Feykir


Feykir - 11.04.2013, Síða 5

Feykir - 11.04.2013, Síða 5
14/2013 Feykir 5 Karl Lúðvíksson tekur þátt í 3. Landsmóti UMFÍ: „Gaman að hitta vini í íþróttunum frá því í gamla daga“ Hugleiðing við lok körfuboltatímabils Viðtal Jón Kristján Sigurðsson ,,Ég hef alltaf leitast við að vera jákvæður einstaklingur, menn lifa þá lengur og líður betur. Strax í upphafi leist mér vel á Landsmót UMFÍ 50+ og var ákveðinn að taka þátt og nú stefnir maður á þriðja mótið í Vík í sumar. Mér fannst sérlega gaman á mótunum tveimur sem haldin voru á Hvammstanga og í Mosfellsbæ. Að mínu mati hafa mótin verið byggð upp með skynsamlegum hætti. Það var eðlilegt að byrja fyrsta mótið á Hvammstanga með færri greinum og bæta síðan inn greinum eins og gert hefur verið. Mér fannst gaman að keppa á Hvammstanga við aðstæður eins og í gamla daga en einnig var fínt að koma í Mosfellsbæinn þar sem aðstæður voru fyrsta flokks,“ sagði Karl Lúðvíks- son, íþróttakennari, en í spjalli við hann kemur í ljós að hann hefur alla tíð hreyft sig reglulega og hugsað þannig vel um heilsuna. Jæja, þá er þessu lokið á þessum vetri, og víst urðu lokin ekki á þann veg sem væntingar stóðu til á haustdögum, liðið okkar Tindastóll skotið niður í 1. deild á móti deildarmeist- urunum frá Grindavík í síðasta leik. Víst var þetta ekki alveg ókunnugleg staða, sem uppi var, því stundum hafa málin bjargast fyrir horn í síðustu umferðum en liðið náð að halda sér í deildinni, og stundum þurft að reiða sig á heppileg úrslit annarra leikja en sinna til þess að svo mætti verða, - en það hefur líka verið á hinn veginn. En vel mætti muna, að fallið núna, varð ekki vegna tapsins gegn Grindavík í þeim leik sem á var minnst, og ekki við KRinga að sakast. Fallið varð raunar miklu fyrr Karl hefur sótt Landsmót UMFÍ 50+ og í sumar hefur hann tekið stefnuna á mótið sem haldið verður í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní. ,,Ég er alveg handviss um að þessi mót eiga framtíðina fyrir sér. Þátttakan í Mosfellsbæ var frábær og veðurguðirnir léku á alls oddi. Ég hlakka til mótsins í Vík en umhverfið þar í kring er fallegt. Það á eftir að verða þar skemmtileg stemning og ef til vill flottasta mótið til þessa,“ sagði Karl sem ætlar að taka þátt í nokkrum greinum í Vík, mest þó í frjálsum íþróttum. Hann keppti í fyrrasumar í greinum innan frjálsra íþrótta og bætti svo við boccia og hafði gaman af. Karl, sem verður 62 ára gamall á þessu ári, keppti í sjö greinum á mótinu í fyrrasumar í Mosfellsbæ. Stuttu eftir það tók hann þátt í öldungamótinu og bætti árangur sinn í hástökki, fór yfir 1,40 metra. Karl sagðist ekki æfa markvisst heldur er hann að gutla í leikfimi tvisvar í viku eins og hann kemst sjálfur að orði. ,,Ég er með æfingar fyrir Ungmenna- og íþróttafélagið Smára í Skagafirði. Þar er ég með fólk á aldrinum 14 ára og upp úr á æfingum. Við erum þar nokkur á sjötugsaldri, förum í stöðvaþjálfun, bandý og tökum fótbolta í lokin. Svo tökum við auðvitað í lok hvers tíma teygjuæfingar og slökun.“ -Þú hefur alla tíð hreyft þig reglulega og tekið þátt í íþróttum? Jú, mikil ósköp. Ég er íþróttakennari og búinn að kenna í 41 ár, bæði íþróttir og bóklegt nám. Síðustu ár hef ég verið í sérkennslu en ég kenni við starfsbrautina í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ég stefni á að hreyfa mig eins lengi og ég get en það skiptir svo miklu máli fyrir okkur sem komin eru á sjötugsaldurinn. ,,Ég mæli hiklaust með því að fólk sem er komið yfir miðjan aldur hreyfi sig reglulega en auðvitað er þetta persónubundið. Allir þurfa að passa upp á það að fara rólega af stað, líka þeir sem voru í íþróttum á unga aldri. Það þýðir ekkert að fara af stað með látum því það getur bara brotið niður. Það verður að vera stígandi í þjálfuninni og reyna ekki of mikið á sig. Annars er mikil hætta á slysum og