Feykir - 07.02.2013, Page 8
8 Feykir 05/2013
Hjónin Bergur Axelsson og Jóna
Guðrún Ívarsdóttir voru stödd á
Sauðárkróki fyrir helgi en þau eru
eigendur Eyjaflugs ásamt Einari
Aðalsteinssyni. Þau Bergur og Jóna
eiga ættir að rekja til Norðurlands
vestra, hann í Gröf á Höfðaströnd en
hún af Haukdalsætt á Skagaströnd.
Komu þau m.a. til að sjá um afgreiðslu
á flugvellinum og leita að starfskrafti í
það starf. Feykir settist niður með
þeim hjónum og spurði út í
flugævintýrið.
-Við stofnuðum þetta félag árið 2011
þegar við keyptum flugvélaflota
Flugfélags Vestmannaeyja ásamt skýlinu
í Vestmannaeyjum. Við fengum flug-
rekstarleyfi fyrsta ágúst 2012 og
byrjuðum þann 3. ágúst að fljúga á
Þjóðhátíð. Þá helgina fluttum við um 300
farþega milli lands og Eyja. Einnig
buðum við upp á útsýnisflug og þá mest
yfir Eyjafjallajökul, segir Bergur en fram
að áramótum hélt félagið úti flugi milli
Bakka og Vestmannaeyja. Reynt var að
hefja áætlun til Vestmannaeyja en vegna
ónógrar eftirspurnar var hætt við það.
Nú er notuð tíu sæta flugvél af Piper
Chieftain gerð í áætlunarflugið en ef vel
gengur og ásóknin verður mikil segir
Bergur það koma til greina að fá stærri
vél. -Okkur hefur verið tekið frábærlega
vel hér og mikið um pantanir. Við
munum fljúga hingað sjö sinnum í viku á
þessari tíu sæta vél.
Hvernig stóð á því að þið ákváðu að
kaupa flugfélag?
-Þetta er gamall draumur sem ég er
búinn að vera með í maganum lengi.
Langaði að prófa, segir Bergur en hann
hefur verið flugmaður í 25 ár. -Ég byrjaði
hjá Arnarflugi innanlands og var síðar
hjá Íslandsflugi og er flugstjóri hjá
Atlanta í dag. Eyjaflug er hobbýið. Bergur
segir að flugið á Krókinn hafi svo komið
óvænt upp í hendurnar á þeim.
-Stefán Vagn er mikill áhugamaður
um þetta flug og við höfðum samband
við hann. Hann er búinn að hjálpa okkur
rosalega mikið til að koma þessu heim og
saman og á mikinn heiður skilinn, segir
Bergur.
Jómfrúarferðin á Sauðárkrók byrjaði
með smá brasi og komst í fréttirnar
vegna óvænts atviks.
-Við fengum viðvörun á að eitt hjólið
væri ekki niðri og snérum frá. Svo var
þetta bara lítill míkrósviss sem stóð á sér
og engin hætta á ferðum, segir Bergur en
engin áhætta er tekin í þessum tilfellum.
Þrátt fyrir þessa óvæntu byrjun var þetta
góð auglýsing fyrir flugið, síminn tók
kipp og fólk vildi bóka sig í ferð.
Fyrstu fréttir hermdu að flugfélagið
héti Air Arctic og segir Bergur flug-
rekstrarleyfið vera á því nafni en ætlunin
sé að nota Eyjaflug, enda er það þjált í
munni. Afgreiðsla Eyjaflugs verður hjá
Flugfélagi Íslands í Reykjavík en á
Sauðárkróki á flugstöðinni og pakka-
afgreiðsla verður hjá N1.
Létu gamlan draum rætast
Bergur og Jóna Guðrún eigendur Eyjaflugs
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Kokkakeppni Árskóla 2013
Þorskur með
pistasíusalsa
átti vinninginn
UMSJÓN
berglindth@feykir.is
skólans fór fram. Fimm lið reiddu fram girnilega rétti sem
dómararnir Eiður Baldursson matreiðslumeistari, Ágúst
Andrésson kjötiðnaðarmeistari og Kolbrún Þórðardóttir
kennari í Árskóla smökkuðu á áður en þeir gáfu út úrskurð
sinn um hver þeirra ætti vinninginn.
Matarilmurinn angaði um
Árskóla sl. fimmtudag þegar
hin árlega kokkakeppni
Samkvæmt Ástu Búadóttur
matreiðslukennara er mikil
áhugi og gróska fyrir
heimilisfræði í skólanum en
hefðin fyrir keppninni hófst
árið 2005. „Mikil eftirvænting
ríkti hjá krökkunum. Af
matseðlunum mátti sjá að
mikill metnaður var lagður í
matargerðina. Maturinn var
sérstaklega vel heppnaður og
var allt sem nemendur elduðu
mjög bragðgott,“ sagði hún.
Það kemur ánægjulega á óvart
að sjá hversu mikil gróska er í
matreiðslukennslu í grunn-
skólunum og ef þetta er
matreiðslan hjá yngri
kynslóðinni má búast við að
við matgæðingar horfum fram
á bjarta framtíð sem við getum
hlakkað til!“ sagði Ásta.
Fyrsta sætið hreppti lið
Matthildar Kemp Guðna-
dóttur, Brynju Sif Harðardóttur
og Jónu Maríu Eiríksdóttur en
þær elduðu ofnbakaðan þorsk
með pistasíusalsa sætkartöflu-
mús og sojasmjörsósu. Í öðru
sæti voru þær Sunna Líf
Óskarsdóttir, Bergrún Sóla
Áskelsdóttir og Anna Jóna
Sigurbjörnsdóttir með
lakkrískryddað lambafille, og í
þriðja sæti voru strákarnir
Hinrik Pétur Helgason,
Sigurður Jóhann Árnason og
Elvar Ingi Hjartarson sem
voru með sykurbrúnaðan þorsk
borinn fram með sætukartöflu-
mús með rifnum piparosti, en
þeir áttu sjálfir hugmyndina að
uppskriftinni.
„Það var gaman að sjá hvað
krakkarnir lögðu sig vel fram
og gæðin voru ekki af verri
endanum. Svona til gamans er
MasterChef inn núna og
gengur matreiðslan út á það að
vera eins og í þeirri frægu
keppni,“ sagði Ásta í lokin.