Feykir


Feykir - 21.03.2013, Page 7

Feykir - 21.03.2013, Page 7
11/2013 Feykir 7 stöðugar framfarir í krabba- meinslækningum sem og það að meinin greinist gjarnan fyrr en áður eigi stærstan þátt í að lífshorfur hafi aukist fái menn krabbamein á annað borð. Sjúkdómurinn er þá styttra kominn á leið og því auðveldara að lækna hann. -Jú, lækningaaðferðir eru betri, betri skurðaðgerðir, betri lyf og nákvæmari geislameðferðir. Allt þetta skiptir máli en stóri þátturinn er sá að reyna að greina þetta sem fyrst og það er gert meira af því núna á seinni árum. Langbesta forvörnin fyrir utan holla lífshætti er falin í því að greina meinið snemma. Það er trúlega það sem skiptir langmestu máli í þessari aukningu á lækningu, segir Þorsteinn. Sem dæmi um krabbamein sem er á undanhaldi er magakrabbamein og segir Þorsteinn að breytt mataræði sé talin langlíklegasta skýring- in. Minna sé af reyktum og söltum mat og þeim sem geymdur var við óheppilegar aðstæður áður fyrr. En þetta voru þær aðstæður sem menn höfðu þá og menn liðu fyrir að maturinn var ekki hollur fyrir magann. Þorsteinn segir þó að sjálfsagt hafi verið í lagi með hann í hófi, og í rauninni megi segja að það sé í lagi með flest allt, bara í hófi. Núna þegar Mottumars er á enda og kastljós fjölmiðlanna beinist frá málefninu mega menn ekki sofna á verðinum heldur að vera vakandi fyrir heilsunni allt árið og sérstaklega, segir Þorsteinn, fyrir hverri breytingu sem ekki gengur til baka. -Vera bara vakandi. Það er besta forvörnin að þekkja líkamann og átta sig á breytingu og ef þær eru viðvarandi þá að leita til okkar. -Já, það eru fyrst og fremst staðbundin krabbamein í munnholi og í nefi sem aukast og nokkuð ábyggilega líka í vélinda og í maga. Eiturefnin berast þá niður á þessa staði. Það er ekki komið í ljós ennþá hversu aukningin er mikil en þetta er klárlega tengt við aukningu á krabbameini. Þorsteinn segir aðspurður að ekki sé hægt að mæla með því að menn taki í nefið eða vörina vilji þeir hætta að reykja. Þessi krabbamein eru líka á slæmum stað og erfitt að meðhöndla þau og þar að auki viðhelst nikótínfíknin. Forvarnirnar eru að sjálfsögðu að hætta að reykja og nota tóbak en eru einhverjar forvarnir gegn blöðruhálskirtils- og ristil- krabbameini? Þorsteinn segir að forvarnir gegn blöðru- hálskrabbameini séu ekki mikið þekktar. Það sé þó talað um Lycopene sem verndandi þátt en það finnst t.d. í tómötum og sérstaklega mikið í heilsutómötum og væntanlega eitthvað í tómatsósu. Ekki sé mikið annað sem er þekkt en svo hafa verið einhverjar vangaveltur um að kalkríkur matur gæti aukið áhættuna. -En þetta er allt mjög óljóst. Með ristilinn er það offita og kyrrseta sem virðist vera talsverður áhættuþáttur og trúlega mataræðið líka. Talað er um rauða kjötið og ýmis krabbameinsvaldandi efni sem geta myndast við bruna eins og ef kjöt er grillað of mikið. Brennd fita er óholl í fæðu þannig að maður veit ekki hvað verður um þessa grillkynslóð. Reykingar og alkohól hefur einnig verið tengt við aukna áhættu. Það á kannski eftir að koma í ljós hvað verður og hvort það á eftir að sýna sig eitthvað meira. Hjá þjóðum sem eru að nota mikið af trefjum og grænmeti og minna af kjöti og úrgangssnauðum mat er talsvert lægri tíðni af ristilkrabbameini. Þannig að hafa góðar hægðir þýðir