það viljum við öll koma í veg fyrir,“ sagði Karl. Karl sagði gaman að hafa eitthvað til að stefna að og Landsmót UMFÍ 50+ hafi ýtt undir það. -Þú ert viss um að Landsmót UMFÍ 50+ hafi hitt í mark og er skemmtilegur staður fyrir fólk komið yfir miðjan aldur að hittast og eiga góðan stund saman? ,,Ég hef heyrt í fólki sem hefur tekið þátt í þessum mótum og allir eru sammála um að vel hefur tekist til. Við hjónin eigum gamalt hjólhýsi og ætlum að dvelja í því í Vík. Það skiptir mestu að hafa gaman af þessu, hitta fólk og eiga góða stund saman. Ég ætla að taka þátt í svipuðum fjölda greina og í Mosfellsbæ í fyrrasumar. Mest greinar í frjálsum íþróttum, stökk og hlaup. Ég hlakka mikið til og hvet fólk eindregið til að taka þátt. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo er ekki síður gaman að hitta gamla vini úr íþróttunum í gegnum tíðina,“ sagði Karl Lúðvíksson að lokum. í vetur þegar töpuðust leikir sem áttu að skila nánast auðveldum stigum í hús, gegn liðum sem ásamt okkar liði máttu bergja þann beiska bikar í síðustu umferðunum að geta fallið við lok leiktíðarinnar. Þó virtist Tindastólsliðið hafa alla burði til að gera góða hluti, en í fyrri umferðinni varð hvert tapið af öðru, oftast naumlega, og í þeirri síðari hélt sama sagan áfram, þó nokkrir sigrar ynnust og þá oftar en ekki gegn þeim liðum sem voru í efri hluta deildarinnar og etv. litlar vonir bundnar við að yrðu sigruð. Ég minnist þess þegar Kristinn Friðriksson fyrr- verandi leikmaður og þjálfari Tindastóls skrifaði í Mogga eftir eitt tapið, eitthvað á þá leið að hann væri enn að bíða eftir því að Tindastólsliðið sem hefði á að skipa klassa leikmönnum í öllum stöðum færi nú að bíta frá sér og sýna sitt rétta andlit, og að hala inn stig, en sú bið varð lengri en æskilegt var. En, þessi leiktíð er að baki. Henni verður ekki breytt, en það má margt af henni læra. En nú er bara að horfa fram á leið og stefna ótrautt að því að dvölin í 1. deildinni verði ekki lengri en eitt ár, því að Tindastóll á að vera í deild þeirra bestu. Ég tek undir þau orð Kidda að Tindastólsliðið er frábærlega gott, þrátt fyrir að eitthvert lím virtist vanta í hópinn og það verður enginn einn leikmaður nefndur sérstaklega, hvorki til lofs eða lasts, en þjálfarinn Bárður Eyþórsson hefur vissulega náð árangri, og gert marga góða hluti þrátt fyrir fallið. Við skulum nefnilega ekki gleyma því, í svartnættinu og þeirri óvægnu umræðu sem verið hefur hávær á kaffistofum og víða þar sem menn mætast, þó að ögn sé farið að skurna yfir mestu sárindin, - að það vannst bikar á leiktíðinni og það er nú nærri því hálfur annar áratugur frá því að slíkum grip var lyft síðast hér á Króknum, - og þetta gerði liðið okkar sem féll úr deildinni núna í vor. Ég vona að Bárður haldi áfram með liðið, hann er að mínu mati búinn að gera góða hluti og margt sem var á döfinni í vetur og sumt sem varð til ágreinings segir mér ekkert annað en að hér er á ferðinni þjálfari sem tekur starf sitt alvarlega og vill ná árangri. Körfubolti er liðsíþrótt og liðið verður að vinna saman sem heild, annað gengur ekki. Það gengur ekki að menn geri það sem þeim dettur í hug, þegar þeim dettur það í hug og af því bara. Við eigum fullt af ungum strákum sem eru að gera virkilega fína hluti í sínum flokkum og bíða nú eftir því að komast að í meistara- flokknum, þannig að fram- tíðin er ekkert drungaleg, ef við bara höldum áfram að standa við bakið á liðinu. Og svona rétt í lokin, er ekki á einhvern hátt unnt að ná í erlenda leikmenn, sem standa undir þeim vænt- ingum sem til þeirra eru gerðar, svo ekki þurfi að kosta til transporti á þeim nánast í öðrum hverjum mánuði allan veturinn. Nóg að sinni, - Tindastól í Úrvalsdeildina næsta vor, og ekki orð um það meir. FRÁ LESENDUM Björn Björnsson

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.