Feykir - 07.02.2013, Side 5
05/2013 Feykir 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir
Dominos-deildin í körfubolta: KFÍ - Tindastóll 92-85
Tindastóll beið lægri hlut gegn Ísfirðingum
Lið Tindastóls sótti KFÍ heim á
Ísafjörð á föstudaginn og þrátt fyrir
að tefla fram splunkunýjum
leikmanni höfðu strákarnir ekki erindi
sem erfiði og töpuðu á endanum með
sjö stiga mun, 92-85.
Stólarnir fóru vel af stað og ekki hvað
síst sá nýji, Roburt Sallie, sem gerði fyrstu
sex stig liðsins. Leikurinn var hnífjafn í
fyrsta leikhluta og leiddu Tindastólsmenn
með einu stigi að honum loknum, 22-23.
Heimamenn byrjuðu annan leikhluta með
tveimur 3ja stiga körfum og náðu
forystunni. Stólarnir þéttu vörnina og um
miðjan leikhlutann jafnaði Helgi Rafn, 31-
31, og síðan var stál í stál fram að hléi en þá
var staðan jöfn, 41-41.
Tindastólsmenn komu ekki nógu
ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og á
mínútu kafla breyttist staðan úr 46-45 í 55-
45 og heimamenn komnir með 10 stiga
forskot. Stólarnir reyndu að koma sér inn í
leikinn en skotin voru ekki að detta þannig
að KFÍ bætti við og náði 14 stiga forskoti
þegar tvær mínútur lifðu af þriðja
fjórðungi. Valentine og Sallie gerðu hins
vegar sex síðustu stigin í leikhlutanum og
gáfu gestunum smá von. Staðan 66-58.
Svabbi gerði 5 stig í upphafi fjórða og
Arnar setti niður þrist og minnkaði
muninn í 70-66 þegar um sjö og hálf
mínúta var eftir af leiknum en heimamenn
reyndust sterkari í leiknum, þeir komu
muninum aftur í 10 stig og héldu út til
leiksloka nokkuð öruggt. Lokatölur 92-85.
Pitts var sterkur í liði KFÍ, gerði 33 stig
í leiknum, og þá gerði Kristján Pétur
Andrésson 20 stig og þar af 18 úr 3ja stiga
skotum. Ísfirðingar spiluðu góða vörn
gegn Stólunum og gekk okkur illa að skora
innan teigs, sérstaklega átti Valentine erfitt
uppdráttar. Sallie gerði 24 stig fyrir Stólana
og tók 13 fráköst en stigahæstur hjá
Tindastóli var Þröstur Leó sem setti niður
fimm þrista í sjö tilraunum og endaði með
25 stig.
Næsti leikur Tindastóls er gegn Fjölni
hér heima annað kvöld. Feykir hvetur
stuðningsmenn Stólanna til að fjölmenna
því nú verða menn að fara að hala inn stig
ef ekki á illa að fara. /ÓAB
Meiri körfubolti
Johnson til Stólanna
Á heimasíðu Tindastóls segir
að Stólarnir hafa tryggt sér
starfskrafta bakvarðarins
Tarick Johnson út þetta
tímabil og verður hann því
þriðji erlendi leikmaðurinn í
liði Tindastóls en kappinn er
með breskt vegabréf.
Johnson er um 190 cm á
hæð og getur spilað hvort
sem er stöðu leikstjórnanda
eða skotbakvarðar.
Tarick er reyndur leikmaður,
verður 32 ára á þessu ári og hefur
spilað með mörgun liðum í
Evrópu. Hann lék nú síðast með
úrvalsdeildarliðinu Fribourg í
Sviss.
Sem fyrr segir er Tarick þriðji
erlendi leikmaðurinn í leik-
mannahópi Tindastóls, en aðeins
má tefla fram tveimur á gólfinu í
einu. Með tilkomu hans þéttist
leikmannahópur liðsins til muna
núna fyrir lokabaráttuna.
Auk Taricks eru George
Valentine og Drew Gibson er-
lendir leikmenn Stólanna. /ÓAB
Uppgjörsdagar KPMG
Nú eru uppgjörsdagar á skrifstofum KPMG
um land allt og geta stjórnendur minni og
meðalstórra fyrirtækja fengið fast tilboð
í gerð ársreiknings og skattframtals.
Jafnframt er hægt að fá tilboð í önnur
verkefni eins og bókhald og launavinnslu.
Hringdu í síma 545 6000 eða sendu
tölvupóst á uppgjor@kpmg.is og fáðu
fast verðtilboð fyrir þinn rekstur.
KPMG
Borgarmýri 1a | 550 Sauðárkrókur
kpmg.is
Körfuboltinn
Sátt milli Tindastóls og Sigtryggs Arnars
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls
hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess
að Roburt Sallie var látinn fara frá félaginu
og þess að fullyrt var á samfélagsmiðlum að
Sigtryggur Arnar Björnsson, ungur leikmað-
ur Tindastóls, hafi einnig verið látinn fara.
Nú hefur náðst full sátt milli Tindastóls og
Sigtryggs Arnars og ekki um nein óleyst mál að
ræða milli félagsins og hans, eins og segir í
yfirlýsingunni.
„Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls
harmar þær umræður sem orðið hafa um
ungan og efnilegan leikmann sem Tindastóll
fékk í sínar raðir fyrir tímabilið, Sigtryggs
Arnars Björnssonar, og nýleg samskipti stjórnar
og þjálfara við hann. Sú krafa sem gerð er til liðs
í efstu deild í hópíþrótt leiðir vissulega til þess
að gerðar eru ríkar kröfur til leikmanna og
krefst þess að gott traust sé á milli leikmanna,
þjálfara og stjórnar. Það er því ekki óalgengt að
einhver málefni komi upp sem talið er þörf á að
taka á í samskiptum við leikmenn, en jafnframt
leiðinlegt þegar umræða verður hávær og
óvægin án allra upplýsinga um málið. Ekki er
ætlunin að tíunda þau atriði sem urðu þess
valdandi að ákveðinn brestur kom í samstarf
félagsins og Sigtryggs Arnars, en eftir skoðun á
málavöxtum hefur náðst full sátt og ekki um
nein óleyst mál að ræða milli félagsins og hans.“
/PF