Feykir - 07.02.2013, Síða 6
6 Feykir 05/2013
í þetta sinn af Guðmundi á
Illugastöðum. „Við krakkarnir
litum alltaf upp til bændanna
á Vatnsnesi – þeir voru
hetjur og duglegir menn.
Guðmundur á Illugastöðum
kom hingað eitt sinn til að ná
sér í tunnu af steinolíu. Þetta
var á stríðsárunum og þá var
allt skammtað og hann fékk
þau tilsvör að hann gæti ekki
fengið svo mikið af steinolíu,
ekki nema að hann gæti borið
hana sjálfur, sem var í raun sagt
í háði. Þá tók hann tunnuna
upp og hélt á henni að bátnum
sínum,“ segir Sigurður og hlær.
„Hann var stór og hraustur
maður. En þegar hann steig í
bátinn sinn, sem var fjögurra
manna far, með tunnuna í
fanginu þá lak sjór í bátinn og
hann þurfti að setja tunnuna
á land aftur. Hann gerði þá
við bátinn og sigldi svo með
steinolíutunnuna í Illugastaði.
Þetta voru allt saman hetjur og
duglegir menn,“ endurtekur
Sigurður. Síðar var lagður
vegur út á Vatnsnesið og
segir Sigurður það hafa verið
gert í áföngum. „Vegurinn
lá eftir fjörunni. Oft keyrði
maður kambinn en ef það var
hálka og bíllinn byrjaði að
renna þá endaði hann bara
í fjörunni. Eitt sinn þegar ég
var orðin fullorðinn þá var
ég ásamt fleirum á leið út á
Vatnsnes með rekaviðarstaura
á pallinum. Þarna voru háir
bakkar með undirlendið allt
í svelli og þar fyrir neðan var
fjaran. Þá fór bíllinn að renna
og bílstjórinn hrópaði: „Hvað
eigum við að gera?“ –„Spýttu
bara í,“ svöruðum við, sem
hann þá gerði og við sluppum
með skrekkinn. Þetta var mikil
ögurstund því við hefðum ekki
getað komist út úr bílnum þar
sem staurarnir lágu meðfram
gluggunum báðum megin,“
rifjar Sigurður upp.
Flugvél með
hakakrossi og
sprengjum
Sigurður lýsir því hvernig
höfnin á Hvammstanga iðaði af
lífi á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Þegar skip komu að höfninni
var skipslúðurinn þeyttur til
að kalla mannskap til í vinnu.
Þá þustu menn að til starfa,
réru að skipinu og lönduðu
varningnum upp á bryggjuna.
Þaðan var hann borinn í
bíla og ekið upp í pakkhús.
Á vorin komu m.a. skip frá
Hollandi sem fluttu sement til
landsins og því var öllu landað
á Hvammstanga. Sigurður
rifjar upp þegar hann vann
við að landa 600 tonnum af
sementi vorið 1946. „Þetta var
þrælavinna. Við fórum út í skip
VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir
Sigurður Helgi Eiríksson hefur eytt lunganum af ævi sinni á Hvamms-
tanga. Hann hefur haft fjölbreytt störf með höndum og fylgst með
bæjarbragnum og mannlífinu frá því á fyrri hluta 20. aldar til dagsins
í dag og þeim miklu breytingum sem þar hafa orðið í áranna rás.
Blaðamaður Feykis heimsótti Sigurð á heimili hans í hjarta bæjarins
og fékk að heyra nokkrar skemmtilegar sögur.
Lífið á
Strandgötunni
Sigurður og eiginkona hans
Ingibjörg Pálsdóttir, eða Lilla
Páls eins og hún er gjarnan
kölluð, búa á Strandgötu 6
á Hvammstanga. Sama húsi
og Sigurður fæddist í fyrir 83
árum, þann 5. nóvember 1930.
„Ég var pínulítíll að ég held
um sex merkur, það hefði mátt
stinga mér í vettling,“ segir
Sigurður um sjálfan sig og
brosir. Sigurður var langyngsta
barn foreldra sinna, þeirra
Eiríks Hjartarsonar og Jónu
Guðrúnar Gísladóttur. Fyrir
höfðu þau eignast þrjá syni;
Sigurð árið 1912 en hann lést
úr lungnabólgu árið 1929,
Hjört árið 1914 og Gísla árið
1918 en þeir eru einnig fallnir
frá.
Sigurður segist hafa haft
það mjög gott á uppeldisárum
sínum á Strandgötunni. „Það
voru svosem ekki gerðar miklar
kröfur í gamladaga, ég fékk nóg
að borða og svona,“ segir hann.
Sigurður segist muna vel eftir
því þegar rafmagnið kom á
Hvammstanga. „Ég var á fjórða
ári og lá í rúminu í einhverri
pest þegar þeir voru að leggja
rafmagnið í húsið. Það var
mjög mikil breyting.“ Hann
lék sér mikið við krakkana
sem bjuggu í næsta húsi og
saman smíðuðu þau báta og
bíla og fóru í vegavinnuleik.
En þau fylgdust einnig vel
með lífinu við bryggjuna og
með bátunum sem komu
og fóru. „Við fylgdumst
með bændunum koma frá
Vatnsnesi og Heggstaðanesi.
Við þekktum bátana langar
leiðir og vissum frá hvaða
bæjum hver bátur kom. Þeir
komu hingað á árabátum til að
leggja inn fiskinn og að sækja
vörur en þá var enginn vegur
út á Vatnsnesið. Ég man eftir
því þegar ég sá bóndann frá
Heggstöðum koma siglandi.
Við sáum alltaf í hausinn á
honum, honum fannst svo
gaman að sigla,“ segir hann
og hlær. Sigurður rifjar upp
sögu af góðmennsku Jóns á
Heggstöðum. Faðir Sigurðar
stofnaði verkalýðsfélagið Hvöt
á Hvammstanga árið 1926. Í
þá daga voru verkalýðsfélög
fátíð og litin hornauga af
atvinnurekendum. Þeir átta
til tíu félagar sem þá voru
í verkalýðsfélaginu voru
útskúfaðir frá vinnu, þar á
meðal Eiríkur faðir Sigurðar.
„Þá kom Jón beint til mömmu
með mat því hann vissi að
enginn matur var til, svo
veitti hann stundum pabba
vinnu á bænum þegar hann
hafði eitthvað að gera fyrir
hann. Hann var enginn
verkalýðsmaður eða neitt
svoleiðis, hann vildi bara ekki
vita af svöngu fólki. Hann var
einstaklega góður maður,“
segir Sigurður.
Hann rifjar upp aðra sögu
Sigurður rifjar upp sögur frá Hvammstanga
Gömul mynd af Hvammstanga.
Síld á bryggjunni við Hvammstanga uppúr 1950. Myndir frá Hvammstanga eru úr
einkasafni Björns Þórs Sigurðssonar.