taumlaus hamingja, segir Þorsteinn í gamansömum tón. 5 ára lífshorfur hafa tvöfaldast Fimm ára lífshorfur krabba- meinssjúklinga hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning krabbameina hófst á Íslandi árið 1954. Þorsteinn segir einhverjum einkennum. Það er hægt að koma í skoðun og viðra sínar áhyggjur. Er þá mælt með því að menn komi í almenna ástands- skoðun líkt og menn fara með bílana sína í skoðun? -Já, ég held satt að segja að það sé ekkert vitlaust og kannski er hægt að nefna einhvern aldur, t.d. um fimmtugt. Láta athuga blóðþrýsting, þess vegna blóðsykur og blóðfitur og meta líkamsástandið ekkert síður en ástand bíla. Stundum, ef maður finnur ekki neitt, þá er allt í lagi að sjá til í nokkur ár. Svo er ekkert óalgengt að maður finni eitthvað, blóðþrýsting í hærra lagi eða eitthvað sem maður vill fylgjast með, þá koma eftir styttri tíma. Þannig að maður leggur yfirleitt upp með eitthvert áframhald, segir Þorsteinn. Algengasta dánarorsök af völdum krabbameina hjá körlum eru í lungum 23,1%, blöðruhálskirtli 17,8% og í ristli 8,6%. Lungnakrabbamein eru að langstærstum hluta vegna reykinga en talið er að 90% af lungnakrabbameinum sé af völdum reykinga. Þorsteinn segir því að sjaldgæft sé að þeir sem fá lungnakrabbamein hafi ekki reykt. -En það er til, þó það sé nánast alveg tengt við reykingar. Fleiri krabbamein eru tengd við reykingar t.d. blöðrukrabbamein og fleiri þannig að reykingar eru mikill skaðvaldur. En þær eru sem betur fer mikið að minnka, segir Þorsteinn. En meðan reykingar minnka virðist nef- og munntóbaks- notkun aukast. Skyldu einhver krabbamein tengjast þeim sið, eða ósið eftir því hvernig á er litið. Fimm ára lífshorfur krabbameinssjúklinga hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning krabbameina hófst á Íslandi árið 1954. Hér er hlutfallið sýnt vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Á krabb.is er að finna mikið magn upplýsinga um krabbamein og allt mögulegt sem að þeim vágesti lýtur. Einnig eru starfandi svæðafélög á Norðurlandi vestra sem hægt er að leita til og fá ráðleggingar eða hjálp hverskonar og er fólk hvatt til að nýta sér þá góðu vinnu sem þar fer fram. Í Skagafirði er Þorsteinn formaður eins og áður segir en María Reykdal er starfsmaður hjá félaginu og verið með auglýstan síma og hefur hitt fólk eftir þörfum. María starfar sem sálfræðingur og tengjast þau störf meira og minna hennar starfi fyrir Krabbameinsfélag Skagafjarðar og er hægt að ná í hana í síma 453 6030 og 863 6039 eða á netfangið skagafjordur@krabb.is, og vefsíðan er krabb.is/ skagafjordur. Í Austur-Húnavatnssýslu er formaður svæðisfélagsins Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi og er síminn hjá henni 452 4528 og netfangið sveinfridur@simnet.is. Í Hvammstangalæknishéraði er formaðurinn Geir Karlsson, Spítalastíg 5, 530 Hvammstanga og er hann með síma 455 2100 og netfangið geir.karlsson@hve.is. UPPLÝSINGAR Þorsteinn vígalegur en hann tók þátt í Mottumars á síðasta ári. Fjöldi karla sem lést af völdum krabbameins 2005 - 2009, skipt eftir upprunalíffæris meinsins. Krabbamein eru fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára. Krabbamein í lungum er algengasta einstaka krabbameinið hjá karlmönnum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.