Feykir


Feykir - 15.08.2013, Síða 6

Feykir - 15.08.2013, Síða 6
6 Feykir 30/2013 Elsta steinkirkja landsins Hóladómkirkja mun vera elsta steinkirkja landsins. Sr. Solveig Lára segir aðeins Grafarkirkju á Höfðaströnd vera eldri, en sú kirkja lagðist af um tíma og var húsið lengi nýtt sem pakkhús. Saga kirkna á Hólum nær langt aftur um aldir, en núverandi kirkja er arftaki svokallaðrar Halldórukirkju sem stóð á svipuðum stað. Hinn rauði sandsteinn sem notaður var í kirkjubygginguna var sóttur í Hólabyrðu og má finna slíkan stein þar enn í dag. Áður hafði Auðun rauði biskup byrjað að byggja kirkju úr sandsteininum á 14. öld en honum entist ekki aldur til að klára verkið. Notaði Sabinsky hluta af þeirri byggingu sem grunn að Hóladómkirkju. Honum til aðstoðar voru bændur úr Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslu sem unnu nokkurs konar þegnskylduvinnu við bygg- ingu kirkjunnar. „Til að gera söguna lifandi og gefa gestum kost á að lifa sig inn í tengsl kirkjubyggingarinnar við náttúruna ætlar Viðar Sverrisson í Neðra-Ási 3 að hjálpa fólki að höggva til sandstein. Þeir sem treysta sér til geta sótt hann sjálfir í námuna en aðrir geta komið beint að Auðunarstofu og fengið að spreyta sig þar“ segir sr. Solveig Lára. Þrátt fyrir að kirkjan sé 250 ára gömul eru ýmsir gripir í eigu kirkjunnar ennþá eldri. Blaðamaður fylgdi Sr. Solveigu Láru til kirkju og skoðaði m.a. altaristöfluna sem er um 500 ára gömul, en var öll hreinsuð og lagfærð um 1990, og stenst ótrúlega vel tímans tönn. Fyrir í kirkjunni eru starfsmaður, en tveir fastir starfsmenn sinna kirkjuvörslu yfir sumarið, og norsk hjón sem hafa verið búsett hér á landi um skeið og þrátt fyrir annirnar gefur sr. Solveig Lára sér tíma til að spjalla við gestina. Hún segir ánægjulegt hve þeir tíu þúsund ferðamenn sem heimsækja Hóla ár hvert komi víða að. Íslendingar séu Sr. Solveig Lára leggur áherslu á að Hólahátíð sé ekki síst hátíð heimamanna og ein af stærstu hátíðum sumarsins í Skagafirði. Dagskráin er fjölbreytt og stendur frá kl. 17:00 á föstudaginn til seinniparts sunnudags. Solveig Lára segir dagskrána í ár nokkuð hefðbundna en óvenju mikið sé viðhaft og þess minnst á veglegan hátt að Hóladómkirkja á 250 ára afmæli í ár. Þannig verða byggingarsögu kirkj- unnar gerð sérstök skil, m.a. með sýningu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og listamannsins Guðmundar Odds Magnússonar (Godds) í Auðunarstofu og frumsýningu á leikverkinu Sabinsky og kirkjubyggingin eftir Björgu Baldursdóttur, í leikstjórn Maríu Grétu Ólafsdóttur. Þar eru hinni dramatísku sögu kirkjubyggingarinnar gerð skil. Þekkt er sagan af þýska múraranum Sabinsky sem kom til að sjá um byggingu kirkjunnar, þar sem engin verkþekking á sviði múrsteinsbygginga var til staðar í landinu. Sabinsky eignaðist barn með vinnukonu á staðnum en barnið lifði aðeins fáeina daga og má sjá leiði barnsins múrað í vegg þegar gengið er inn í kirkjuna. Leikverkið verður sýnt þrisvar á meðan á hátíðinni stendur. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum „Með Hólahátíðinni loka ég hringnum og fer að gera hlutina í annað sinn“ VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Undirbúningur árlegrar Hólahátíðar sem fram fer á Hólum í Hjaltadal stendur nú sem hæst. Blaðamaður heimsótti Sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur vígslubiskup á Hólum, sem jafnframt er formaður Hólanefndar, en nefndin hefur veg og vanda af undirbúningi hátíðarinnar. Þar sem sr. Solveig Lára var vígð til embættis á Hólahátíð í fyrra er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur að undirbúningnum, sem hún segir bæði viðamikinn og skemmtilegan, líkt og önnur verkefni í verkahring vígslubiskups. Með hátíðinni segist hún loka hringnum, enda hafi tekið allt undanfarið ár að læra til nýrra verkefna sem fylgja embættinu og það verði ákveðinn léttir þegar hringnum er lokað og hún fari að vinna árstíðabundin verkefni öðru sinni. Sr. Solveig Lára kann vel við sig á Hólum og fræddi blaðamann fúslega um það helsta sem verður um að vera á Hólahátíð í ár. ennþá fjölmennastir í þeirra hópi en erlendum gestum frá öllum heimshornum fari sífellt fjölgandi. „Þessir gestir sýna sögu staðarins gríðarlegan áhuga og það er ánægjulegt að finna hvað fólk er búið að lesa sér vel til áður en það kemur og veit hvaða stað það er að heimsækja. Margir verða fyrir sterkum hughrifum hér í kirkjunni og það kemur t.d. kaþólikkum á óvart hve kaþólsk kirkjan er í útliti.“ Fjölbreytt dagskrá alla helgina Hólahátíð stendur yfir alla helgina og dagskráin er fjölbreytt. Á föstudeginum verður boðið upp á leiðsögn um kirkjuna, bænastund í Hóladómkirkju og opnun áðurnefndrar sýningar um byggingarsögu kirkjunnar, þar sem tónlist verður flutt. Þá veður hægt að kaupa kvöldverð í veitingastaðnum Undir Byrðunni. Laugardagurinn hefst að venju með pílagrímagöngu yfir Heljardalsheiði. Sýningin í Auðunarstofu verður opin alla helgina og fyrir hádegi verður áðurnefnt leikverk frumsýnt. Eftir hádegisverð, sem t.a.m. er hægt að snæða Undir Byrðunni, verður lagt af stað í Gvendarskál undir leiðsögn Skúla Skúlasonar og þar mun sr. Sigríður Gunnarsdóttir predika við hið forna Gvendar- altari. Sr. Solveig Lára segir að messan sé fastur liður í Hólahátíð, en að þessu sinni bætist við trompetleikur sem spennandi verði að sjá hvernig hljómar í skálinni. Á sama tíma verður boðið upp á göngu að sandsteinsnámunni, undir leiðsögn Hjalta Pálssonar þar sem þátttakendur geta náð sér í sandstein til meðhöndlunar fyrir utan Auðunarstofu. Leikverkið verður svo sýnt aftur um miðjan dag og fram að helgistund sem hefst kl. 18:00 gefst tækifæri til að fara á kaffihús og vinna áfram með sandsteininn. Kvöldinu lýkur svo með grilli og tónlistarflutningi við Hólaskóla. Á sunnudeginum hefst dagskráin með þriðju sýningu leikritsins um Sabinsky og kirkjubygginuna og síðan gefst kostur á að kaupa hádegisverð Undir Byrðunni. Klukkan 14:00 hefst svo messa í Hóladómkirkju þar sem biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir predikar, leikið verður á tvo trompeta og Kristján Jóhannsson

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.