Feykir


Feykir - 21.03.2013, Qupperneq 11

Feykir - 21.03.2013, Qupperneq 11
11/2013 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er eigi heimskur maður. Tilvitnun vikunnar Að lesa án þess að velta vöngum, er líkt og að borða án þess að melta. - E. Burke Sudoku Grímglúmur Hrollgeir háls nef og eyrnalæknir og skordýrasafnari í frístundum, á sér dulda drauma um frama í pólitík. En óheppnin eltir Grímglúm Hrollgeir. Hann er ekki fyrr genginn í stjórnmálaflokk þegar flokkurinn er lagður niður. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur sem ég hef á mínum snærum. Ég er á fullu að undirbúa yngsta stigið fyrir þeirra árshátíð sem verður í apríl en hlutverk mitt þar er að æfa sönglögin með þeim. Ég er nýbúin að frumsýna Galdra- karlinn í Oz þannig að nú er það verkefni út af borðinu hjá mér. Þá er að snúa sér að næsta verkefni sem er þátttaka 9. bekkjar í valáfanga leiklistar þar sem þau taka þátt í Þjóðleik sem er samstarfsverkefni við Þjóðleikhúsið á landsvísu. Það styttist í frumsýningu á því leikriti og fer því hluti af vinnudeginum í undirbúning þess. Framundan er landsmót skólakóra og undirbúningur undir það í fullum gangi, einnig æfir kórinn fyrir Kóramót Karlakórsins Heimis og Rökkurkórsins sem er árviss atburður í Sæluviku. Þar mun skólakór Árskóla koma fram. Dagurinn hjá mér er því ansi þéttsetinn og í mörg horn að líta þar sem hvert og Íris Baldvinsdóttir grunnskólakennari Vinnudagurinn undirlagður af verkefnum Íris Bald- vinsdóttir á Sauðár- króki hefur ýmislegt á prjónunum dags daglega. Hún er menntuð sem þroskaþjálfi og vann sem slíkur bæði hjá Svæðisskrifstofu Norðurlands vestra og í Árskóla svo útskrifaðist hún sem grunnskólakennari 2010 með kjörsvið: tónlist, leiklist og dans. Íris svarar hér nokkrum spurningum í þættinum Frá morgni til kvölds. Hvenær hefst venjulegur vinnudagur hjá þér? -Venjulegur vinnudagur hefst kl. 8:00. Hvað færðu þér í morgunmat? -Í morgun- mat fæ ég mér cheerios með undanrennu eða próteinhristing og sportþrennu. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum vinnudegi hjá þér? -Ég byrja daginn á því að fara í Þreksport og ná upp vinnuþrekinu með því að taka vel á. Klukkan 08:00 er ég svo mætt til kennslu fersk og spræk. Ég kenni tónmennt, heimilisfræði og leiklist ásamt því að stjórna þremur kórum í skólanum, yngsta, mið og unglingastigskórum. Vinnudagurinn er því undirlagður af verkefnum tengdum kennslu og undirbúningi fyrir hana ásamt undirbúningi fyrir þau ólíku viðfangsefni FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS UMSJÓN palli@feykir.is Ótrúlegt en kannski satt Stærsti núlifandi fugl sem byggir okkar heim er strúturinn. Karlfuglinn getur orðið 250sm hár og vegið um 150 kg. Oft er sagt að strúturinn stingi hausnum í sandinn, verði hann hræddur, en ótrúlegt og kannski satt þá fannst ekkert slíkt tilfelli í rannsókn sem gerð var á 200.000 strútum yfir 80 ára tímabil. GUÐRÚN SONJA BIRGISDÓTTIR -Ég ætla til Reykjavíkur að hitta fólk. AUÐUR BJÖRK BIRGISDÓTTIR -Vera heima og borða páskaegg. ÁSTA KAREN JÓNSDÓTTIR -Vinna og heimsækja ættingja á Patreksfirði. SÆDÍS BYLGJA JÓNSDÓTTIR -Vinna, ríða út og fara í fermingarveislur. MARGRÉT ALDA MAGNÚSDÓTTIR -Ég ætla að vinna og svo slaka á. Feykir spyr... Hvað ætlar þú að gera um páskana? [spurt á Sauðárkróki] eitt viðfangsefni fær sinn tíma. Það er mjög mismunandi hvenær ég stimpla mig út, stundum er klukkan orðin fjögur stundum er klukkan orðin sex, en þegar ég hef stimplað mig út frá vinnu við Árskóla fer ég í tónlistaskólann við Borgarflöt og skúra þar. Ég er því oftast að koma heim um klukkan sjö en þá taka við heimilisstörf og eftir það afslöppun í sófanum. Hvað er gert í kaffitímum? -Þegar ég hef tíma til að fá mér kaffi sest ég niður með vinnufélögum mínum og spjalla um lífið og tilveruna. Hvernig eyðir þú hádegishléinu? -Stundum á hlaupum að undirbúa eitthvað sem liggur á, stundum með vinnufélögum við spjall og hlátur. Hvað er best við starfið? -Það besta við starfið er hversu fjölbreytt og skemmtilegt það er. Mér finnst ég vinna á skemmtilegasta vinnustað í heimi, skemmtilegir krakkar sem ég kenni og umgengst ásamt skemmtilegum og vinalegum vinnufélögum sem alltaf eru tilbúnir að rétta hjálparhönd ef þarf. Ef þú þyrftir að skipta um starf hvað gætir þú hugsað þér að gera? -Ef ég þyrfti að skipta um starf myndi ég velja mér starf svipuðu því sem ég er að gera, eitthvað tengt listum og kennslu. Eitthvað minnisstætt úr vinnunni sem þú vilt deila með lesendum? -Hver dagur á sér minnistæðan atburð, einhver kennslustund þar sem barn uppgötvar eitthvað sér áður hulið, atvik sem vinnufélagar deila með sér og við gleðjumst yfir því saman, hlátrasköllin í starfsmannaaðstöðunni eru stundum mjög hávær og mikil gleði þannig að ég geymi mörg minnisstæð atvik í huga mér. Íris á góðri stund.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.