Feykir


Feykir - 07.02.2013, Page 1

Feykir - 07.02.2013, Page 1
fff BLS. 6-7 BLS. 4 Kokkakeppni Árskóla 2013 fór fram á dögunum Þorskur með pistasíusalsa átti vinninginn BLS. 8 Sigurður Helgi Eiríksson rifjar upp sögur frá Hvammstanga í opnuviðtali Lífið á Strandgötunni Inga Heiða er áskorendapenninn Ætlar að heim- sækja allar sund- laugar landsins Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 05 TBL 7. febrúar 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Gelmottur til Færeyja Ísgel fær NORA styrk Norræna Atlantssamstarfið, NORA, úthlutaði styrkjum til níu sam- starfsverkefna á síðari úthlutun síðasta árs en NORA hefur það að markmiði að efla samstarf á Norður-Atlantssvæðinu. Veittir eru styrkir tvisvar á ári til samstarfsverkefna með þátttöku að lágmarki tveggja af fjórum aðildar- löndum NORA (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og sjávarbyggðum Noregs). Íslendingar tóku þátt í átta verkefnum af þeim níu sem nú fengu styrk og eitt þeirra er Ísgel á Blönduósi sem sótti um samstarfsstyrkinn ásamt p/f Luna, Sörvogi í Færeyjum. -Verkefnið verður til í framhaldi af öðru verkefni sem við vorum að vinna að í Færeyjum ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum hér á Blönduósi. Það verkefni fólst í því að kanna markað í Færeyjum með það að markmiði að koma okkar vörum á markað í Fær- eyjum, segir Zophonías Ari Lárusson hjá Ísgel. Í ljós kom að Færeyingar senda sinn fisk mestallan heilan frá sér á markað í kæligámum með skipum ásamt því að nota ís til þess að halda fiskinum ferskum. -Viðskiptavinir okkar á Íslandi eru að nota okkar vöru til þess að halda fiski ferskum í flugi á markað út um allan heim. Verkefnið miðast að því að koma þessari aðferð inn hjá Færey- ingum með rannsóknum ásamt því að aðlaga vöruna okkar að þeirra þörfum, segir Zophonías. Aðal framleiðsluvara Ísgels eru gelmottur sem framleiddar eru í nokkrum stærðum til þess að halda fiski og öðrum matvælum köldum á meðan á flutningi stendur, þá aðallega í flugi á milli landa. Einnig er fyrirtækið með svokallaða sjúkralínu sem eru margnota kæli og hitagelbakstrar sem eru settir á eymsli til þess að draga úr verkjum og minnka bólgu. Zophonías segir að aðalmarkaðs- svæðið sé Ísland en viðskiptavinir fyrirtækisins eru fiskvinnslur og fiskút- flytjendur um allt land, einnig hafa farið nokkrar sendingar til Noregs. Rekstur Ísgels hefur gengið ágætlega að sögn Zophaníasar og sala aukist jafnt og þétt. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns. /PF S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Canon PIXMA MG6250 Er há-afkasta Wi-Fi ljósmynda fjölnota prentari og skilar framúrskarandi prentgæðum. Tilvalinn fyrir áhugaljósmyndara. Framköllunargæði fyrir heimilið með sex blekhylkjum. T I L B O Ð S V E R Ð kr. 27.900.- Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur um land allt í gær. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Í tilefni dagsins tóku nemendur leikskólans Ársala á Sauðárkróki nokkur lög í Skagfirðingabúð og kom fjöldi fólks í búðina til að hlusta á kórsöng barnanna. /BÞ Sönggleði í Skagfirðingabúð

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.