Feykir


Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 22.11.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 44/2012 umgangast hunda, hvort sem þeir eru ókunnugir eða hundar inni á heimilum. -Börn vaða í ókunnuga hunda sem er hættulegt. Það þarf að brýna fyrir þeim að fyrst þarf að fá leyfi til að klappa hundunum, svo skal leyfa þeim að þefa af viðkomandi og þá er óhætt að klappa. Að sögn Kristrúnar Inga- dóttur þeirrar þriðju í hópnum, og eigenda Aþenu af siberian husky kyni, tóku krakkarnir heimsókninni vel og voru mjög áhugasamir og forvitnir um hundana. -Þeir voru ekki margir sem viðurkenndu að vera hræddir, en þegar við sögðum að það væri allt í lagi að vera hræddur þá kom ein og ein hendi upp. Þetta tókst mjög vel og allir ánægðir og krakkarnir höfðu margar sögur að segja og þurftu mikið að spyrja. Aðspurðar hvernig það hafi komið til að þær fóru með hundana í skólana segja þær að á Íslandi sé búið að vera átak í þessa veru og Hundaræktarfélag Íslands hafi látið útbúa fræðslubæklinga um hvernig börn ættu að umgangast hunda. Krakkarnir fengu þennan bækling með sér heim og þær vilja hvetja foreldra til að lesa hann með börnunum. Þetta hafi verið gert m.a. fyrir sunnan og þeim fannst þörf á þessu hér fyrir norðan líka. -Við leituðum til Herdísar Sæmundardóttur fræðslufull- trúa hjá sveitarfélaginu og fengum hana í lið með okkur. Hún spurðist fyrir um það hvort áhugi væri í leik- og grunnskólunum í Skagafirði að fá okkur og kanna hvort einhver væri með ofnæmi eða annað í þeim dúr. Það var alls staðar vel tekið í þetta, segir Anna Björk. -Svo skiptir líka miklu máli að vera með hunda sem hægt er að treysta og þola þetta álag að eyða heilum kennsludegi í skólanum. Við erum með hunda sem eru vanir börnum og hægt er að klappa og kjassa, segir Ástríður. Nú þegar hafa þær stöllur farið með hundana sína í leikskólann í Varmahlíð og í 1.-3. bekk í Árskóla á Sauðár- króki. Eftir áramót verður farið í leikskólann Ársali á eldra stig og í leik- og grunnskólann austan Vatna. Mikil fjölgun hunda hefur orðið síðustu ár. Hvaða skýring gæti verið á auknum vinsældum þeirra? Ástríður segir að fjölgunin sé víða og margir sem fá sér hunda. -Ég heyrði að eftir að kreppan skall á að þá hafi hundaeign aukist mikið. Fólk væri ekki eins mikið að fara í ferðalög og hefði meiri tíma. En ég veit ekki hvort það sé rétt en þetta gæti verið ein skýringin. En það er mjög gefandi að eiga hund. Þetta eru miklir gleðigjafar og það skiptir miklu máli að hafa hund sem er vel upp alinn. Ástríður segir að vilji maður eignast hund séu margir möguleikar í boði en ef fólk vill vita hvað er á bak við hundinn, ættartölu o.þ.h. þá mælir hún með að fá sér hund úr Hundaræktarfélagi Íslands, þar sem allt er skráð. -Þá veistu allar ættir og heilbrigði á bak við hvern og einn hund. Sumar tegundir þurfa að fara í mjaðma- eða olnbogamyndatöku, augn- eða hjartaskoðun, til að ganga úr skugga um að hundarnir sem ræktað er undan séu fullkomlega heilbrigðir. Anna Björk tekur undir það og segir að þar sé líka hægt að velja einstakar tegundir. -Þá veistu á hverju þú getur átt von. Ef að þú ert róleg týpa þá hentar ein hundategund betur fyrir þig en önnur. Ástríður bætir við að margt sé hægt að gera með hund sem er ættbókarfærður. -Þú getur t.d. farið með hann á sýningar og það er félagsskapur hérna á Króknum sem hittist reglulega og fara í göngutúra saman og æfa sig fyrir sýningar og þjálfa hundana. Þetta er áhugamannafélag en með hunda skráða í Hundaræktarfélagið. Við reyn- um að vera til fyrirmyndar og hvetjum aðra til þess sama. Vera með hundana sína í bandi og taka upp eftir þá o.þ.h. Misskilningur að husky hundar séu grimmir Sagðar hafa verið fréttir af hundum af husky kyni á Íslandi sem hafa ráðist á og drepið ketti og jafnvel hænur. Vilja einhverjir meina að þeir geti verið einnig hættulegir börnum en það segir Kristrún vera misskilning. –Þeir eru í eðli sínu mjög barngóðir og ég finn engan veginn þá grimmd sem talað hefur verið um í mínum hundi. Það er mín skoðun að það sé ekki hægt að segja að husky hundar séu VIÐTAL Páll Friðriksson Hundar hafa lengi fylgt manninum og verið taldir bestir vinir hans enda til margs nýtilegir. Enginn smali á Íslandi var svo aumur að hafa ekki góðan hund sér til aðstoðar enda ærinn starfi að gæta fjárins. Þá var gott að geta beitt góðum smalahundi til að spara sporin upp um hlíðar og móa. Hundar eru miklir gleðigjafar Mörg hundakyn eru til í heiminum sem hafa verið ræktuð til hinna ýmsu starfa fyrir manninn og er af nógu að taka. Á okkar dögum virðast hundarnir hafa minna að gera við það sem þeir upphaflega voru ræktaðir til þó á því séu undantekningar en aftur á móti hefur orðið aukning í hundaeign á Íslandi og fjölbreytnin mikil. Þrjár „hundakonur“ á Sauðárkróki fóru í yngstu bekki Árskóla með þrjá hunda og fræddu nemendur heilmikið í hunda- fræðunum og fékk Feykir smá fræðslu líka. -Við vorum að kynna fyrir börnunum hvernig á að umgangast hunda og hvað það þýðir að eiga hunda og hvað það kostar, segir Anna Björk Arnardóttir eigandi Kolbrár sem er terrier og bætir við að það þarf að skrá þá og það þarf að hugsa um þá í 10 – 15 ár og jafnvel lengur. Einnig þarf að fara með þá út og hreyfa og ekki má gleyma að taka upp eftir þá. Ástríður Magnúsdóttir eig- andi Hugðu af border collie kyni tekur undir þetta og segir fræðsluna hafa aðallega gengið út á það hvernig eigi að Anna Björk, Ástríður og Kristrún heimsækja skóla ásamt hundunum sínum Besti vinur mannsins heimsótti nemendur Árskóla á dögunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.