Feykir - 07.02.2013, Qupperneq 2
2 Feykir 05/2013
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Kyrrstaða er ekki valkostur
„Í byggðamálum þarf jafnaðarflokkur Íslands að sinna
réttindum íbúa landsbyggðanna vegna þess að fólk í
landsbyggðunum býr við lakari kjör, minni áhrif og lakari
félagslega stöðu. Það er sígilt jafnréttismál að jafna þann
aðstöðumun,“ sagði Árni Páll Árnason nýr formaður
Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Þar
sagði hann einnig að alvöru byggðastefnu þurfi og almennar
aðgerðir í ætt við jöfnun flutningskostnaðar, til að jafna
samkeppnisstöðu landsbyggðanna. Hér má heyra nýjan tón í
jafnaðarmannaflokknum sem fengið hefur á sig gagnrýni
fyrir að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni og setja
á hækkandi skatta sem kemur fyrirtækjum hinna dreifðu
byggða afar illa.
Á fundi ASÍ sem haldinn var á Sauðárkróki sl. þriðjudag
og fjallaði um atvinnumál kom fram að það eina sem gæti
hjálpað landsbyggðinni væri að núverandi ríkisstjórn færi frá
þar sem svo stór gjá væri þar á milli að skaði væri af. Þó svo að
Árni segði á landsfundinum að fyrsta verkefni næstu
ríkisstjórnar í efnahagsmálum verði að tryggja þjóðarsátt um
efnahagslegan stöðugleika þá nefndi hann aldrei sjávarútveg í
sinni ræðu. Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK
Seafood sagði á áðurnefndum fundi að nýr landsbyggðaskattur
sé kominn á í formi veiðileyfagjalds sem hafi hækkað um
hálfan milljarð en FISK Seafood sem dæmi þarf að greiða um
800 milljónir króna á ári í ríkissjóð eingöngu vegna þess. Ásta
B. Pálmadóttir sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar kvartaði undan
skilningsleysi stjórnvalda og taldi rýran hlut verða eftir af
þeim tekjum sem yrði til í héraðinu. Allt sogast á suðvestur
hornið.
„Kyrrstaða er ekki valkostur,“ sagði nýi formaðurinn í
Samfylkingunni og það er rétt hjá honum. Landsbyggðin
hefur sýnt fádæma biðlund í efnahagskreppunni og þarf á því
að halda að hlúð sé að henni svo byggð fái að blómstra í
landinu. Hvaðan koma annars helstu útflutningstekjur okkar?
Páll Friðriksson,
ritstjóri
Vinstri græn á Norðurlandi vestra
Lilja Rafney
í efsta sæti
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
alþingismaður, mun leiða
lista Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs í
Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney hlaut flest
atkvæði í 1. sætið í prófkjöri
sem fram fór síðastliðinn
laugardag. Í öðru sæti lenti
Lárus Ástmar Hannesson,
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
3. sæti, Matthías Sævar
Lýðsson í 4. sæti, Reynir
Eyvindarson í 5. sæti og
Ragnar Frank Kristjánsson í 6.
sæti. /PF
Kaupfélag Skagfirðinga lánar Svf. Skagafirði
Fá lán allt að
600 milljónum
Sveitarstjórn Svf. Skaga-
fjarðar hefur samþykkt að
taka lán hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga, vegna
viðbyggingar og viðhalds-
framkvæmda við Árskóla á
Sauðárkróki.
Er það gert með það að
markmiði að sameina á einum
stað skólahald Árskóla og til að
bæta aðbúnað skólabarna og
starfsmanna. Kaupfélagið
lánar til verkefnisins allt að
sexhundruð milljónir króna.
Miklar umræður sköpuðust
um málið á fundi sveitar-
stjórnar og taldi Sigurjón
Þórðarson, sveitarstjórnar-
fulltrúi Frjálslyndra og óháðra,
að meirihluti Sveitarfélagsins
Skagafjarðar hafi staðið mjög
óeðlilega að stærstu fram-
kvæmd sveitarfélagsins á kjör-
tímabilinu.
Stefán Vagn Stefánsson
formaður Byggðarráðs sagði
að mikilvægt væri að rétt sé
með farið þegar rætt væri um
tölur og staðreyndir. Sagði
hann að engum gögnum hafi
verið haldið frá fulltrúum
minnihlutans í þessu máli
þrátt fyrir ásakanir Sigurjóns
um annað. /PF
Fleiri störf – betri störf
Vel mætt á fund SA
Samtök atvinnulífsins héldu
fund á Sauðárkróki um
atvinnumál á Íslandi en nú
stendur yfir fundaherferð
samtakanna um landið. Er
sjónum beint að mikilvægi
þess að skapa fleiri og betri
störf á Íslandi á næstu árum
og bæta lífskjör þjóðarinnar.
