt en var aldrei lengur en 30 mín. í einu á æfingu. Það var nóg fyrir minn líkama. Ég er sterk að upplagi og hentaði þetta æfingarform mér því mjög vel. Hvernig fæddist hugmyndin um að keppa í Sterkasta kona Íslands? „Ég fór á Powerburn námskeið síðasta vor. Gemma þjálfarinn þar hvatti mig til að taka þátt í keppninni. En ég eyddi þeirri umræðu alltaf. Það var svo í sumar sem ég ræddi við Jens um keppnina. Hann ráðlagði mér að slá til, en með þeim skilyrðum að vera undir hans handleiðslu. Ég er með skaddað bak, það læknast ekki – ég er einnig með vefjagigt og síþreytu og læknast það ekki heldur. Þetta þýðir einfaldlega það að ég þarf að vera undir hand- leiðslu fagaðila og mun því líklegast aldrei æfa ein, ég sé það allavega ekki gerast í dag. Jens fylgist mjög vel með minni líkamsstöðu og líkamsbeitingu, hann þekkir minn líkama betur en ég. Hann sér það á göngulagi mínu ef ég er ekki góð og þá geri ég æfingar samkvæmt því.“ Elísabet segist gera sér grein fyrir því að hún muni aldrei ná fullri heilsu, en með því að æfa á hverjum degi og hugsa um hvað hún borðar segist hún ná að halda niðri gigtar- og bakverkjum. „Um leið og ég slæ slöku við koma verkirnir og það á miklum hraða. Það er því mikill léttir að vera laus við verkjalyfin, en ég viðurkenni það að ég á mína slæmu daga, daga sem ég er verkjuð og þarf að taka verkjalyf. Þeir dagar eru mjög fáir og er staðan mín mun betri nú en fyrir einu og hálfu ári síðan. Þetta kostar bara mikla vinnu en er margfalt þess virði,“ segir Elísabet Sóley að lokum. /PF Tindastóll í undanúrslitin í Lengjubikarnum Mæta Þór Þorlákshöfn Stjarnan í Garðabæ fékk lið Tindastóls í heimsókn sl. mánudag í síðasta leiknum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Fyrir leik var ljóst að Stjarnan þurfti að sigra leikinn með 16 stiga mun til að skjótast upp fyrir Stólana í riðlinum til að tryggja sér sæti í undan- úrslitum keppninnar. Það hafðist ekki, mestur varð munurinn 13 stig þegar skammt var til leiksloka en Stólarnir börðust af krafti og fór svo að lokum að Stjarnan hafði 12 stiga sigur, 98-86, og Tindastóll því í undanúrslitum Lengjubikarsins sem fara fram í Stykkishólmi nk. föstudagskvöld – ef veður leyfir. Þar mæta strákarnir í liði Þórs frá Þorlákshöfn en í hinum leiknum mætast Snæfell og Grindavík. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á laugardeginum. Allir leikirnir verða sýndir beint á Sport TV. /ÓAB Alþjóðleg hundasýning HRFÍ Skagfirskir hundar stóðu sig vel Helgina 17. – 18. nóvember sl. mættu vel á áttunda hundrað hreinræktaðir hundar af 80 hundategund- um í dóm á alþjóðlega hundasýningu Hundaræktar- félags Íslands sem haldin var í Klettagörðum í Reykjavík. Á heimasíðu HRFÍ segir að megintilgangur hundasýninga sé að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu. Skagfirðingar fylktu liði og mættu með sína hunda og stóðu sig með stakri prýði. Hundurinn Logi var besti briad hvolpur og annar besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða eigandi Sveinn Allan Morthens. Lukka var önnur besta briard tík í hvolpaflokki 4-6 mánaða eigandi Ólína Valdís Rúnars- dóttir. Hugða border collie fékk excellent og meistara efni en hún var önnur besta tík í unghunda- flokki og fjórða besta border collie tík, Aría Scheffer fékk excellent sem að er mjög góð einkunn og Týr ástralskur fjár- hundur fékk excellent og var besti rakki í unghundaflokki eig- endur þeirra eru Hannes Brynjar Sigurgeirsson og Ástríður Magnúsdóttir. Þyrla sem er af whippet kyni var sýnd í hvolpa flokki 6-9 mánaða og var í 5. sæti þar af tíkunum. Eigandi hennar er Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir. Skrudda sem er íslenskur fjárhundur fékk mjög flottar umsagnir og meistaraefni hún var sýnd í ungliðaflokki tíkur. Eigandi hennar er Arnþrúður Heimisdóttir. Bjarkar Rökkvi border terrier fékk excellent og heiðursverð- laun en hann varð í 1. sæti í hvolpaflokki 6-9 mánaða rakka. Eigandi og ræktandi er Anna Björk Arnardóttir. Þess má til gamans geta að systir hans Bjarkar Reyndís/Gjóska sem einnig er úr Bjarkar ræktun varð besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða á sunnudeginum. Sýndir voru sex rough collie hundar og var Guðríður Magnús-dóttir með fjóra þeirra. Allir colliearnir fengu góðar umsagnir hjá sænska dómaranum Natalja Nekrosiene. Í meistaraflokki rakka voru sýndir íslensku meistararnir Steadwyn Nobel Tuxedo og Stedwyn Frosted Mirror báðir innfluttir frá Svíþjóð og í opnum flokki tíkur var sýnd Nætur Hít sem vantar eitt stig í íslenska meistaratitilinn. Í unghundaflokki var sýndur Nætur Jarl sem fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig og Alþjóð- legt meistarastig ásamt því að vera besti hundur tegundar og kom- ast í úrslit í tegundarhópi. /PF Elísabet Sóley jafnhattar 50 kg lóðum í keppni um sterkustu konu Íslands. Mynd: Ólöf Sigríður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.