Feykir


Feykir - 15.08.2013, Qupperneq 2

Feykir - 15.08.2013, Qupperneq 2
2 Feykir 30/2013 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Athyglissýki og athyglis- prestur Viðburðaríkir Hins seginn dagar hafa alveg bjargað gúrkutíð fjölmiðla undanfarna viku. – Nýlega heyrði ég því fleygt að tíðin sú væri kennd við fréttamann sem tók upp á því í fréttaþurrð þeirri sem gjarnan einkennir sumarið að fjalla um góða gúrkuuppskeru og uppskar þetta ágæta hugtak sem flestir skilja en færri hafa spáð í fyrir hvað stendur. Óneitanlega kom sá ágæti sunnlenski fréttamaður Magnús Hlynur fyrst upp í hugann, án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því! Vísindavefurinn hermir reyndar að orðið sé komið úr dönsku eða jafnvel þýsku, en sagan er góð og slíkar sögur eiga ekki að gjalda sannleikans. Sjálfri finnst mér Gleðigöngur og annað sem tilheyrir réttindabaráttu samkynhneigðra eiga fullan rétt á sér. Ég vona að áhugavert viðtal í sunnudagsmogganum, við jafnöldru mína af Skaganum, hafi ekki drukknað í öðrum fréttaflutningi vegna þessara daga, en í viðtalinu segir hún m.a. að í dag þurfi íslensk ungmenni varla að koma út úr skápnum, svo sjálfsögð sé samkynhneigð orðin. Því miður eru þó til þeir sem hafa einhverjar teprulegar kenndir gagnvart þessum þjóðfélagshópi sem ætti auðvitað að fæðast með sömu mannréttindi og við sem höfum notið viðurkenningar á kynhneigð okkar alla tíð. Alla vega minnist ég þess ekki að hafa orðið fyrir meiri óþægindum af atlotum samkynhneigðra heldur en gagnkynhneigðra sem kjósa að kyssast í þurrvörurekkanum í Kaupfélaginu á Hólmavík eða allt að því stunda samfarir á dansgólfinu í Miðgarði. En það er auðvitað smekksatriði hversu mikið fólk kýs að bera einkalíf sitt á torg fyrir aðra og hversu mikinn áhuga menn hafa á að fylgjast með einkalífi annarra. Einn af hápunktum Hins seginn daga hefur verið klæðnaður og þátttaka borgarstjórans Jóns Gnarr í hátíðinni. Að þessu sinni kom hann fram í upphlut sem ég er sannfærð um að er sá sami og vinkona mín gifti sig í á Grenjaðarstað þremur helgum áður, og verð ég nú að segja að mér fannst hún bera hann betur og á meira viðeigandi hátt en borgarstjórinn. Ég hef alveg húmor fyrir óvenjulegum athöfnum umrædds borgarstjóra en er samt orðin dálítið þreytt á honum í þessum karakter og velti því fyrir mér hvort að auk ADHD greiningarinnar sé hann kannski líka greindur með ATHS- það er athyglissýki. Reyndar sagði yngsti sonur minn þegar hann fékk ADHD- greiningu fyrir nokkrum árum að hann væri með athyglis-PREST og leiðir það hugtak hugann að presti þeim sem komst í fjölmiðla í tilefni þeirra hinna sömu Hins seginn daga, fyrir það að skilgreina Jesú m.a. sem homma og lesbíu. Þar með stal sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sem mér hefur alltaf fundist athyglisverður prestur (og þar með kannski athyglis-prestur) alveg senunni frá borgarstjóranum upphlutsklædda. Ég er samt ennþá að velta fyrir mér hvernig sama manneskjan, þrátt fyrir að vera fræg af endemum og kraftaverkum, geti í senn verið hommi og lesbía? Kristín S. Einarsdóttir Umburðarlynd, en þó ekki án umhugsunar. Félagið endurreist og lætur gott af sér leiða Fyrr í sumar gaf Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki gjöf að verðmætti 500.000 krónur. Fyrir gjöfina gat Heilbrigðisstofnunin keypt sjúkrarúm, sturtustól, tólf fallega dúka fyrir Dvalarheimilið og tvo eyrnamæla fyrir heilsugæsluna. Einnig afhentu þær fjölskyldu Stefáns Jökuls Jónssonar, sem lést langt um aldur fram eftir erfiða veikindabaráttu fyrr á þessu ári, 100.000 krónur. Ákveðin tímamót urðu á síðasta ári hjá kvenfélaginu þegar upp kom sú umræða að leggja