Vilmundur Jósefsson, for-
maður SA, og Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA
töluðu um tækifærin sem til
staðar eru í atvinnulífinu og
hvað þurfi að gera til að árangur
náist. Var helst á þeim að skiljast
að einungis væri beðið eftir því
að landsstjórnin færi frá en hún
var sökuð um svik á yfir-
standandi kjörtímabili og
hamlandi aðgerðir við að koma
hjólum atvinnulífsins í gang á ný
eftir efnahagslægðina. Var
hækkun veiðileyfagjaldsins
gagnrýnd harðlega og tók Jón E.
Friðriksson framkvæmdastjóri
Fisk Seafood, það fyrir í
skörulegu erindi sem hann
Líkamsárás
á Skagaströnd
Tengist
kynferðis-
brotamáli
Tveir ungir karlmenn voru
handteknir fyrir alvarlega
líkamárás á Skagaströnd
en árásin átti sér stað um
hálfsexleytið sl. sunnudags-
morgun. Sá sem fyrir
árásinni varð tilkynnti hana
til lögreglu en hann liggur
nú á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri.
Brotist var inn á heimili
karlmanns á áttræðisaldri og
honum veittir alvarlegir
áverkar á andliti og höfði.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Akureyri tengist
árásin kynferðisbrotamáli en
annar árásaraðila tengist
manninum fjölskyldubönd-
um. Hafa þeir verið í haldi
lögreglunnar á Akureyri, sem
fer með rannsókn málsins. /BÞ
Sauðárkrókur
Hálsbrotnaði
eftir fall á
svelli
Mikil mildi þykir að ekki
hafi farið verr þegar maður
missti fótanna á svelli á
leið heim eftir Króksblótið á
Sauðárkróki sl. laugardag.
Skall hann á hnakkann og
tvíhálsbrotnaði.
Það er talið lán í óláni að
hálsliðurinn hafi tvíbrotnað
því ella hefði ekki þurft að
spyrja að leikslokun.
Maðurinn gat staðið á fætur
og gengið heim og haft
samband við lækni en við
nánari skoðun daginn eftir
kom brotið í ljós og maðurinn
fluttur með sjúkravél suður
þar sem hann gekkst undir
aðgerð. Maðurinn er rólfær
og á von á því að komast heim
fljótlega. /PF
Dagur kvenfélagskonunnar
Bráðnauðsynleg
kvenfélög
Dagur kvenfélagskonunnar
var haldinn hátíðlegur þann
1. febrúar um land allt og var
svo einnig á Sauðárkróki. Í
Skátaheimilið komu margar
konur í tilefni dagsins og
segir Helga Sigurbjörnsdóttir
formaður Kvenfélags
Sauðárkróks að félögin séu
bráðnauðsynleg nú ekki síður
en áður.
Helga segir að verkefni
kvenfélaga séu mörg í sam-
félaginu bæði hvað varðar
líknarmál, menningarmál sem
og hverskonar önnur þjóð-
þrifaverk og virðist vera
ótæmandi brunnur. Nýliðun í
kvenfélög er þokkaleg að mati
Helgu, gangi hægt en örugg-
lega.
–Við gerum okkur alveg
grein fyrir því, þessar gömlu,
að við þurfum að vinna með
yngra fólkinu til þess að koma
sumu á skrið. Þannig að við
höldum að þessi nýliðun verði
búin að skila sér eftir eitt til tvö
ár. Helga var ánægð með dag-
inn, fjölmargar konur mættu
og áttu góðan dag saman. M.a.
komu margar þeirra með
handavinnu sína og sýndu
gestum og gangandi. /PF
flutti. Kom fram að hækkun
veiðileyfagjaldsins næmi um
hálfum milljarði króna hjá FISK
og um 800.000.000 milljónir
króna sem fyrirtækið þyrfti þá
að reiða fram í þann „lands-
byggðaskatt“ eins og Jón kallaði
það.
Ekki var annað að heyra en
fundarmenn væru sammála um
að stjórnvöld þyrftu að beina
kröftum sínum í ríkari mæli út á
landsbyggðina. /PF
Jón E. Friðriksson hélt þrumandi ræðu
og sakaði stjórnvöld um að búa til nýjan
landsbyggðaskatt í formi veiðileyfagjalda.