Feykir


Feykir - 21.03.2013, Síða 12

Feykir - 21.03.2013, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 11 TBL 21. mars 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Tilboð gilda meðan birgðir endast Páskatilboð Gleðilega páska KS Helgarsteik 1.779,-kg Lambasirlon 1.998,-kg Ali hamborgarhryggur 1.498,-kg Kjúklingabringur ferskar 1998,-kg Frosinn heill kjúklingur 698,-kg Lúxusrækjur 450gr 598,- Jarðaber fersk 250gr 349,- Floridana heilsusafi 1ltr 219,- Camembert 150gr 349,- Egg 10st xl 449,- Rjómi 1/2ltr 389,- Kók 4x2ltr 998,- Mjúkís 2ltr 5teg. 849,- Gevalia kaffi 500gr 698,- Pik-nik 255gr 498,- Filippo berio ólífuolía 500ml 498,- Ora grænar baunir 420gr 129,- FP maís 340gr 98,- FP rauðkál 720gr 198,- FP rauðrófur 720gr 159,- Royal búðingur súkk/karam. 189,- Ritz kex 200gr 169,- Melba toast 100gr 179,- Vinillu kremkex 500gr 259,- Súkkulaði kremkex 500gr 319,- Doritos orange/blátt 170gr 189,- Síríus rjómasúkkulaði 150gr 198,- Síríus konsum 300gr 389,- Nóa kropp 200gr 249,- Góu rúsinur ljósar/dökkar 500gr 379,- BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Er ferming framundan? Nýtt í fermingarkertum Nú getur þú fengið mynd af fermingarbarninu, kirkju, áhugamáli og ritningartexta sett á kerti *Þú getur valið um liti á myndskreytingu á kertinu. Hæð á kerti er 25 cm. *Fallegt að hafa fleira en eitt kerti. *Einnig er hægt að fá gestabók í stíl - Flott viðbót Frekari upplýsingar gefa Rita í s: 899 7632 og Þuríður í síma 849 4470 Kynning á nýjum knöpum KS deildarinnar : Jóhann Birgir Magnússon Hrossin hafa öll hreinar og rúmar gangtegundir og eru sjálfberandi fæddur á Hólum í Hjaltadal og alinn þar upp, en einnig var hann mjög mikið hjá afa sínum og ömmu á Kúskerpi í Blönduhlíð. Þá bjó Jóhann um tíma á Sauðárkróki. Í dag er Jóhann bóndi á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu ásamt konu sinni sem er fædd þar og uppalin og búa þau með 30 kýr og 40 hross. Jóhann er hér kynntur sem nýr knapi í KS deildinni en hann hefur ekki tekið þátt í þeirri deild áður. Hvernig líst þér á KS deildina í ár? -Líst vel á svona keppnisfyrirkomulag til að hafa eitthvað að stefna að yfir vetrarmánuðina. Þarna er náð saman sterkum hópi knapa til að gera skemmtilega keppni á einni kvöldstund. Þetta er mjög gott innlegg í það að hestamenn stundi fagurt mannlíf. Reyndar þurfa þau hross sem taka þátt í þessari keppni að vera með reynslu til að þola þetta mikla áreiti sem þröngt umhverfi reiðhallanna skapar, ef þau eiga að geta sýnt sína eðlilegu getu. Varstu sáttur við sæti þitt í fjórgangnum? -Nei, alls ekki. Það er þó eitt gott við að vera staddur á botninum, þá hefurðu mestu viðspyrnuna til að ná þér upp aftur. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? -Það eru Oddviti, Skyggnir, Hvirfill, Glæða og Mynd öll úr okkar ræktun á Bessastöðum. Ég vil ekki grundvalla árangur minn á vinnu annarra, ég vil sjá hvar ég og mín hrossarækt stendur og standa keikur á bak við hana. Fyrir vikið er ég með ung og reynslulítil hross. UMSJÓN palli@feykir.is Jóhann Birgir Magnússon er Skagfirðingur í húð og hár, eins og hann segir sjálfur, Jói og Hera frá Bessastöðum á Svínavatni 2013. Að undanskildum Hvirfli er meðalaldurinn 6,5 ár. Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Þau hafa öll hreinar og rúmar gangtegundir og eru sjálfberandi, enda á það ekki að vera knapans að halda á hestinum. Það er hins vegar ekki mitt að segja hverjir aðalkostir þeirra eru, þau þurfa að sýna það sjálf. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Já, ég hef tekið þátt í ísmótum og Húnvetnsku liðakeppninni. Ísmót eru mjög skemmtileg mót, dásamleg samverustund manna og hesta í góðu veðri. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Helst að vera kominn á staðinn áður en keppnin byrjar og hlusta á Skálmöld í bílnum á leiðinni. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Þakklæti til aðstandenda mótaraðarinnar og starfsmanna.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.