Feykir


Feykir - 21.03.2013, Síða 4

Feykir - 21.03.2013, Síða 4
4 Feykir 11/2013 PÓLITÍK ÁRNI MÚLI JÓNASSON SKRIFAR Byggðastefna, grunnþjónusta og auðlindagjald Er ekki bráðnauðsynlegt að við förum nú í að skýra vel hvað við eigum við þegar við tölum um grunnþjónustu við landsmenn? Og reynum svo til þrautar að ná sátt um hvernig við tryggjum okkur öllum, hvar sem við búum í landinu, þá þjónustu á jafnræðisgrundvelli; sömu þjónustu fyrir sama gjald. Þar þyrftum við klárlega að ræða um orku, fjarskipti og gagnaflutninga, samgöngur, grunnmenntun, heilsugæslu, félagsþjónustu, löggæslu og örugglega eitthvað fleira. Og þegar við hefðum komið okkur saman um hvað teldist vera grunnþjónusta þyrftum við að gera saman tímasettar áætlanir um framkvæmdir og úrbætur og forgangsröðun og standa svo við þetta allt þó að stjórnarskipti verði í landinu annað slagið eins og gengur og gerist og á að gerast í lýðræðissamfélagi. Er þetta ekki mögulegt? Væri þetta ekki í þágu okkar fólksins í landinu? Og hvernig á svo að borga þetta? Mér finnst það vera mikið réttlætismál að fólk sem býr þar sem auðlindirnar, eins og fiskistofnarnir hafa mest verið veiddir og verkaðir á liðnum áratugum og öldum og hefur tileinkað sér þá verk- kunnáttu og stofnað fjölskyldur og keypt hús og alið upp börn í þeirri trú og von að það gæti byggt tilveru sína áfram á þeirri vinnu og verkþekkingu fái hér notið auðlindagjaldsins. Ekki til að viðhalda óbreyttu ástandi heldur til að fá sömu grunn- þjónustu og aðrir landsmenn og til að styrkja byggðarlög sín og skjóta fleiri stoðum undir atvinnu og efnahag þar. Auðlindagjald verður þá ekki neinn „landsbyggðarskattur“ eins og sumum pólitíkusum finnst svo gaman að klifa á. En það þarf að hafa kjark, hug- myndir og framsýni til að leita nýrra leiða og tækifæra því að það er engan veginn víst að fiskunum í sjónum muni fjölga mikið og það er langlíklegast að tæknin muni enn fækka atvinnutækifærum í sjávar- útvegi. Jafnræði hvað varðar aðgang að og verð fyrir grunnþjónustu (eins og við komum okkur vonandi saman um að skil- greina hana) er ekki bara mikið hagsmuna- og réttlætismál hvað varðar búsetu fólks og efnahag. Það leiðir einnig til þess að fólk getur nýtt ýmsa möguleika í nærumhverfi sínu betur. Atvinnulífið verður þar með fjölbreyttara og sam- keppnisstaðan heilbrigðari og byggðarlög sem nú standa höllum fæti eflast og verða miklu frekar sjálfbær. Heild- stæð byggðastefna til langs tíma á grundvelli jafnræðis og sáttar kæmi í veg mjög mikla sóun. Þetta er því mikið og sam- eiginlegt hagsmuna- og rétt- lætismál okkar allra, hvort sem við búum í Garðabæ eða Grundarfirði. Árni Múli Jónasson, efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi Daníel Kristjánsson sjómaður er brottfluttur Króksari en býr núna í Hafnarfirði. Hann er eldheitur stuðningsmaður Liverpool eins og svarið sýnir þegar hann er spurður út í það hvert uppáhaldsliðið hans sé. -Það þarf ekkert að spyrja af hverju. Liðið mitt er að sjálfsögðu Liverpool og ástæðan er einföld, þetta lið hefur unnið allar keppnir nánast sem hægt er að vinna Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Líst frekar illa stöðuna eins og hún er núna en þetta er bara tímabil sem gengur yfir og verðum við komnir á toppinn aftur innan tíðar. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Eins og fyrr segir þá er þetta ekkert sérstök staða sem mínir menn eru í í dag en bíðið bara, hef mikla trú á BR og finnst liðið vera að spila skemmtilegan bolta, og sjáið hvað gerist á næstu 2-3 árum. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Oft og iðulega og oft hef ég þurft að deila við félaga minn Hjört. Hann er frekar nettur í þessu og fer nú iðulega með rangt mál í sambandi við fótbolta. Skemmtilegast er að hringja í kallinn eftir tapleik á móti Liverpool, þá er ekki svo mikið sem brosað eða hlegið hinu megin á línunni. Stundum svarar hann ekki einu sinni síma eftir tapleik. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Fowlerinn hann var og er stórkostlegur leikmaður og verður alltaf í uppáhaldi hjá mér. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Hverslags spurning er þetta eiginlega, halda menn að maður geti bara farið á leik sisvona? Ég er sjómaður og fer sjaldan erlendis og í þau skipti sem ég fer þarf konan alltaf að drattast með mér og þið vitið hvað það þýðir ekki satt? Þá þarf að fara að versla eitthvað á börnin og á sjálfan sig og enginn tími til að fara á leik enda í flestum tilfellum velur frúin önnur lönd en England til að heimsækja svo ég verði eitthvað með henni. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já, ég á nokkra hluti en hjarta mitt er Mér leið eins og ég hefði orðið heimsmeistari Daníel Kristjánsson heldur með Liverpool LIÐIÐ MITT UMSJÓN palli@feykir.is það sem tengist liðinu einna helst, ég gæfi hjartað í mér til að bjarga liðinu ef út í það færi. En það er nú víst ekki þörf á því. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Strákurinn minn hlýðir að sjálfsögðu og fetar í sömu spor og pabbinn, hann er mikið í fótbolta og setur stefnuna á að spila með Liverpool þegar hann verður eldri, en stelpan og frúin skipta sér lítið af fótbolta. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei það mun seint eða aldrei gerast, Liverpool er og verður ávallt mitt uppáhalds. Uppáhalds málsháttur? -Þeir eru nokkrir en þar sem ég er sjómaður þykir mér þessir góðir. Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið og Allir renna blint í sjóinn Einhver góð saga úr boltanum? -Vil helst ekki tala um það en einu sinni þegar ég var að æfa á Króknum fórum við inn á Akureyri að keppa við KA á Norðurlandsmótinu. Við strákarnir tókum þessu frekar létt og var þjálfarinn ekkert sérstaklega ánægður með okkur en við gerðum ýmislegt af okkur. Við töpuðum aðeins með 17 mörkum eða 18-1 og var spilað á Akureyrarvellinum þessum flotta velli. Markið sem við skoruðum var samt eitt það skemmti- legasta sem ég skoraði á ferlinum. Hornspyrna sem við áttum vinstra megin og það var smá vindur frá suðri sem blés... ég stillti boltanum upp og tók hornspyrnuna en tók hana á innan- verðum skónum og náði knettinum hátt í loft með snúning og setti hann bara beint í netið í fjærhorninu. Fögnuður- inn var slíkur hjá okkar mönnum og mér að við ætluðum aldrei að hætta fagninu, mér leið einsog ég hefði orðið heimsmeistari. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Ójá, ég gerði einum skipsfélaga mínum honum Halla Fribb hrikalegan hrekk á 60 ára afmælinu hans fyrir nokkrum árum. Við vorum á Eskifirði og hann var á rúntinum í bænum. Á meðan hann var að rúnta læddist ég og mágkona mín heim til hans. Hún var íklædd ógeðslegum búning úr bíómyndinni Scary movie. Hún stillti sér upp með leikfangahníf og stóð við eldhúsdyrnar. Svo þegar Halli greyið kemur inn réðist hún á hann og fékk kappinn næstum því hjartaáfall, lagðist í gólfið og lamaðist hann gjörsamlega úr hræðslu og þetta tók ég upp á video. Þetta var það fyndið að þetta myndband bar sigur úr bítum í fyndnum fjölskyldumyndum sem sýndur var á Skjá einum það árið. Spurning frá Hirti Jónssyni - Er þetta ekki orðið frekar vandræðalegt hversu lengi það ætlar að taka Liverpool að komast í aðstöðu til að keppa við þá stóru aftur? Og þarf Liverpool ekki að fá betri ráðgjöf í sambandi við leik- mannakaup? -Hjörtur ég tek ekki þátt í svona vitleysu, keppa aftur við stóru strákana? Hvað áttu við eiginlega? Liverpool er það lið sem flesta bikara hefur unnið í enska boltanum þó þeir hafi ekki unnið bikarinn síðustu 20 árin eða svo. Þeir þurfa bara smátíma til að koma sér „on track“ aftur. Mikið hefur verið um leikmannaskipti og leik- mannakaup sem hafa tekist misvel en þetta kemur allt með kalda vatninu á næstu árum. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Helgu Einars- dóttur. Hvaða spurningu viltu lauma að við- komandi? Varstu að skrá þig í keppnina um ungfrú Ísland árið 2013?

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.