félagið niður þar sem aðeins sjö konur voru starfandi og engir nýir félagar höfðu bæst við síðan 1985. Yngri konur sem búa í Nesinu eða eru ættaðar þaðan áttuðu sig á mikilvægi þess að halda þessu gamla, merkilega félagi lifandi og flykktust í félagið. Í dag eru 18 konur starfandi í félaginu. Við afhendingu gjafabréfs til Heilbrigðisstofnunnar urðu einnig formleg stjórnarskipti en fráfarandi stjórn var búin að sitja í stjórn í rúm 30 ár. Nýir félagar gáfu fráfarandi stjórn og heiðursfélaga, Sigrúnu Hró- bjartsdóttur, sem verið hefur í félaginu frá 1951, gjöf fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Voru það Gestastofa Sútarans og Lyfja sem styrktu félagið til gjafakaupanna. /KSE SAH Afurðir ehf. hafa birt verðskrá fyrir lamba- og kindakjöt til bænda. Verðbreytingar eru svipaðar og hjá öðrum afurðastöðum. Samfelld slátrun hefst hjá SAH Afurðum 5. september nk. Á vef félagsins, sahun.is, segir að séu óskir um slátrun fyrir þann tíma sé hægt að bæta við sláturdögum. Á vef Húna hefur verðskrá SAH Afurða verið tekin saman og hækkar lambakjöt um tæplega sjö prósent og er þá miðað við verðið í fyrra með uppbótargreiðslum sem greiddar voru fyrr á þessu ári. Annað kindakjöt lækkar á sama hátt um 30 prósent. Álagsgreiðslur eru í boði á lambakjöt, hæst tíu prósent í viku 36, átta prósent í viku 37, sex prósent í viku 38 og þrjú prósent í viku 39. Ekki verður greitt álag á annað kindakjöt. Á vef Landssamtaka sauðfjár- bænda, saudfe.is, má finna töflu með þeim meðalverðum sem komin eru. /GSG Kvenfélag Rípurhrepps Svipuð verð og hjá öðrum SAH afurðir Strandvegur/Þverárfjalls- vegur nr 744 um Sauðárkrók Strandveiðar á svæði B, norðursvæði Hillir loks undir undir verklok Lokið í síðustu viku Í síðasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar auglýsa Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður útboð á fyrirhugaðri framkvæmd við Strandveg á Sauðárkróki. Framkvæmdin nær til 385 metra kafla af Strandvegi til móts við norðurenda Aðalgötu á Sauðárkróki, og miðar að því að koma veginum í endanlega legu sína samkvæmt skipulagi. Þannig ljúki framkvæmd sem hófst kringum árið 2003, en varð ekki lokið vegna fjárskorts. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að síðan þá hafi sveitarfélagið margítrekað þörfina á því að framkvæmdin verði kláruð og því sé það fagnaðarefni að nú skuli séð fyrir endann á verkefninu. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 15. nóvember 2013. Meðalumferð á dag yfir árið á Strandvegi er 2.040 bílar á sólarhring skv. tölum Vegagerðarinnar frá árinu 2012. Sumardagsumferð var mæld 2.573 bílar á sólarhring og vetrardagsumferð 1.611 bílar á sólarhring. /GSG Strandveiðum sumarsins lauk á fimmtudaginn í síðustu viku á norður- svæði, það er svæði B frá Norðurfirði á Ströndum til Grenivíkur. Fóru veiðar 11 tonn fram yfir úthlutaðan kvóta. Á Sauðárkróki var sextán bátum haldið til strandveiða og skiluðu þeir samtals 201.139 kílóum á land. Á Hofsósi voru átta bátar á strandveiðum og skiluðu samtals 57.697 kílóum á land. /KSE Ingibjörg í Ketu afhendir Herdísi Klausen gjafabréfið til Heilbrigðisstofnunarinnar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Axel Þorsteinsson Túngötu 2, Hofsósi, fyrrum bóndi í Litlu-Brekku verður jarðsunginn frá Hofsósskirkju laugardaginn 17. ágúst kl. 14 Kristbjörg Bjarnadóttir Ingibjörg Axelsdóttir, Eyjólfur Sveinsson Bjarni Axelsson, Birna Júlíusdóttir Aldís Axelsdóttir, Eysteinn Steingrímsson Guðný Axelsdóttir, Páll Friðriksson Þorsteinn Axelsson, Jóhanna Einarsdóttir Inga Jóna Bragadóttir Guðbjörg Hinriksdóttir og fjölskyldur

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.